Vigdísarstaðir

Vigdísarstaðir – gamla læknishúsið á Vopnafirði.

Húsið var byggt um eða rétt fyrir aldamótin 1900.  Á veðbókarvottorði frá árinu 1910, er Jón héraðslæknir Jónsson skráður eigandi þess, en hann er þá fluttur til Blönduóss.  Þá hvíla á húsinu 2 lán, samtals að upphæð kr. 6.150.

Ingólfur Gíslason læknir eignast síðan húsið, en árið 1924 selur hann Árna Vilhjálmssyni, sem tekur þá við læknisstarfi af honum, læknishúsið á kr. 7.750.

Í viðbyggingunni var læknisstofa, apótek og biðstofa.  Síðar lét Árni læknir byggja ofan á þessa viðbyggingu aðra hæð (líklega árið 1930).

Árni bjó í læknishúsinu ásamt konu sinni, Aagot Vilhjálmsson (f. Johansen), þar til hann lét af embætti í árslok 1959.

Húsið brann til kaldra kola á 7. áratugnum.

 

19.7.04

Aagot Árnadóttir