Bónaparti

Árni Vilhjálmsson:

Bónaparti Napoleonsson

Í smásögusafni eftir Halldór Laxness skáld er meðal annarra sagna smásagan Bónaparti Napoleonsson, sem margir munu hafa lesið og kannast við.  Fyrirmynd skáldsins að sögupersónunni er mjög sérkennilegur maður, Finnbogi Finnsson, sem fæddur var að Hraunkoti í Sauðaneshreppi, og átti lengst af æfinnar heima í fæðingarsveit sinni, þegar frá eru talin nokkur ár, sem hann var á flakki innan lands og utan.  Af sveitungum sínum var hann jafnan nefndur Bóni prins, eða Bónaparti Napoleonsson.  Bónaparti Napóleonsson sá er varð til í heila Laxness er allt önnur og veigameiri persóna en fyrirmyndin, Finnbogi Finnsson frá Hraunkoti.

Finnboga Finnsson sá ég ekki fyr en einhverntíma eftir 1924, en þá var hann fyrir löngu kominn heim úr flakki sínu, og lifði rólegu og kyrrlátu lífi á gistihúsinu á Þórshöfn hjá Kristínu Jósefsdóttur frá Strandhöfn.

Þegar nú er farið eftir þjóðveginum norður Langanesstrandir til Þórshafnar liggur vegurinn ekki eins og áður var frá Finnafjarðará beint á hábungu Brekknaheiðar, heldur meðfram sjónum til Gunnólfsvíkur og síðan norður svo kallaðan Vatnadal, sem er lægð milli Gunnólfsvíkurfjalls og útenda Brekknaheiðar.  Þegar kemur norður undir miðja Brekknaheiðina eða tæplega það, má sjá enn, til vinstri handar skammt frá veginum, í dálitlum melhól, rústir eyðibýlis.  Þarna var Hraunkot, eitt af þessum örsmáu og fátæklegu heiðarbýlum.  Portbyggð baðstofa á að gizka 6×4 álnir og einhverjir smátorfkofar áfastir við hana.  Tún var ekkert, en engjar allgóðar niður undan kotinu í Vatnadalnum.

Á bernskuárum mínum bjó þar miðaldra kona, Kristín að nafni, ásamt uppkomnum syni, Finnboga Finnssyni.  Daufleg hlýtur vistin að hafa verið þarna í kotinu, enda undi Finnbogi illa hag sínum þar.  Sótti snemma á hann þunglyndi og hugsýki.  Þróuðust með honum ýmsar sjúklegar hugmyndir, sem síðan fylgdu honum allt til æfiloka.  Aðalinntak þeirra var það að hann væri tiginborinn maður, en ekki kotungssonur.  Sagðist honum sjálfum svo frá að hann væri franskur prins.  Hefðu frönsku keisarahjónin eitt sinn verið á skemtisiglingu á lystisnekkju sinni ásamt syni sínum, prinsinum Bonaparta.  Hefðu þau á þessari ferð sinni komið við á Skálum og gengið þar á land til að skoða sig um.  Var prinsinn að sjálfsögðu í för með þeim.  En nú skeði óhappið.  Út úr þokunni kom ein ferleg norn sem greip hinn unga prins og hvarf með hann inn í niðdimma þokuna, áður en keisarahjónin og fylgdarlið þeirra fengi nokkuð að gert.  Og nornin sem rændi prinsinum var engin önnur en Kristín í Hraunkoti.

Hugsýki Finnboga og sjúklegar hugmyndir hans um eðalborinn uppruna sinn, urðu til þess að hann lagði fæð, og jafnvel hatur, á kerlingu móður sína.  Fékk kerling ekkert við hann ráðið, og yfirgaf hann hana og Hraunkot að fullu og öllu.  Fyrst mun hann hafa dvalið á prestssetrinu Sauðanesi, en síðan komst hann á flakk og fór víða um.  Til Kaupmannahafnar komst hann, en hve lengi hann hefur dvalið þar er mér ekki kunnugt.  Hann var mjög hreykinn af þessari Kaupmannahafnarferð sinni, og sagði svo frá að hann hefði borðað hjá Danakóngi.  Þegar hann var spurður að því hvað hann hefði fengið að borða hjá kóngi, svaraði hann því til, að hann hefði fengið slátur og ýmislegt fleira.  Auk þess að borða með Danakonungi hlotnaðist honum sá heiður að fá að borða með Helga Englandskonungi á Raufarhöfn, en ekki heyrði ég þess getið hvaða matur hefði verið á borðum þar. 

Eftir margra ára útivist kom Finnbogi aftur til fæðingarsveitar sinnar.  Sennilegast virðist mér að hann hafi verið sendur heim, af því að hann hafi átt þar sveitfesti.  Sveitarstjórnin kom honum í fyrstu fyrir hjá bændum í sveitinni, en hann eirði illa í vistinni og var ófús til verka.  Einna lengst mun hann hafa dvalið á Eiði hjá Gunnlaugi Jónassyni bónda þar.  Að lokum var honum fengin vist á gistihúsinu á Þórshöfn, svo sem áður er frá sagt, og undi hann sér þar vel.

Bóni prins kom mér fyrir sjónir sem andlega bilaður vesalingur, fáskiptinn, óáleitinn og meinlaus.  Hann var alltaf hreinn og þokkalega til fara.  Prinstigninni gleymdi hann aldrei, eða virðuleik sínum, og viðhorf hans til manna fór mjög eftir því hvernig menn ávörpuðu hann.  Þannig dáði hann mjög síra Pál Jónsson á Svalbarði, sem sent hafði honum bréf með utanáskriftinni:  Herra prins Bónaparti Napóleonsson Þórshöfn.  Reikninga frá Örum og Wulfs verzlun vildi hann ekki kannast við af því að utanáskriftin var:  Finnbogi Finnsson Þórshöfn. 

Endalok Bóna prins urðu þau að hann týndist að vetrarlagi í hríðarveðri.  Fannst hann eigi hvernig sem leitað var.  Vorið eftir fannst lík hans inni á Brekknaheiði við smá stöðuvatn sem nefnt var Selvatn, og er rétt fyrir ofan fjallsbrúnina beint upp af Ytri-Brekkum, þar sem ég er fæddur og uppalinn.

Halldór Laxness lætur Bónaparta Napóleonsson verða úti á heimleið til Kristínar móður sinnar í Hraunkoti.  Sú hugdetta skáldsins er mjög snjöll, og jafnvel býsna sennileg.  Ef til vill hefur, er feigðin kallaði, álagahamur geðveilunnar fallið af honum.  Árin sem liðið höfðu frá því hann yfirgaf Hraunkot voru týnd og tröllum gefin, og nú var hann á heimleið til mömmu gömlu í Hraunkoti.  Að vísu er staðurinn, sem hann varð úti á ekki í línunni Þórshöfn-Hraunkot, en hafi verið hvöss norðaustanátt, sem líklegt er, gat hann hafa hrakist undan veðrinu og borið af réttri leið.

Eftir brottför Finnboga frá Hraunkoti bjó Kristín þar í nokkur ár alein.  Bústofninn var ein kýr og fáeinar kindur.  Heyjaði hún ein handa fénaði sínum, en hefur sjálfsagt fengið einhverja aðstoð hjá nágrönnunum.  Sveitarstjórnin mun einnig hafa litið til með henni og látið flytja til hennar hey og aðrar nauðsynjar.

Ég minnist þess t.d. að ég fékk eitt sinn að fara með Guðmundi bróður mínum, sem sendur var með hest og sleða út í Sauðanes til þess að færa kerlingu töðu handa kúnni.  Á Sauðanesi voru töðubaggar látnir á sleðann og fórum við síðan með ækið upp í Hraunkot og færðum kerlingu.  Hún tók okkur vel og vildi auðsjáanlega vel til okkar gera.  Man ég að hún bar fyrir okkur einhverskonar graut í allstórri skál og spæni með.  Mér virtist þetta samhræringur af baunum og skyrhræru og leitzt grautur sá heldur óhrjálegur, og vildi ekki éta hann.  En Guðmundur bróðir minn gerði honum nokkur skil fyrir kurteisis sakir.  Heldur fannst mér kerling fornfáleg og óvistlegt allt í kringum hana í baðstofukytrunni.

Það mun hafa verið sameiginlegt álit sveitarstjórnar og almennings að óviðkunnlegt og óviðurkvæmilegt væri að láta kerlingu hírast eina í kotinu langt frá öðrum bæjum.  Vildi sveitarstjórnin flytja hana til Þórshafnar, en kerling aftók og sat kyrr.

Að lokum kom þó að því að sveitarstjórnin ákvað að taka hana upp, og ákváðu yfirvöldin stefnudag til þess.  Faðir minn var beðinn að lána vinnumann með hest og sleða til fararinar, og fékk ég að fara með honum.  Þetta mun hafa verið á útmánuðum, og ágætt hestfæri var og sleðafæri.  Við héldum sem leið liggur að Hraunkoti.  Þangað kom einnig Oddur bóndi Bjarnason á Felli á Langanesströnd með hest og sleða, og svo komu lausríðandi Snæbjörn Arnljótsson verzlunarstjóri, oddviti hreppsins, og Jóhann Gunnlaugsson hreppsstjóri.  Þeir Snæbjörn og Jóhann fóru upp á baðstofuloftið til þess að semja við kerlingu, en við hinir héldum okkur undir palli á meðan.  Þar hafði kerling kúna og einhverjar kindur, sennilega hrút og gemlinga.  Ekki mun þeim höfðingjunum hafa þótt þefurinn þarna góður, því ég minnist þess að þeir reyktu ákaft báðir tveir.  Snæbjörn mun hafa setið á kassa eða kofforti, en Jóhann sat á mjög hrörlegum kjaftastól.  Var stólsetan ekki annað en nokkrir lélegir snærisspottar.  Allt í einu heyrðum við, sem niðri vorum, dynk mikinn.  Höfðu böndin í stólnum slitnað og Jóhann hreppsstjóri fallið endilangur í gólfið.  Hrósuðum við happi yfir því að hann skyldi þó ekki hafa komið ofan í gegnum sjálfan baðstofupallinn, sem var furðu hrörlegur. 

Að lokum, eftir nokkurt þóf, tókst samkomulag við kerlingu um brottflutninginn.  Flýttu þeir sér þá ofan, Snæbjörn og Jóhann, tóku hesta sína og riðu heim.  Við hinir fórum nú upp á loft til Kristínar.  Karlana langaði í kaffi, og tók vinnumaður föður míns að sér að búa það til, því hann hafði verið skútukokkur.  Kaffið var fljótlega tilbúið.  Kerling tók part af sykurtoppi undan kodda sínum.  Sá var allvelktur og ekki með sínum rétta lit, en karlarnir hirtu ekki um það, en hjuggu úr honum stykki til að hafa með kaffinu.  Svo var sjóðheitt kaffið drukkið, en ekki man ég hvort nokkurt brauð var með. 

Síðan var tekið til óspilltra málanna að búa á sleðana.  Kýrin var bundin niður á annan sleðann og búið vandlega um hana með heypokum og ábreiðum, en kerling og búslóð hennar var látin á hinn sleðann.  Kindurnar mun Oddur á Felli hafa tekið til sín í bakaleiðinni.  Ferðin til Þórshafnar gekk ágætlega.  Kristínu frá Hraunkoti var til bráðabigða komið fyrir í timburskúr, sem Örum & Wulfs verzlun átti.  Seinna var gerð handa henni torfbaðstofa og bjó hún í henni til dauðadags. 

(Vélritað eftir handriti Árna Vilhjálmssonar – Aagot Árnad.)

Þetta erindi er til hjá Ríkisútvarpinu í flutningi ÁV

Rignir blóði

Rignir blóði.

Í Lesbók Morgunblaðsins 29. okt. s.l. er athyglisverð og mjög fróðleg grein, með yfirskrift:  Rignir blóði“.  Meðal annara frásagna um blóðregn, sem þar er frá sagt, er tekin upp frásögn Eyrbyggju um blóðregnið á Fróðá fyrir Fróðárundur.  Hefur mér alltaf þótt mikið til koma þeirrar frásagnar, vegna þess hve nákvæm og trúleg lýsingin er.  Er engu líkara en að þar segi sjónarvottur frá.  Sagan er þó örugglega skráð löngu eftir að atburðurinn gerðist, og virðist höfundur sögunnar því hafa séð hann fyrir innri sjónum, líkt og Jónas sá rauðu blossamóðuna með blágráum reyk yfir, er hann orkti kvæðið Skjaldbreiður.  Í lok greinarinnar er réttilega tekið fram, að ekki geti rignt blóði, en að stundum komi rauð rigning:  „Telja menn að það stafi af því, að mikið sé í loftinu af rauðu sanddufti, sem borist hefur með vindum utan af eyðimörkum.  Þegar þetta duft blandast rigningunni, verður regnvatnið rautt á litinn“, segir í greininni.  Ekki finnst mér þessi skýring um rauða sandduftið sannfærandi, og að minnsta kosti ófullnægjandi, og ósennileg skýring á blóðregninu á Fróðá.  Þar er heldur ekki um venjulega rigningu að ræða, heldur rignir þar sjó, sem mengaður er einhverju því, sem gerir hann rauðan á litinn. 

Lítum nú svolítið nánar á frásögn eyrbyggju af atburði þessum, er varð undanfari mikilla tíðinda þar á bænum;  „Sumar var heldur óþerrisamt, enn of haustið kómu þerrar góðir.  Var þá svá komit heyverkum at Fróðá, at taða öll var slegin, enn fullþurr nær helmingrinn.  Kom þá góður þerridagr, og veður kyrrt, ok þurt, svá at hvergi sá ský á himni.  Þóroddr bóndi stóð upp snemma um morgininn ok skipaði til verks.  Tóku sumir til ekju, enn sumir hlóðu heyinu, enn bóndi skipaði konum til at þurka heyit, ok var skift verkum með þeim, ok var Þórgunnu ætlat nautafóður til atverknaðar.  Gekk mikit verk fram um daginn.  Enn er mjök leið at nóni kom skýflóki svartur á himinn norður yfir Skor, ok dró skjótt yfir himin, ok þangað beint á bæinn“  o.s.frv.

Hvers eðlis var þá þessi svarti skýflóki, sem kom upp á himin norður yfir Skor á sólbjörtum haustdegi.  Því er fljótsvarað.  Þetta hlýtur að hafa verið skýstrokkur – cyclon – sem sogið hefur upp í sig sjó hátt í loft upp, svo að hann ber yfir Skor.  Hann kemur að norðurströnd Snæfellsness rétt undan bænum á Fróðá og yfir túnið, og fellir úr sér sjóinn í flekk Þórgunnu, dettur niður er hann kemur yfir land.  Þvermál skýstrokksins má nokkkuð marka af því, að regnið kemur nálega allt, eða meginhluti þess, í flekk Þórgunnu,  „en henni var fengið eitt nautsfóður til atverknaðar“ um daginn,  segir sagan.  Ekki er gott að vita hvað þeir hafa ætlað kú til vetrarfóðurs í þá daga, en varla hefur það verið sérlega stór flekkur, sem hinni öldruðu írsku konu var ætlaður einni til atverknaðar.  Þórgunna hafði ekki hlýtt skipun húsbóndans um að raka heyið saman og setja í sátur, er skýflókinn nálgaðist.  Hennar taða lá því flöt og gegnblotnaði af regninu.  Þegar skýstrokkurinn hafði fellt úr sér sjóinn, birti fljótt aftur og þornaði til.  Allt heyið er flatt lá þornaði fljótt, nema flekkur Þórgunnu, sem ekki þornaði þá um kvöldið, að minnsta kosti.  „Ok aldrei þornaði hrífan er Þórgunna hafði haldið á“.  Skýringin á því, að hey það sem gegndrepa varð þornar seint, er fyrst og fremst sú, að hér er ekki um venjulegt rigningarvatn að ræða, heldur saltan sjó, sem þornar langt um seinna en venjulegt rigningarvatn, og það eins fyrir því þó að það væri blandað sanddufti frá eyðimörkum.  En það er ekki nægileg skýring.  Hrífa Þórgunnu þornaði aldrei, segir sagan.  Vafalaust er þetta orðum aukið.  En hún hefur þornað miklu seinna en eðlilegt þótti, annars hefði þessa ekki verið getið sérstaklega.  Til þess að skýra þetta verður maður að mynda sér einhverja skoðun um rauða litinn á sjónum, sem gerði það að verkum, að menn töldu hann vera blóð.  Sennilegasta skýringin virðist mér vera sú, að það hafi verið rauðir þörungar, sem gerðu rauða litinn. En miklar og þéttar torfur geta stundum verið í sjónum af slíkum örsmáum rauðum þörungum.  Virðist skýstrokkurinn einmitt hafa náð að soga upp í sig eina slíka stórtorfu af rauðum þörungum.  Þar með er þá líka fengin fullgild skýring á frásögn sögunnar, og að hér er ekki um hugaróra að ræða, heldur raunveruleika.  Sjór þornar seinna en vatn.  Sjór mengaður þara þornar afarseint.  Hrífan er hráblaut og slímug svo dögum skiftir.  Hún þornar aldrei.

Mig minnir að Friðþjófur Nansen segi í bók sinni På ski over Grönland frá því, að hann hafi á ferð sinni yfir Grænlandsjökul rekist á rauða flekki í snjónum, sem hann telur vera það sem í gegnum aldir hefur verið nefnt blóðregn, og mikill ótti hefur stafað af, og gefi þar þá skýringu á rauða litnum, að skýstrokkar beri inn á jökulinn sjó mengaðan rauðum þörungum.  Bók Nansens hef ég ekki við hendina, en gaman væri ef Lesbókin vildi láta huga að þessu.

                            Árni Vilhjálmsson læknir.

Útfararræða Árna Vilhjálmssonar

Útfararræða um ÁV Útfararræða um Árna Vilhjálmsson fyrrv. héraðslækni á Vopnafirði.

Náð sé með yður og friður frá Guði, föður og syni og heilögum Anda.  Amen.

Í upphafi 10. kafla Mattheusarguðspjalls segir svo:  Jesús kallaði til sín þá tólf lærisveina sína og gaf þeim vald …….. til þess að lækna hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleika.

Þegar Jesús sendi lærisveina sína í nokkra daga predikunarferð um Galileu, þá fengu þeir það verkefni ásamt öðru að lækna sjúka.  Þeir áttu að fara að eins og hann:  Þeir áttu ekki eingöngu að boða fagnaðarerindið, þ.e.a.s. veita fólkinu næringu fyrir andlegt líf þess, þeir áttu einnig að huga að líkamlegri velferð þess.

Sú óbeit á líkamanum og efniskendum þáttum raunveruleikans, sem var allútbreidd með fornþjóðum, var mjög fjarri Jesú og raunar gyðinglegum hugsunarhætti yfirleitt.  Jesús leit á líkama mannsins og sál sem einingu skapaða af Guði og þessi eining var í alla staði verð umhyggju og umönnunar.  Það kemur líka í ljós í Nýjatestamentinu, að starfi Jesú er lýst í stuttu og samandregnu máli á þessa leið, að hann predikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers konar sjúkdóm og hvers konar krankleika meðal lýðsins.  Þetta var einnig hlutverk lærisveina hans, og hann gaf þeim vald til þess að framkvæma slíka hluti.  Þetta vald var augljóslega af andlegum og sálrænum toga, sem fólst í getu til þess að endurnýja og endurnæra innri lífskraft, en augu manna hafa einmitt nú á tímum opnast fyrir því, að sálræn streita, hugarvíl og andlegt álag, getur valdið líkamlegum sjúkdómum.  Maðurinn er ein heild: líkami, sál og andi, og maðurinn er ekki heill, nema þetta sé allt í jafnvægi og heilbrigt.

En læknislistin hefur einnig aðra hlið, hina vísindalegu, sem á rætur í Grikklandi hinu forna.  Það er engin tilviljun, að þessi list hefur náð miklum vexti og snöggum í þeim heimshluta, sem rekur menningarerfð sína til landanna við austanvert Miðjarðarhaf, Palestínu og Grikklands, þar sem vöggur kristninnar annars vegar og vísindanna hins vegar standa.  Frá vísindunum hefur læknislistin fengið tæknina en frá kristninni umhyggjuna fyrir lífinu, ábyrgðartilfinninguna og manngildishugmyndir, sem hafa verið ákvarðandi og hvetjandi þættir meðal lækna.  Er það ekki samruni þessara tveggja strauma, sem við getum nefnt mannúð og vísindi, sem hefur gert læknislistina að því, sem hún er í dag.

Allt er þetta frá Guði, sem er uppspretta sannleikans og kærleikans – frá honum, sem skapar bæði líkama og sál og anda og heldur við innbyrðis samspili þessara þátta mannsins, samkvæmt þeim lögmálum, sem við eigum að rannsaka og fella okkur síðan að eftir því, sem við getum.

Við kveðjum hér í dag Árna Vilhjálmsson, fyrrverandi héraðslækni á Vopnafirði, sem einmitt helgaði líf sitt þessari sambúð mannúðar og vísinda.  Með honum bærðist djúp virðing og lotning fyrir lífinu og skapara þess.  Í huga hans opinberaðist tign almættisins í hverju nýju lífi, sem hann sá kvikna.  Það hlýtur því að hafa verið honum mikil gleði að finna sig aldrei sterkari, en einmitt þegar hann var að stunda fæðingarhjálp.  En virðing hans fyrir lífinu var ekki bara bundin við manninn.  Hann vildi hlú að öllu því, sem lífsanda dregur.  Hann lagði mikið að sér við að græða upp landið í kringum læknisbústaðinn á Tanganum í Vopnafirði og meira að segja klaufirnar í hamraveggnum fyrir ofan heimilið voru ruddar og græddar.  Hann fann til samstöðu með drengnum í kvæði Jónasar Hallgrímssonar um grátitlinginn, sem drengurinn bjargaði, og las börnum sínum:

Kalinn drengur í kælu – á kalt svell, og ljúft fellur,

lagðist niður og lagði – lítinn munn á væng þunnan.

Þíddi allvel og eyddi – illum dróma með stilli,

sem að frostnóttin fyrsta – festi með væng á gesti.

Lítill fugl skaust úr lautu – lofaði guð mér ofar,

sjálfur sat ég í lautu – sárglaður og með tárum.

Þessi umhyggja Árna fyrir öllu lífi, sem hann sýndi svo oft og í mörgu, minnir mann óneitanlega á tvö stórmenni kirkjunnar:  Frans frá Assisi og Albert Sweitzer, hvergi kynnist maður meiri lotningu fyrir allri sköpun Guðs en hjá þeim.

Krafa lífsins hafði forgang, þegar kallið barst var lagt af stað, heimilið og fjölskyldan varð að eiga sinn tíma síðar og karlmennið fann til með því smáa og bága og lét sér annt um það – þar lagði hann sig e.t.v. mest fram.  Allt var þetta honum uppspretta til hugleiðingar um lífið og tilveruna og vandamál þess, – heilög vé, þar sem hann bar þjónustu sína fram.

Árni Vilhjálmsson var fæddur að Ytri-Brekkum á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu, 23. júní 1894, og var sonur hjónanna Vilhjálms Guðmundssonar og Sigríðar Davíðsdóttur, sem bæði voru ættuð þarna af Langanesinu og var Árni yngstur allmargra systkina.  Ein systir hans lifir, Þuríður, sem dvelur nú á elliheimilinu Skjaldarvík við Eyjafjörð.  Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1914 og varð kandidat í læknisfræði 1919.

Frumraun sína við læknisstörf hlaut hann er spánska veikin svokallaða gekk í Reykjavík, en stúdentar á síðasta ári í læknisfræði voru kallaðir til þjónustu er þessi mannskæða sótt herjaði hér.  Einnig hafði Árni verið staðgengill héraðslæknisins á Eskifirði um tíma á námsárum sínum, en eftir kandidatsprófið gegndi hann um nokkurt skeið Norðfjarðarhéraði.  Þá sigldi hann til Noregs og var um hálfs annars árs skeið við nám á sjúkrahúsi í Bergen og kannaði þar sérstaklega starfsemi farsóttardeildar.  Í Osló starfaði hann svo í tvo mánuði undir handleiðslu mikilhæfs fæðingarlæknis Kristjáns Brand.  Taldi Árni það eitthvert lærdómsríkasta tímabil ævi sinnar, enda þakkaði hann velgengni sína í fæðingarhjálp, fræðslu og þjálfun þessa manns.

Eftir heimkomuna gegndi Árni læknisstörfum á nokkrum stöðum, lengst í Vestmannaeyjum eða um eins árs bil.  Svo var það 2. júní 1924 að Árna er veitt Vopnafjarðarhérað og hefst þá hið mikla ævistarf hans.  Þrjátíu og fimm ár og sjö mánuði betur var hann læknir þeirra Vopnfirðinga.  Hann þekkir hvert heimili og er gagnkunnugur sjúkrasögu hvers og eins og veit um alla staðhætti og hagi manna.  Slík vitneskja hlýtur að vera ómetanleg, er leggja þarf á ráðin um meðferð.  Hann gerir sér grein fyrir viðbrögðum hvers og eins við hinar ýmsu aðstæður.  Slík heildarsýn fyrir sjúkling, ytri aðbúnað og innri gerð, er mikill styrkur í starfi héraðslæknisins, gerir sjúkdómsgreiningu og meðferð mjög örugga og er sjálfsagt liður í farsæld og árangri í starfi.  Þetta er þáttur, sem vegur allmjög upp á móti fullkomnari og betri aðstöðu, sem læknar í þéttbýli búa við.

Hann var oft erilsamur starfsdagurinn og langur, héraðið víðfeðmt og byggðin dreifð.  En því er ekki að leyna, að á langferðum inn til dala, upp á fjöllin og út á yztu nes, gafst tækifæri í góðviðrum að teyga að sér og njóta fegurðar og kyrrðar og sækja sér þannig endurnæringu, andlega og líkamlega, þótt hitt væri eins algengt, að þessar ferðir væru lýjandi og átakamiklar mannraunir.  Hálendismanngerðin, sem í reisn sinni, sjálfstæði og þrautseigju byggði Fjöllin, Jökuldalinn og heiðina þar fyrir framan, heillaði Árna, enda hefur hann áreiðanlega fundið til samstöðu með þessu fólki, þar sem hann er upprunninn úr svipuðu umhverfi, þar sem fólkið harðnaði í lífsbaráttunni  Þar þýddi ekki að biðja um grið, baráttan ein bauð upp á sigur, en gestrisni og greiðasem við gesti og gangandi með eindæmum stórkostleg.

Árnið 1920 kvæntist Árni eftirlifandi konu sinni Aagot Fougner, dóttur Rolf Johansen, kaupmanns á Reyðarfirði.  Þeim varð ellefu barna auðið, sem öll eru á lífi nema Snorri, elzti sonurinn, sem látinn er fyrir nokkrum árum.  Sambúð þeirra hefur bæði verið löng og farsæl, barnalán mikið, við höfum svo margt að þakka, segir Aagot, lífslánið hefur leikið við okkur, hamingja okkar er fólgin í samheldni og gæfuríku lífi barnanna, tengdabarnanna og afkomendanna allra.  Aagot var manni sínum mikil stoð, bæði voru þau samtaka í að hlúa að því lífi, sem mátti sín lítils, á heimili þeirra var mikil gestanauð, og mörgum lítilmagnanum rétt hjáparhönd, mér finnst dálítið erfitt að nota orðið nauð í þessu sambandi, því að allt var gert með ljúfu geði og sjálfsagðri fórnfýsi, og svo var það glaðlyndi konunnar og lyndiseinkunn öll, sem laðaði til sín allt fólk.  Hún var mikil húsmóðir á stóru heimili, ómetanleg hjálparhella í amstri áranna.  Árni hafði líka mikla hugsun á því sem við kom heimilinu.  Þau ráku ávalt nokkurn búskap, sem á tíðum féll í hlut Aagotar að sjá um, en síðar komu dæturnar einnig til hjálpar, en synirnir stunduðu meira sjóinn og var því oft gott um fiskmeti á heimilinu.

Í lok ársins 1959 sagði Árni starfi sínu sem héraðslæknir í Vopnafirði lausu og fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur í Barmahlíð 21 og hafa átt þar heima síðan.  Árni naut mjög elliáranna hér.  Til þeirra hjónanna komu börnin þeirra, afkomendur aðrir, skyldfólk og venzlamenn og vinir.  Nú gafst tækifæri til þess að fylgjast með fólkinu sínu og taka þátt í lífi þeirra, gleðjast saman og hryggjast, yngstu meðlimir fjölskyldunnar voru tíðir gestir, en börn hafa ætíð verið sérstakt yndi Árna, og átti hann alltaf einhver uppáhaldsbörn á Vopnafirði, önnur en sín eigin og sýndi hann það í mörgu, t.d. bjó hann unglinga undir próf inn í annan bekk við Gagnfræðaskóla Akureyrar, þegar enginn var unglingaskólinn þar eystra.  Börnin í götunni áttu og hauk í horni þar sem Árni var.  Eftir að hann hætti að geta komið út, þá voru börnin að spyrja um hann og eftir að hann fór á spítalann þá komu þau með blóm heim til hans og spurðu, hvort Árni færi ekki að koma aftur.  Þetta er búinn að vera góður tími hér í Barmahlíðinni og mikil blessun, sem þau hjónin eru ákaflega þakklát fyrir.  Árna varð það að ósk sinni, að hann þyrfti ekki að dvelja lengi á spítölum eða stofnunum í ellinni, það var eini kvíði hans, en í hálfan mánuð dvaldi hann á Landspítalanum, á föstudaginn langa var mjög farið að þyngjast fyrir honum og hafði hann þá við orð, að hann óskaði þess að þetta færi að taka enda og lézt hann þá um nóttina eftir.  Hann var mikill unnandi Hallgríms Péturssonar og las hann passíusálmana mikið og grandskoðaði þá.  Var það því nokkuð táknrænt, að síðustu stundir Árna voru á píslardegi Drottins vors og frelsara.

Kæru aðstandendur Árna Vilhjálmssonar, þið minnist nú hans, sem ann ykkur framar öllu öðru, í hugann koma myndir og hugsanir, sem þið eigið ein og eru ykkur kærar, og skapa með ykkur þá mynd, sem þið eigið um hann.  Sorg og söknuður eru eðlileg viðbrögð okkar, er við missum kæran ástvin, og við skulum fela Guði þessar tilfinningar og biðja hann um að helga þær og blessa, svo að þær verði okkur til þroska og heilla.  Verið ætíð Guði falin, í Jesú nafni, amen.

Tómas Sveinsson

Ættingjar Vestanhafs. Samantekt Aagotar Árnadóttur 2003/2018

Samantekt frá 2003 – uppfært 2018

Upplýsingar um ættingja í Ameríku  

(tínt saman úr ýmsum áttum, Íslendingabók, Vesturfaraskrá, bókum og bréfum, munnlegum upplýsingum frá Boggu (Bertu Swainson), Allie Gudmundsson, Susan Atwood og Arliss Fleming, einnig Audrey Rasmussen og Laura Lubos.

 

Guðmundur Sigurðsson (26.1.1827 – 30.10.1905) og kona hans, Aðalbjörg Jónsdóttir (2.7.1824-28.9.1904), voru gefin saman í Sauðaneskirkju í Norður-Þingeyjarsýslu 6. okt. 1850 og bjuggu á Skálum á Langanesi í 39 ár, þar til þau fluttu til Norður-Ameríku árið 1889.  Börn þeirra voru sex:

 1. Aðalmundur
 2. Sigurður
 3. Jósef
 4. Steinunn

E.Valgerður 

 1. Vilhjálmur

 

 1. Aðalmundur Guðmundsson, fæddur 7. júlí 1851 á Skálum, ólst upp hjá foreldrum sínum. Árið 1878 flutti hann til Ameríku, settist fyrst að í Little Salt í Norður-Dakota árið 1880 (síðan til Grafton), en loks nálægt þorpinu Garðar 1897. Aðalmundur lést 10.10.1937.  Hann var tvíkvæntur.  Fyrri kona hans var

Ásdís Sigríður Guðmundsdóttir (22.6.1850-26.7.1891) frá Skörvík.  Hún fór vestur 1878 (Vesturfaraskrá). Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson hreppstjóri og kona hans Guðrún Jónsdóttir.

(Systkin Ásdísar sem fluttust til Ameríku voru:

Aðaljón Guðmundsson, f. 26.5.1851, kvæntur Ólöfu Jónsdóttur, fór vestur 1879, bjuggu í Acton, N.D. og síðar í Winnipegosis, dó af slysförum 21. des.1899, átti 12 börn, 6 dóu ung.

Margrét Guðmundsdóttir, f. 17.8.1952, giftist Jóni Sigurðssyni frá Skálum, fluttu til Ameríku 1878, bjuggu í Grafton og síðan í Grand Forks, Jón dó rétt fyrir 1930, áttu tvær dætur á lífi 1930.

Berglaug Guðmundsdóttir, f. 24.1.1854, giftist Tryggva Ólafssyni í Argyle, Manitoba.

Ólafur Guðmundsson, f. 2.6.1855 á Syðra-Lóni, giftist Konkordíu Sóffoníasdóttur, fluttu  vestur 1873, til Grafton, N.D. og síðar til Alberta 1886.  Hann tók sér nafnið Goodman – áttu 4 dætur. Ólaftur dó af slysförum 5.6.1893.

Sigfús Guðmundsson, f. 26.7.1856 á Syðra-Lóni, giftist Hólmfríði Guðnadóttur frá Uppsölum, Múlas.  Hann tók sér einnig nafnið Goodman – áttu 6 börn, 3 dóu ung. 

Sóffonías Guðmundsson, f. 21.8. 1863 í Skörvík, flutti 1886 til Grafton, N.D., dó 20. 11. 1934.)

 

Aðalmundur og Ásdís giftust 1880 eða 1881 og eignuðust sex börn, en aðeins 4 þeirra komust til fullorðinsára:

Aðalbjörn,  Jósef Michel, Guðmundur og Sigurjón.

 

A.1  Aðalbjörn Guðmundsson f. 16.7.1881, bóndi í Garðar, Norður-Dakota, giftist Jónínu Sigurbjörgu Sveinsson um 1911.  Hann dó 13.2.1960. Börn þeirra voru:

Allie (Aðalbjörg), Jón, Margét og Jósef.

 

A.1.1  Allie (Aðalbjörg) Guðmundsson, f. 16.6.1913 (d. des. 2000), gift Kjartani (Karty) Halldórssyni (d. 18.10.1996), bjó í Mountain, N-Dakota.

 

Börn þeirra:

A.1.1.1 Arliss, f. 8.1.48, giftist 24.6.1972 Chuck Fleming f. 24.6.1972, d. 13.7.2016, býr í bænum Bismarck, ND.  Börn þeirra:

A.1.1.1.1 Rochelle, f. 13.6.1977, býr í Kirkland, WA

A.1.1.1.2 Scott William, f. 18.2.1980, býr í Portland, OR; hann giftist Alissa Schoff frá York, ME 14. júlí 2012.  Börn þeirra:  Addilyn Faye, f. 19. des. 2013 og Boden Charles, f. 11. febr. 2017.

A.1.1.2 Joseph, f. 16.9.42,d. 9.8.2009, -skilinn.  Sonur hans:

A.1.1.2.1 Karty Joe, giftist Rebecca Beers 2003, þau búa í Portland, OR.

Börn þeirra:  Olivia, f. 9. maí 2006 og Isabel, f. 17.júní 2008.

 

A.1.2 Jón Guðmundsson, f. 1914, bóndi í Garðar/Edinburgh, ND.,  giftist Evu Scott Hensel.  Jón dó í okt. 1999.

 

 

A.1.3 Margrét Guðmundsson, f. 1917, d. í apríl 2007. giftist Ernest Rasmussen, SD, d. í júlí 1975, þau bjuggu í Grand Forks.  Börn þeirra:

 

A.1.3.1 Rodger Rasmussen, f. í maí 1945, býr í Crystal, ND, giftur Joanne Hartje, f. í sept. 1948, Cavalier.  Börn þeirra:

A.1.3.1.1 Jeff Rasmussen, f. í sept. 1969, býr í Fargo, ND, giftur Tami Otto, Crystal, ND.  Börn þeirra eru Marin  og Pete.

A.1.3.1.2 Jason Rasmussen, f. í des. 1971, býr í Grand Forks, ND, kvæntur Jenni Pflaum, Cavalier.  Sonur þeirra er Kennedy.

A.1.3.1.3 Judith Rasmussen, f. í nóv. 1978, býr í Hamilton, ND., gift Staci Bill, Hamilton, ND.  Börn hennar eru Andrew Samdahl og Daniel Samdahl.

 

A.1.3.2 Audrey Rasmussen, f. í febr. 1950, býr í Cavalier, ND., 

 

A.1.4 Jósef Guðmundsson, f. 1917, bóndi í Gardar, ND; fórst í flugslysi 1949.

 

 

A.2  Jósef Mikel (Michel) Guðmundsson, f. 29. sept. 1886 í Crystal, N-Dakota,  giftist  24. sept. 1924 Marie Anastasia Pellerin, f. 17.maí 1904 í Cavalier, Nd., d. 27. des. 1972 Í Seattle, Wa.  Jósef dó 25. mars 1973 í Seattle. .

Börn þeirra:

 

A.2.1 Josep Donald Goodman (Joe), f. 2. júní 1925 í Crystal, ND, dó 11. jan. 2005 í League City, TX, ókvæntur.  Hann var skráður í herþjónustu  8. sept. 1950, var á Kóreuskaganum, útskráður 17.júní 1952.

A.2.2  Francis Eugene Goodman (Gene), f. 7. nóv.1926, í Detroit, MI., d. 14. ág. 2002 í Pasco, WA. – ókvæntur.

A.2.3 William Alec Goodman (Bil), f.20. ág. 1929 Í Detroit, MI, d. 28. jan. 2007 í League City, TX. Giftist 17. nóv. 1952 Selmu Louise Burgeson, f. 13. júní 1928 in Waterville, Wa. d. 25. maí 2006. Þau “eloped” eða stungu af til að gifta sig, fjölskyldurnar voru ósammála í trúarbrögðum. Bjuggu fyrst á ýmsum stöðum í leit að góðri vinnu, en settust svo að í Texas.

Börn þeirra: 

A.2.3.1 Cinthia Lee Goodman (Cindy), f. 16. ág. 1953 í Waterville, WA.  Giftist 26. des. 1976 David Franklin Nance III, f. 6. júlí 1950 í Shreveport, LA, d. 12. May 2016 í Houston, EX.  Cindy býr nú í Houston, TX (1918) Hún hitti David í framhaldsskóla, þau bjuggu fyrst í Louisiana, þar sem David ólst upp, en fluttu síðan til Houston, TX.

A.2.3.1.1 Christopher Jacob Nance (Chris), f. 14. nóv. 1987 í Houston.  Býr í Glendale, CA (1918).

A.2.3.1.2 Laura Caitlin Nance, f. 20. ág. 1990 í Houston, Giftist 14. júní 2014 Jeremiah Manuel Lubos, f. 17. nóv. 1988 í Baguio, Filippseyjum.  Þau búa í Asheville, NC (1918)

A.2.3.2 Clifford Dean (Cliff) Goodman, f. 20. ág. 1956, giftist 24. júlí 2004 Carmella Marie Campbell, f. 12. jan. 1968. Þau búa í Washington.   Börn þeirra:  Amanda Goodman, f. 2005 og Andrew Goodman, f. 2007.  Börn Carmellu: Arturo James Zacarias, f. 1996, og Alejandro Luis Zacharias, f. 1996.

A.2.3.3 Cheri Ann Goodman, f. 8. jan. 1960, giftist 15. júní 1985 Robert Alan Kirschner, f. 11. ág. 1951. Þau búa í Houston. Börn þeirra:

A.2.3.3.1 Michael David Kirschner, f. 30. ág. 1983, giftur Christine Nicole Baggett, f. 3. okt. 1984 í Denham Springs, LA.

Börn þeirra:

Gabriel Alexander Krischner, f. 22. ág. 2017 í Dallas, TX.

Abigail Noel Kirschner, f. 24. júní 2009.

Camille Joy Kirschner, f. 30. mars 2011, í Richardsson, TX.

Elijah David Kirschner, f. 2. jan. 2014 í Richardsson, TX.

Liberty Grace Kirschner, f. 21. ág. 2015 í Richardsson, TX.

A.2.3.3.2 Malaina Louise Kirschner, f. 23. maí 1991 í WA. Hún býr í Bloomington, MN (2018)

A.2.4 Robert Duane. Goodman, f. 2. Júlí 1937 í Mandan, ND. Giftist 20. des. 1958 Claudia Ann Rovig, f. 23. júní 1935 í Seatttle, WA. Washington.

A.2.4.1 Wendy Lynne Goodman, f. 27. júlí 1959 í Bellevue, WA.  Giftist 16. maí 1981 Wade David Keller.  Skilin.

 1. 2.4.1.1 Megan Anne Keller, f. 24. des. 1984 í WA.
 2. 2.4.1.2 Griffin Francis Keller, f. 27. júní 1989 í Issaquah, WA. Giftist 7. okt. 2017 Minako Berthet, f. 16.febr. 1989 í Santa Clara, CA.

A.2.4.2 Holly Eileen Goodman, f. 27. des. 1961 í Bellevue, WA, d. 18. jan. 2015 í Seattle, WA.  Giftist 9. sept. 1983 Glynn Lyle Hewitt.

 1. 4.2.1 Tanner Lyle Hewitt, f. 4. des. 1985 í Renton, WA.
 2. 4.2.2 Torey Lynne Hewitt, f. 17. júlí 1989 í WA.
 1. 2.4.3 Brian Duane Goodman, f. 8. sept. 1964 í Bellevue, WA. Giftist 18. sept. 1993 Nancy L. Martin, f. 5. jan. 1967 í Lake Preston, SD.
 1. 2.4.3.1 Conner Goodman, f. 15. maí 1995.
 2. 2.4.3.2 Kendall Marie Goodman, f. 4. okt. 1999.

Þau búa öll í Washington.

A.3 Guðmundur Soffonías, f. 19. okt. 1884, d.18. ág. 1972 – bóndi í Gardar, ND, ókvæntur.

A.4 Sigurjón, f.28.4.1888 í Garðar, d. 15.6.1914 (“dó ungfullorðinn” skrifaði Bogga).

 

Ásdís andaðist 26. júlí 1891 í Cashel, N-D.  Aðalmundur kvæntist aftur 1898.  Seinni kona hans, Pálína Sveinsdóttir frá Egilsstöðum í Fljótsdal, f.15.7.1851, d. 4.5.1934, var ekkja eftir Sigurð Jónsson úr Fljótsdal.  Þau höfðu flutt til Nýja Íslands í Manitoba ásamt foreldrum Pálínu og systkinum árið 1876, en þaðan til Gardar í N-D. (Lot 36)

Pálína var ljósmóðir í Garðar.  Tvö af börnum Pálínu og Sigurðar komust upp:

 1. Sveinn Sigurjón, Crystal í N-D. (líklega Sveinn S. Johnson 1885-1950 – í grafreit fjölskyldunnar í Gardar)
 2. Sigurður, d. 1895.

Þau sem fóru frá Egilsstöðum 1876:

Sveinn Þorsteinsson  og Sigurbjörg Björnsdóttir og börn þeirra:

Þorsteinn Sveinsson                  16 ára

Katrín Sveinsdóttir                      5 ára

Stefanía Sveinsdóttir                 11 ára

Pálína Sveinsdóttir                     25 ára

Sigurður Jónsson, maður hennar         38 ára

Þorsteinn Sigurðsson, sonur þeirra,      3 ára

Oddur Benjamínsson, fósturbarn          8 ára (Vesturfaraskrá)

Bogga – Sigurbjörg Sveinsson, var fædd 27. des. 1909, (fyrir vestan var hún skráð Bertha Swainson).  Faðir hennar, Oddur Benjamínsson (Sveinsson, fóstursonur Sveins og Sigurbjargar) fór vestur með þeim  (Bogga talaði líka um afa sinn og ömmu, Jósep og Kristínu Schram.  Jósef var blindur í 17 ár, fiskaði gegnum ísinn í sólarbirtunni – prjónaði á vél og vann ullarvinnu.)

(Júlí 2013: Á bréfspjaldi til hjónanna á Gunnarsstöðum kemur fram að móðir Boggu hét Guðný Sveinsson og var dóttir Kristínar og Jóseps Schram. Sendandinn er Guðlaug, dóttir (Ragnheiðar) Elínar Schram, systur Guðnýjar, en faðir Guðlaugar var Guðmundur Einarsson; Guðlaug sendi hjónunum ljóðabók föður síns, að beiðni Boggu, og þetta bréfspjald með).

 

 

 1. Sigurður Guðmundsson, f. 22. okt. 1852 á Skálum,

flutti til Ameriku 1882 og settist að í Little Salt, þar sem frændi hans Jóhannes Jónsson frá Hlíð (fór 1878) hafði áður fengið land, en flutti 1893 til Garðar.  Kona hans var Guðrún Hallgrímsdóttir Hallgrímssonar, frá Vík á Flateyjardal, f. 15.okt. 1851. Þau gengu í hjónaband á Íslandi 11. júní 1879 og fluttu til Ameríku 1882.  Þau komu með lest til Grafton í júní 1882.  Sigurður keypti býli nálægt Little Salt Lake, rétt austan við Grafton.  Þar bjuggu þau í 11 ár.  Árið 1893 seldu þau býlið og fluttu til Garðar í Norður-Dakota og keyptu býli 2,5 mílur austan við bæinn, þar sem fjölskyldan býr enn. (Lot 18)(Uppl. frá 1941)

Sigurður dó 11. mars 1939, en Guðrún 7. febr. 1940; þau eru grafin í Garðar kirkjugarði.

Börn þeirra:

B.1 Steinþór, f. 25. maí 1880 á Skálum á Langanesi, d. 23. des. 1881.

B.2 Steinþór, f. 1. febr. 1882 á Skálum á Langanesi, d. 19. júlí 1911 í Garðar, N-Dakota, grafinn þar.

B.3 Aðalbjörg, f. 11. apr. 1884 í Drayton, Pembina, N-D. – giftist Pétri Hermannssyni frá Raufarhöfn (Pétur Hermann) 10. nóv. 1907. Foreldrar hans voru Hermann Hjálmarsson og Magnea Pétursdóttir Guðjohnsen.  Pétur var fæddur 2.3.1878 og dó 10.12.1958.  Þau bjuggu í  Mountain N-D (1941), síðar í Winnipeg.  Þeirra börn:

B.3.1 Kristine Laufey, f. 8. ág. 1908 í Edinburg, d. 14. júní 1924 (hvítblæði), grafin í Mountain.

B.3.2 Steinthor Hermann (Stony) f. 2. nóv. 1911 að Víði, Manitoba; kona hans var Kathryn “May” Gudmundsson, f. 25. júní 1919 í Mountain, ND (d. 1. sept. 2006). Þau bjuggu í Seattle. Börn þeirra:

B.3.2.1 Sharon Orcutt, f. 9. ág. 1943, d. 13. nóv.  2015 í Everett, WA.  Sonur hennar:

B.3.2.1.1 Kurt Eugene Jones, f. 24. júní 1964;  kona hans er Janet Holloway, f. 19.des. 1962. Dóttir þeirra  Kristiann f. 11. apríl 1995.

B.3.2.2 Susan Hermann Rinaldi Atwood, f. 1. maí 1948 gift Robert Rinaldi, af ítölskum ættum (skilin); börn þeirra Sonja Kristine og Randy

B.3.2.2.1 Sonja Kristine Morella, f. 16. maí 1972, giftist Enzo Morella (skilin); þeirra börn: Gianna Kristine Morella, f. 29. okt. 2001 og Gino Rinaldi Morella, f. 11. mars 2004. Seinni maður Sonju er Christopher Grusz, gift 8. ág. 2015.

B.3.2.2.2 Randy Robert Rinaldi, f. 17. maí 1976, giftist 14. júlí 2007, Tanya Addison, f. 15. júlí 1978 börn þeirra Capri Marie Rinaldi, f. 30. júlí 2008 og Alyse Addison Rinaldi, f. 28. júní 2010.

Seinni maður Susan er Gary Lee Atwood, f. 15. des. 1943, þau giftust 16. ág. 2008.

B.3.2.3 Sandra (Sandy) Renick, f. ? – giftist 15. febr. 1969 Clayton Brud James Renick, f. 14. okt. 1948. Börn þeirra:

B.3.2.3.1 Joseph Clayton Renick, f. 3. febr. 1974, giftur Tracy Lynn Paris, f. 13. des. 1980, þeirra börn Sadie May Renick, f. 11. júlí 2009, Summer Rose Renick, f. 22. júní 2012.

B.3.2.3.2 Cory James Renick, f. 26. mars 1977, d. 8. júlí 2014.

B.3.2.4 Christina Eldridge, f. 13. ág. 1961, giftist 26. sept. 1992 Eric Eldridge, f. 18.mars 1966. barnlaus.

B.3.3 Guðrún Sigríður (Runa) Hermann Coyle, f. í Winnipeg 28. febr.  1913; giftist Vince Coyle, 24. maí 1941 í  San Jose, Calif.   Börn þeirra:

B.3.3.1 Vincent Coyle, f. 30. sept. 1948, kona hans er Terry, búa í Henderson, NV.  Sonur þeirra:

B.3.3.1.1 Benjamin Coyle, f. 15. nóv. 1973, býr í West Hollywood, CA. Dætur hans Bianca og Olivia.

B.3.3.2 Mary Margaret Robinson, f. 28. des. 1946, gift Rich Robinson  24. maí 1969, í Carson City NV.  Börn þeirra :

B.3.3.2.1 Carol Ann, f. 31. maí 1964, gift Keith Hellwinkle, 16. júní 2012. Þau eiga 3 dætur:

B.3.3.2.1.1 Katie, f. 14. maí 1989, gift Steven Bonsall, börn þeirra Nicholas og Jack.

B.3.3.2.1.2 Megan. f. 20. apríl 1992.

B.3.3.2.1.3 Ashley, . 30. okt. 1996.

B.3.3.2.2. Kathlyn Heard, skilin, býr í North Carolina; börn hennar:  B.3.3.2.2.1 Christopher, f. 10. nóv. 1991.

B.3.3.2.2.2 Kenzie, f. 15. febr. 1994.

B.3.3.3 William (Billy) Coyle, f. 3. ág. 1953, giftur Debbie, þeirra börn:

B.3.3.3.1 Jacob Coyle, f. 31. júlí 1979, lést af slysförum 14. apr. 2000.

B.3.3.3.2 Matthew Coyle, f. 23. Maí 1988.

(Dóttir Debbie er Renee Millard, synir hennar Mason og Cameron; Cameron á dótturina Annabelle).

B.3.4. Bjarni Matthías (Barney) Herman, f. 26. sept. 1916 í Mountain, d. 13. okt. 1983 í Carmichael, California; kona hans var Esther Constance Gestson, f. 27. des. 1920 í Gardar, ND, d. 2. mars 2009 í San Jose, Ca.  Þau voru barnlaus.

B.3.5 Hermann Magnus Hermann (Mike), f. 23. sept.  1916 í Mountain; giftist Alfreda Laura Aus í Winnipeg  1936; bús. Edinburg N-D 1941.  Börn þeirra:  .

B.3.5.1 Larry Michael Hermann, f. 1945, giftur Lynda Hermann, býr í Brier, WA.  Börn þeirra:

B.3.5.1.1 Randall “Randy” Ellis Hermann, f. 30. maí 1967, sambýliskona Elvie Nuguid, í Sea Tac, WA.

B.3.5.1.2 Stephanie Mae Hermann, f. 20. apríl 1973, gift John Slette. Þau eiga þríburana Zachery Micheal Slette, Katerhine “Katie” Slette og Adalyn “Addie” Slette, f. 9. Júlí 2011.

B.3.5.1.3 Kimberly Lyn Hermann, f. 30. sept. 1971, gift Ken Songer; þau búa í Portland, OR.

B.3.5.2 Helen Diane Herman Vale f. 19.jan. 1929 í Edinburg, ND.  Börn hennar:

B.3.5.2.1 Donavon Thuerk, f. 29. apríl 1962, kona hans Jane (skilin).

B.3.5.2.2 Laurel “Laurie” Anne Thuerk, f. 30. ág. 1960, gift Jerry Hayes, barnlaus; þau búa í Bonney Lake, WA.

B.3.5.3 Kathleen “Kathy” Ann Pickart, f. 14. Ág. 1946, gift Terry Pickart, (skilin). Börn hennar:

B.3.5.3.1 Rachel Pickart, f. 18. Nóv. 1971, gift Jonathan Patrick Northquist, f. 19. febr. 1974, börn þeirra: Elijah “Eli” Oscar William Northquist, f.14.febr. 2007 og Emma Claire Elizabeth Northquist, f. 30. sept. 2004.

B.3.5.3.1 Michael Pickart. F. 2. Okt. 1976, giftur Lindsay Huebner.

B.3.5.3.2.Erin Elizabeth Pickart, f. 16. Febr. 1981, giftur Jennifer “Jenny” Robin King, f. 18. Júní 1980, þau búa í Kent, WA, og eiga soninn Forrest Michael Pickarrt/King, f. 3. nóv. 2013.

B.3.6 Hjálmar William, f. 23. okt. 1919 í Mountain, d. 6. júní 1992 í Burlingame, San Mateo, CA.  Hann giftist Joanne Gestson, sem dó úr krabbameini.  Seinni kona hans var Mary Hermann; hún átti dóttur, Susan Herman, gift Douglas Johnston, sonur þeirra Zachary Johnston; þau búa í LA, Calif.

B.3.7. Theodór Marino Hermann (Marnie), f. 16. sept. 1922 í Mountain, ND, d. 3. jan. 2005 í Seattle, WA; kona hans Joyce Hope Johnson. Börn þeirra:

B.3.7.1 Craig Mayo Hermann, f. 9. Apríl 1945, giftist 24. júní 1967 Diane Lane Fasano, f. 22. júlí 1946, býr í Lake Forest, CA.  Börn þeirra:

B.3.7.1.1 Annmarie Lane Hermann, f. 18. Nóv. 1968, gift Edward “Eddie” James MacNevin, f. 2. júlí 1966.  Dóttir þeirra: McNevin, f. 25. mars 1998, einnig tvíburarnir Joshua og Jacob, f. 7. febr. 2001; Joshua dó 11. okt..2003.

B.3.7.1.2 Jeffrey Nicholas Hermann, f. 12. febr. 1971 í Tacoma, WA., giftist 3. des. 2005 Faith Rene Brown, f. 2. sept. 1975 í Riverside, Calif.; barnlaus.

B.3.7.3 Vicki Jean Hermann, f. 20. júlí 1947, giftist Albert Thomas Vaux, (skilin),  býr í Federal Way, WA. Börn þeirra:

B.3.7.3.1 Richard Vaux, f. 3.des. 1974, skilinn, á soninn Sheldon, f. 11. apríl 1995.

B.3.7.3.2 Karen Elizabeth Vaux, f. 14. júlí 1977, gift Kirk Sperry, born þeirra: Sydney Sperry, Leo Sperry og Cole Sperry.

.

B.7.3 Adelle Marie Comfort, f. 16. okt. 1948, giftist 13. nóv. 1977  Robert Charles Comfor (látinn) – á tvo stjúpsyni.

B.4. Guðmundur Sigurður Guðmundsson, f. 12. apr. 1887 í Little Salt Lake, d. 16. júní  1955 í ND, giftist Guðrúnu Kristjánsson í Winnipeg 1923. Börn þeirra:

B.4.1 Sigurður Marvin Gudmundson, f. 12. júní 1924 í Winnipeg, bús. Í  Garðar 1941, nú  í Fargo, N.D.

B.4.2 Oddný (Audney) Louise, f. 16. jan. 1926 í Grafton, bús. í Garðar 1941. – síðar í Arizona.

B.5 Vilhjálmur Gudmundson, f. 4. apr.1888 í Drayton, Pembina,  d. maí 1889, grafinn í Little Salt Lake.

B.6  Vilhelma Maria Celia Gudmundson, f. 21. maí 1890, Little Salt Lake, bús. Garðar 1941, d. í apríl 1972, ógift.

B.7 Hallgrímur Alec Gudmundson, f. 17. sept. 1891 Crafton, ND; bús. Garðar 1941, d. 9. sept. 1951, ókv.

B.8. Guðbjörg Octavia Gudmundson, f. og d. 1893; grafin í Garðar.

B.9 Leonard Gudmundson, f. 23. júlí 1896 í Garðar., d. 16. ág. 1963; kvæntist Mildred Jorgen Rustan,  Edinburg, 11. nóv. 1928. Hún dó  9. nóv. 1935.  Þeirra börn:

9.1 Leland Harris, f. 27. júní 1926 í Gardar ND, d. 17. febr. 2008 í Fargo, giftur Corliss, d. 26. mars 2014, sonur þeirra er Brent, bús. í Carrington.

9.1.1 Low Ann Marjorie, f. 9. des. 1927, Garðar, ND

9.1.2 Marlow Gene, f. 8. sept. 1931 í Grafton, N-D.

C  Jósef Guðmundsson, f. 27. ág. 1855 á Skálum, d. 9.mars 1886,

kvæntist Ingibjörgu Árnadóttur frá Hóli.  Þau áttu þrjár dætur; sú yngsta,

 1. C. Laufey Valgerður, f. 5.9.1885, flutti til Ameriku með afa sínum og ömmu, þá 3ja ára gömul, dó þar úr lungnabólgu um tvítugsaldur – var að læra saumaskap ( skv. frásögn Boggu).

Hinar dæturnar,

 1. A. Aðalbjörg (f. 23.9.1881) og
 2. B. Indíana (f. 15.9.1883) fluttu til Vesturheims með móður sinni árið 1888, ekki vitað hvert.

 

D Steinunn Guðmundsdóttir, f. 9. maí 1857 á Skálum,

flutti með foreldrum sínum til Ameríku, dó ógift 9.4.1924 á heimili Aðalmundar bróður síns.

E Valgerður Guðmundsdóttir, f. 15. mars 1860 á Skálum,

fluttist til Ameríku 1883.  Hún giftist 1887 Ólafi Jóhannessyni (f. 20.1.1858, d. 18.10.1934) og bjuggu þau fyrst í Grafton, N-D., en síðan í Winnipegosis í Manitoba.  Valgerður dó 20. apríl 1928.  Þau Ólafur áttu 6 börn:

E.1        Jóhannes Kjartan,  f. 1890, d. 1910.

E.2        Vilhjálmur, fiskimaður í Winnipegosis, ókvæntur

E.3        Herdís Guðbjörg, dó ung

E.4        Herdís Una, dó ung

E.5        Aðalsteinn, dó ungur

E.6.       Svanhildur, giftist Kára Vilbert Aðaljónssyni frá Syðra-Lóni á Langanesi.  Þau bjuggu í  Winnipegosis.

Skv. frásögn Allie mun þetta fólk  hafa farist með bát á Winnipegosis-vatni milli 1930-40, þar á meðal Ólafur Jóhannesson, og fjölskylda Svanhildar, nema drengurinn sem hét Vilhjálmur, en hann dó líka barnlaus, svo  engir afkomendur Valgerðar eru á lífi.

(Lögberg 25. okt. 1934 segir frá slysinu 18. okt. og birtir nöfn og myndir af þeim sem fórust:  Ólafur Jóhannesson (Oliver Johnson) 77 ára, Kári Vilbert Aðaljónsson (Kári Wilbert Goodman) 40 ára, Svanhildur  kona hans, 37 ára, og þrjú börn þeirra: Oliver 9 ára, Valgerður 5 ára og Vera 2 ára.  Vilhjálmur sonur Ólafs og Valgerðar (William Johnson) komst af.

(Úr bréfi Þórarinssonar Stefánssonar í Winnipegosis, dags. 25. apríl 1928:

“Hér er nýlega dáin roskin íslensk kona.  Hún hét Valgerður, dóttir Guðmundar sem eitt sinn bjó á Skálum á Langanesi og dó hér vestra.  Við kynntumst henni mikið og var hún sönn fyrirmynd að mannúð og sönnum dyggðum.  Hún var föðursystir Guðmundar kaupstjóra á Þórshöfn.”)

F Vilhjálmur Guðmundsson, f. 16. jan. 1854 á Skálum, bjó á Skálum,

Eldjárnsstöðum og Ytri-Brekkum á Langanesi, kvæntur Sigríði Davíðsdóttur frá Heiði.  (Varð einn eftir á Íslandi)

Vilhjálmur lést 13. sept.1912 og Sigríður 8. júní 1921.

Úr bréfum frá Boggu:

Jólin 1990

…. Mig langar nú til að biðja þig stórrar bónar, Aagot.  Frændur þínir, sonarsynir Aðalmundar, fósturföður míns, langar til að fá upplýsingar um hvenær afi þeirra, Aðalmundur fór til Ameríku, og um hvað var eftir af skyldfólki á Íslandi.  Veit að tveir bræður – afi þinn var annar – Jósep og Vilhjálmur, komu aldrei til Ameríku.  Svo var Ásdís, kona Aðalmundar, og hennar foreldrar og bræður.  Þetta er nú það sem ég hefði átt að spurja um og skrifa niður þegar fósturfaðir var lifandi, en svona gengur það.

Þessir frændur eru synir Joseps, sonar Aðalmundar, en franskir í móðurætt.  Veit að allar ættartölur eru vel geymdar á Íslandi.  Það liggur nú ekkert á þessu, og kannski er þér of mikil vinna….

Jan. 1991:

… Mér bara datt í hug að segja þér, viðvíkjandi ættartölu sem ég minntist á, að þessir frændur ykkar skilja nú ekkert nema ensku.  Þó ég lesi og skrifi bæði málin, þá gengi mér nú illa að túlka íslenskuna til ensku.  Móðir þeirra var frönsk, og Josep pabbi þeirra var íslenskur.  Veit að ættartala frá Íslandi muni vera á íslensku.  Hugsaði ekki út í það þegar ég skrifaði þér fyrir jólin.  Þú skalt hafa þetta bar eins og þér finst best.  Veit að það er kostbært að gera upp og svo að senda með pósti…

Júní 1991.

…. Ég skammast mín að vera svona sein að þakka þér fyrir sendinguna, sem kom

með góðum skilum fyrir tveim vikum síðan.  Ég hafði gesti og öðru að sinna.  Það er nú meiri ættartalan, og hefur verið mikil vinna fyrir þig.  Ég er nú að lofa hinu skyldfólkinu hér að sjá hana áður en ég sendi hana til drengjanna í Texas.  Eru nú fáeinar skiljanlegar villur á fjölskyldum sem ég þekki til hér, en það er við að búast og er einfalt að leiðrétta.  Ég veit að þeim þykir vænt um að fá þetta þó þeir líklega botni lítið í Íslandsfrændfólki.  Veit ekki til að þeir geti farið í Íslandsferð ennþá, því allir vinna og dýrtíð mikil á öllu…

Það er líka gaman að sjá og lesa Iceland Review.  Fólk sem ekki hefur komið til Íslands hefur ekki hugmynd um landið og fólkið, þó undanfarin ár hefur nú verið meira skrifað og talað um landið.

Sept. 1991.

…. Kærar þakkir fyrir ættarskrána, sem þú sendir mér fyrir nokkru, það var vel hugsað af þér.  Ég sendi drengjunum í Texasríki hina, eftir að frændur hér höfðu gert 3 eintök, svo allir hafa þær.  Ég gaf Steinthór Hermann eina og honum þótti mjög vænt um.  Stúlkur þeirra geta lesið hana á ensku.  Eru svo fáir sem lesa íslenskuna nú orðnir eftir.

Ekki veit ég hvort drengirnir Joseps, sonar Aðalmundar, botna nokkuð í þessu, en þeir vildu fá eina.  Efast um að þeir leggi nokkurntíma upp í Íslandsferð.

Aðalmundur átti 4 syni sem komust til fullorðinsára:  Aðalbjörn, Guðmundur, Josep og Sigurjón.  Sigurjón dó ungfullorðinn.  Aðalbjörn dó 1960 og á 4 barnabörn á lífi, 2 stúlkur og 2 drengi, og 3 barnabarnabörn.  Josep dó 1973.  Hann átti 4 drengi:  Jósep, Eugene, William og Robert.  William á 2 dætur og einn son, lifir í Texas eins og Josep, sem er ógiftur.  Eugene ógiftur og lifir í Washington-ríki, eins gerir Robert og hann á tvær dætur og son.  Bæði William og Robert eiga sín 4 barnabörnin hvor.

Ég veit ekki hvað meira þú vilt vita um Aðalmund.  Hann kom einn fyrst frá Íslandi og var fyrsta veturinn í Ontario.  Vann í skógi og hélt til og hjálpaði öldruðum bónda og konu hans.  Lærði þar mikið í enska málinu og fór svo til Fargo, N.D. og vann þar á stórum farmi – akri – þaðan fór hann til Grafton, N.D. og tók heimilisrétt á landi þar nálægt.  Komst í nóg efni til að senda systkinum sínum sem gátu flutt til Ameríku fargjald og unnustu sinni.  Hennar bræður 3 komu líka til Ameríku.  Svo tvístraðist þetta fólk frá Grafton til Kanada og Aðalmundur til Garðar-byggðar eftir lát Ásdísar konu hans.  Hann hafði foreldra sína og Steinunni systur sína hjá sér og seinni konu, og þau ólu mig upp frá 1910, þegar móðir mín dó og ég var nærri tveggja ára.  Guðmundur sonur hans og ég vorum á landinu til dauða hans 1972.  Ég tók við að hlynna að og matreiða á heimilinu, þegar ég lauk við 12ta bekk á skóla.  Það var stundum erfitt og lítil efni, en Guð gaf okkur krafta til að gera það….

…Aagot, þú baðst mig um heimilisföng frænda sem þið gætuð komist í samband við ef þið kæmuð til Ameríku.  Hér með eru frændur þínir, afi þinn og afi þeirra voru bræður í föðurætt:

 1. Josep D. Goodman, 16301 Buckaneer # 114, Houston, Texas 77062
 2. (Eugene )
 3. William A. Goodman, 17231 Black Hawk Blvd. Apt # 1408, Friendswood, Texas 77546
 4. Robert D. Goodman, 1629 – 177th E. Bellevue, Washington 98008.
 5. Leland Gudmundson, 155 – 1st North, Carrington, N.d. 58421
 6. Marvin Gudmundson, 2363-20.1/2 Ave. S. Fargo, N.d. 58103

Afi Goodmans var Aðalmundur, og hinna tveggja afi var Sigurður, bræður afa þíns.

Aagot Árnadóttir skrifar Joseph D. Goodman 2004

Aagot Árnadóttir

Dalatanga 16

270 Mosfellsbaer

Iceland

Tel.: 354-566-7337

e-mail:  aagota@simnet.is

Reykjavík, February 18, 2004.

Joseph D. Goodman

16301 Buccaneer #114

Houston, TX 77062-5352

USA.

Dear Joe!

First let me introduce myself:  My name is Aagot Árnadóttir and I am your relative, your grandfather Adalmundur and my grandfather Vilhjálmur, were brothers.  In June 1996 I and my husband visited Canada and North Dakota for the first time.  We were in a group of tourists from Iceland, guided by Magnus Olafson in Edinburgh, and he told me about my relatives in Mountain.  We visited Allie Gudmundsson and her husband, Kjartan Halldorsson, and there we met their daughter Arliss Fleming. This was my first and only tour to Dakota, and it was an incredible event to find the graves of my great grandfather and –mother in the churchyard at Gardar.  Then we also had the opportunity to visit our dear Bogga, Bertha Swainson, but she was the person who told me about my family out there, when she first visited Iceland a long time ago.  We have been in touch ever since until she passed away.  She was a kind and faithful person, and I really miss her.

Now – to the family matters:  I suppose you have read some papers about our ancestors from Iceland, at least Bogga brought me some information that

Adalmundur seems to have written.  He and his family went to America in 1878, and then his sister Valgerdur in 1883, their parents Gudmundur Sigurdsson and Adalbjorg Jonsdottir in 1889 (along with them their daughter Steinunn, and a little granddaughter, Laufey Valgerður; her father Josef Gudmundsson had died in Iceland 1885).  And at last Sigurdur Gudmundsson left Iceland 1893, leaving my grandfather Vilhjalmur Gudmundsson as  the only member of the family in Iceland.

Vilhjalmur lived in Northeast Iceland, as did his ancestors, and had many children.  About 12 years ago I gathered information from all the branches, and the result was that he had about 500 offsprings!  And of course, there are many more today.

As for myself, I am the 8th of 11 brothers and sisters, however 3 of my brothers are dead.  My father, Árni Vilhjálmsson, was the youngest of my grandfather´s children; he was a district doctor in Vopnafjordur in northeast Iceland for 36 years.  My mother, also by the name Aagot, was born in east Iceland, but her parents came from Norway as young people and settled in Iceland; so we have relatives as well in east as west!

I was born in Vopnafjordur in 1935, and went to business school in Reykjavik, and have worked mostly as a secretary and bookkeeper; now I have half-day job as secretary in the music school in my town, Mosfellsbaer, 15 km out of Reykjavik.  My husband is retired, he is 71.  We have 5 children:  Hjordis, ceramic artist, lives in Reykjavik with her husband and 2 children; Anna Gudny, pianist, lives here in Mosfellsbaer, her husband also a musician, plays the clarinet, 2 children; Thordis, sociology consultant, graduated from UBC last year, working at a high school in Reykjavik, single; Sverrir, musical instrument mechaniker, in Reykjavik, his wife a nurse, 2 children; and Kristjan, a mate at the coastal guard, single.  (He is now working for a year in Sri Lanka, as a part of Nordic Peace Guarding Team for the UN.)

I have been in an e-mail connection with Arliss for the past two years and try to get hold of the family´s history in the west.

I remember Stony Herman and his wife visiting us many years ago, they came along with Bogga, and we had a nice time together at our home.

Two years ago my daughter went to study at the UBC in Vancouver, and then another relative told me she had visited Stony´s daughters and that his widow lived with her daughter, Sharon in Seattle, and gave me her email address.  So I wrote to her and told her about my daughter, and that maybe we would visit her and look upon them as well.  And we certainly did; last April we spent 3 weeks in Vancouver, and we managed to get to Seattle, and there we met Stony´s widow, May, who speaks such wonderful Icelandic,  his brother Herman, and their daughters and families.  We had a wonderful day at May´s and Sharon´s home, we went to the Nordic House, and then Sue (Susan) gave a great dinner for all these people.

I remember long ago Bertha was asking about relatives in Iceland, and she said Joseph´s sons were interested.  So I put together the family catalogue mentioned before and sent it to her; she told me two of them had moved to Texas, and that she would send the papers to them.  I hope you have found them interesting, and if you are still keeping them, it would be fine to receive some corrections from your side in the West.

Is your brother William alive and living in Friendswood?  How about his family, would they be interested in their Icelandic origin?

Now my granddaughter is staying in Texas for a year, as an AFS-student, from last August till the end of June.  So I thought maybe there is someone out there who would be interested in getting contact with a relative in Iceland.  She is 18 years old, and attending a high school in Kaufman, near Dallas.  If there is someone her age in your family, who would like to contact her, please let me know.  Hopefully, she will have the opportunity to travel a bit before returning home, so it would be nice to know about some relatives to meet.

May keeps a letter from my (and your) great grandfather Gudmundur Sigurdsson, written in the year 1887, to his son Adalmundur, then already in Canada.  There were hard times in Iceland, and this letter gives a good description of their life; two years later the old couple moved west, as I told before.  Now Susan has given me a copy of the letter, and I will try to translate it to English and send her back; maybe you would like to have a copy?  I should very much like to hear what you know about your ancestor´s history in the west.

I hope to hear from you, – maybe you would like to send email, that is the modern type of communication, and I sure like it!

Best regards,

Aagot Árnadóttir

P.S.

Do you ever go to ND for the Icelandic celebration in August?  There is much interest on both sides for keeping the bonds between Iceland and ND/Canada.  Here are some websites:

http://www.inl.is

http://www.hofsos.is

http://snorri.is

Aagot Árnadóttir skrifar Arliss Flemming (langafi hennar var Aðalmundur, elsti bróðir Vilhjálms)

Aagot Árnadóttir

Dalatanga 16

270 Mosfellsbaer

April 10, 2002

Arliss Fleming

2436 Atlas Drive

Bismarck NK 58501, USA

Dear Arliss!

First let me introduce myself:  My name is Aagot Árnadóttir, I am your relative, and in June 1996 we met at your parents´ house.  We were in a group of tourists from Iceland, guided by Magnus Olafson, and he told me about your mother, Allie, and how we are related, and I was so glad to meet her.  We also met your father who now has passed away.  This was my first and only tour to Dakota, and it was an incredible event to find the graves of my great grandfather and –mother in the churchyard at Gardar.  Then we also had the opportunity to visit our dear Bogga, Bertha Swainson, but she was the person who told me about my family out there, when she first visited Iceland a long time ago.  We have been in touch ever since then, and now Magnus called me and told me about her death.  She was a kind and faithful person, and I really miss her.

After the Dakota-tour I tried to write to your mother, but never got an answer; Magnus told me that her health is rather weak.

Now I wonder if you would like to keep in touch, and maybe tell me what you know about your family out there.  I remember    Stony Herman and his wife visiting us many years ago, they came along with Bogga, and we had a nice time together at our home. 

Last year my daughter went to study at the UBC in Vancouver, and then another relative told me that she had visited Stony´s daughters and that his widow lived with her daughter, Sharon in Seattle, and gave me her email address.  So I wrote to her and told her about my daughter, and that maybe we would visit her and look upon them as well. That would be next year, when my Thordis is supposed to graduate.  

Well, then a few days ago a young niece told me she was writing an essay about the immigrants to Canada and the US around 1900, and asked about our relatives.  I would like to tell her about Adalmundur and his family, how their life was during the first years, and where to find his descendants.  Maybe you could tell us something you have heard from your mother, or your grandfather.   

I hope to hear from you, – maybe you would like to send email, that is the modern type of communication, and I sure like it!

Best regards,

Aagot Árnadóttir

17.7.2002

Dearest Arliss.

 

Thank you so much for your kind letter, it was so nice to hear from you and get to know your family.  In the meantime Magnus Olafson has been to Iceland to open an exhibition at the Immigrant Center In Hofsós in Northwest Iceland, and this time with     material from the North Dakota people.  This Center was opened a few years ago, but until now they have mainly had papers and things from the Manitoba area.  If you wish you could look at their website: http://www.hofsos.is – and also the Icelandic National League: http://www.inl.is

 

Now – to the family matters:  I suppose you have read some papers about our ancestors from Iceland, at least Bogga brought me some information that Adalmundur seems to have written.  He and his family went to America in 1878, and then his sister Valgerdur in 1883, their parents Gudmundur Sigurdsson and Adalbjorg Jonsdottir in 1889 (along with them their daughter Steinunn, and a little granddaughter, Laufey Valgerdur; her father Josef Gudmundsson died 1885).  And at last Sigurdur Gudmundsson left Iceland 1893, leaving my grandfather Vilhjalmur Gudmundsson as  the only member of the family in Iceland.  

 

Vilhjalmur lived in Northeast Iceland, as did his ancestors, and had many children.  About 10 years ago I gathered information from all the branches, and the result was that he had about 500 children, grand-grand grand-, and grand grand grandchildren!  And of course there are many more today. 

 

As for myself, I am the 8th of 11 brothers and sisters, however 3 of my brothers are dead.  My father, Arni Vilhjálmsson, was the youngest of my grandfather´s children; he was a district doctor in Vopnafjordur in northeast Iceland for 36 years.  My mother, also by the name Aagot, was born in east Iceland, but her parents came from Norway as young people and settled in Iceland; so we have relatives in east and west!

 

I was born inVopnafjordur in 1935, and went to business school in Reykjavik, and have worked mostly as a secretary and bookkeeper; now I have half-day job as secretary in the music school in my town, Mosfellsbaer, 15 km out of Reykjavik.  My husband is retired, he will be 70 in August.  We have 5 children:  Hjordis, ceramic artist, lives in Reykjavik with her husband and 2 children; Anna Gudny, pianist, lives here in Mosfellsbaer, her husband also a musician, plays the clarinet, 2 children; Thordis, sociology consultant, is studying in Vancouver, single; Sverrir, musical instrument mechaniker, in Reykjavik, his wife a nurse, 2 children; and Kristjan, a mate at the coastal guard, single. 

 

This will do for now, I shall write more later – but a few questions about your family:  you mention your mother´s sister Margret; could she be the Margret Rasmussen Magnus has talked about?

Do you keep in touch with some of Sigurdur´s and Valgerdur´s grandchildren?  Bogga mentioned a grandson, Marvin, son of Gudmundur – 

Stony Herman in Seattle, son of Adalbjorg Sigurdardottir (Gudmundsson), visited Iceland long ago with his wife; I have contacted their daughter Sharon Orcutt, who lives with her mother – do you know them?

 

Next spring my Thordis is graduating from UBC, and me and my husband are planning to be there, and then we will certainly visit Sharon and maybe more of the relatives living on the West Coast, but I don’t know if we have the chance to go to Manitoba or N.Dakota – we´ll find out.  In this tiny country of ours we cannot imagine those distances in America.  Anyway, I hope we will meet sometime – here or there!

 

Now I suppose you have started work again; in my school we start about August 15, so we are going to the country next week and see some friends.  I hope all your folks are well and look forward to hearing from you again.

 

Best wishes – Aagot

Ávarp Jóns Þorgeirssonar

Ávarp flutt í Staðarholti 6. júlí 1996

á 50 ára afmæli Kristínar Jónsdóttur

Góðir gestir!

Hvers vegna erum við hér?  Það vitið þið ekki nákvæmlega.  Nú hugsið þið:  Ertu að djóka gamli?

Nei, ég er ekki að djóka, við erum hér vegna þess að kraftaverk gerðist fyrir 50 árum.  Ég bið ykkur að fylgja mér til þess tíma.  Ung hjón höfðu nýhafið búskap, bjartsýni ríkti.  Á vordögum var von á barni, sem rækilega minnti á sig með miklum hreyfingum (snemma byrjar það) og sjálfsagt oft búið að snúa sér, því naflastrengurinn var margvafinn um hálsinn.

Í byrjun júlí rann upp sú stóra stund, konan tók léttasóttina, engar áhyggjur, ljósmóðir og læknir á staðnum, bara að koma henni á sjúkraskýlið.

En fæðingin tók lengri tíma en búist var við.  Þrír sólarhringar liðu, án þess að unginn birtist og flugvél höfð til taks (eða búið að panta hana).

En þá þurfti skyndilega að bregðast við og læknirinn veitti hjálpina.  Barnið kom í heiminn og móður bjargað, en litla stúlkan var ekki með lífsmarki.

Og nú hóf læknir lífgunartilraunir.  Mesti lífgunartími er talinn 25 mínútur.  20 mínútur liðu, 21 og 22 og loks á 23. kom viðbragð.

Í því kemst móðirin til meðvitundar og sér barnið hafið hátt á loft um leið og læknir segir:  “Svona kvenmaðurinn, þetta líkar mér!”

Þarna gerðist kraftaverkið, læknirinn hafði bjargað bæði móður og barni – og þar með allri fjölskyldunni, því nákvæmlega 20 árum áður bjargaði hann föðurnum með meistaralegri aðgerð heima í rúmi í Skógum án aðstoðar fagfólks.

Þessi læknir var Árni Vilhjálmsson sem þjónaði okkar læknishéraði í hart nær 36 ár.  Hann var stærstur í verkum sínum þegar mest á reið.  Blessuð sé minning hans.

Þremur klukkustundum áður en þetta gerðist varð ég að yfirgefa sjúkraskýlið, því verið var að rýja féð og óhjákvæmilegt að sinna því.  Heima í Skógum var ekki vitað um þessa atburðarás, því ekki var kominn sími.

Óvænt gleði var að fá fréttirnar, sem bóndinn í Hvammsgerði flutti okkar af réttarveggnum um miðnæturskeið, að fædd væri stúlka.  (Hann var staddur í kaupstað og beðinn að flytja fréttina.)

Hér er því tvöfalt tilefni að gleðjast yfir lífgjöf mæðgna sem eru hér í fullu fjöri.

Hér stendur stoltur faðir og hamingjusamur eiginmaður í þakkarskuld við Guð og góða menn.

Í kvöld fögnum við lífinu og að enn gerast kraftaverk.

Jón Þorgeirsson.

Ritgerð Önnu Þórdísar um Árna

Menntaskólinn á Akureyri

Haustönn 1980   

Anna Þórdís Árnadóttir 6.U.

Árni Vilhjálmsson læknir

„Árni Vilhjálmsson læknir, er fæddur á Ytri-Brekkum á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu 23. júní 1894. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Guðmundsson bóndi þar, fæddur 16. janúar 1854 og kona hans Sigríður Davíðsdóttir, bónda á Heiði á Langanesi, Jónssonar, fædd 7. júlí 1852.

Þau hjón bjuggu fyrst að Skálum, en þar hafði áður búið Guðmundur faðir Vilhjálms, og einnig afi hans og langafi, er báðir hétu Sigurður. Segja má, að Skálar hafi á þeim tíma verið heilsuverndar og birgðastöð héraðsins. Sjórinn var gjöfull, fiskur gekk nærri landi, mikill fugl var í bjarginu og auðveld og árviss hagkvæm verzlun við erlend fiskiskip, sérstaklega Frakka.“ (1)

Sigríður húsfreyja stundaði grasalækningar og hjálpaði m.a. mörgum sem þjáðust af skyrbjúg og geitum sem á þeim árum voru talsvert útbreiddir og hvimleiðir sjúkdómar. 

Árið 1893 fluttust þau Vilhjálmur og Sigríður að Ytri-Brekkum og bjuggu þar síðan búskap sinn allan.

„Árni Vilhjálmsson var yngstur af börnum þeirra Ytri-Brekknahjóna, sem á legg komust. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 26. júní 1914 og varð candidat í læknisfræði frá Háskóla Íslands 27. september 1919.“ (2)

En hvað var það sem hvatti ungan bóndason frá sæmilega efnuðu heimili og með aðstöðu til búskapar í betra lagi, til þess að leggja út á námsbraut með læknisfræði sem lokatakmark. Ekki síst þegar þess er gætt að launakjörin voru léleg og litlar líkur á að fá að loknu námi, að minnsta kosti fyrstu árin, annað en erfið útkjálkahéruð til að starfa í.  (sbr. Þ.M.: L.F.L.: 22)

Þuríður elsta systir Árna var búin að kynnast námi í kennaraskólanum og varð til þess að hvetja Árna til náms. Efni foreldranna voru ekki meiri en svo að Árni varð sjálfur að standa straum af námskostnaði sínum. Hann stundaði því sjóróðra frá Þórshöfn á sumrin.

Árni hafði mikinn áhuga á náttúrufræði sem eflaust má rekja til áhrifa frá grasalækningum móður hans. Helst hefði hann kosið að stunda náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla en slíkt nám bauð ekki upp á mikla framtíðarmöguleika til starfa. Að þessu slepptu fannst honum læknisfræðin standa næst.

Haustið 1918 herjaði hin ógnverkjandi drepsótt „spánska veikin“ á íbúa Reykjavíkur. Sökum mannfæðar var Árni ásamt fleiri læknastúdentum kvaddur til þjónustu, þótt hann ætti eitt ár eftir til candidatsprófs. Hann var einn þeirra fáu lækna sem starfaði allt veikindatímabilið án þess að sýkjast sjálfur (sbr. Þ.M.: L.F.L.: 15, 16). Ekki hefur það verið létt fyrir ungan og óreyndan lækni að standa frammi fyrir þessum ógnvaldi en vafalaust ómetanleg lífsreynsla í veganesti á læknisbrautinni.

„Síðasta árið, sem Árni var við háskólann, var hann um skeið staðgengill Sigurðar læknis Kvaran á Eskifirði. Þar kynntist hann Aagot Fougner, dóttur Rolf Johansen kaupmanns á Reyðarfirði“ (3) sem var norskur og hafði ungur flust til Íslands. Hér á landi hafði hann kynnst konu sinni Christine Överland, móður Aagotar, sem einnig var norsk. Aagot og Árni gengu í hjónaband 3. júní 1920.

„Eftir að Árni hafði lokið prófi, fór hann sem staðgengill héraðslæknisins í Norðfjarðarhéraði og þjónaði þar frá því í október 1919 og fram í maí 1920.“ (4)

Síðan hélt hann til náms og starfa í Noregi ásamt Aagot konu sinni. Þá var svo lítið að gera fyrir lækna hér heima að eins var við því búist að þau settust að í Noregi. Fyrst starfaði Árni eitt og hálft ár í Haugelandssygehus í Bergen, þar af sex mánuði á farsóttadeild. Þar var lítið hugsað fyrir aðbúnaði handa eiginkonum aðkomulækna og Aagot fór því til Íslands vorið 1921, til að eignast fyrsta barnið heima á Reyðarfirði.

Í byrjun árs 1922 fór Árni á Kvindeklinik í Osló og var þar í tvo mánuði hjá hinum kunna fæðingarlækni Kristjáni Brandt. Þar vaknaði áhugi Árna á fæðingarhjálp, undir handleiðslu þessa mikla snillings sem Árni þakkaði síðar velgengni sína í aðstoð við sængurkonur sem hann varð hvað frægastur fyrir.

Árni kom heim í mars 1922 og starfaði á Eskifirði fram á sumar í fjarveru Sigurðar Kvarans læknis sem þá sat á þingi. En svo þurfti að fara að leita sér að atvinnu, því ekki lágu læknishéruðin á lausu.

Páll Kolka sem þá var í Vestmannaeyjum átti að fara í árs orlof og voru þau Árni og Aagot í Vestmannaeyjum það ár, 1922-1923. Þar fæddist annar sonur þeirra hjóna. Árna féll þar mjög vel og náði hylli almennings. Aagot leið einnig vel en undi sér þó ekki alls kostar og seinna komst hún að því að líklega hefði það stafað af einangruninni og fjarlægðinni frá „meginlandinu“.

Árni fór svo til Reykjavíkur í atvinnuleit og þann 16. Júlí 1923 var hann settur til að þjóna Flateyjarhéraði á Breiðafirði, eftir að Magnús Snæbjörnsson, sem verið hafði læknir þar, sagði af sér embætti. Ekki fannst Árna fýsilegt að flytjast þangað með fjölskylduna svo Aagot fór austur til foreldra sinna á Reyðarfirði og dvaldist þar með drengina báða um sumarið. Við komuna til Flateyjar greip Árna einangrunarkennd sem hann losnaði ekki við þótt víðátta væri mikil bæði til hafs og lands. Fólkið var vingjarnlegt en aðstaða til aðgerða annarra en lyflækninga var engin og húsnæði læknisins ónógt og ekki laust við draugagang. Flatey varð því ekki til að freista Árna til frambúðar enda var hann þar stuttan tíma. Þarna gerði hann þó þann eina barkaskurð sem hann gerði á læknisferli sínum hérlendis, þótt fleiri hafi hann gert í Noregi. Í Flatey var einnig í fyrsta skipti leitað til hans sem dýralæknis en því starfi þurfti hann síðar að gegna jafnhliða almennum lækningum á fólki.

Um haustið barst Árna bréf frá Kristjáni lækni á Seyðisfirði sem var heilsulítill og bað hann að vera hjá sér um veturinn. Það var því ráðgert að þau Aagot færu þangað í október og yrðu þar. En milli hátíða þennan vetur dó Magnús Jóhannsson héraðslæknir á Hofsóshéraði og þangað réðist Árni í mars 1924. 

Á Hofsósi fengu þau hjónin mjög góðar viðtökur og bjuggu hjá læknisekkjunni í húsi hennar. Árni þurfti að fara í læknisferðir út í Fljót og heilmikil ferðalög önnur, þótt erfitt væri yfirferðar og snjóþungt þennan vetur. Svo vel líkaði Árna og Aagot á Hofsósi að líklega hefðu þau sest þar að ef Árna hefði ekki boðist Vopnafjarðarhérað, eftir að Ingólfur Gíslason, þáverandi héraðslæknir, sagði því lausu. Þau voru bæði að austan og vildu því heldur vera þar, fyrst þau máttu velja. Árni tók því við Vopnafjarðarhéraði 1. júní 1924 og þar starfaði hann síðan nær óslitið til ársloka 1959 eða í nærri þrjátíu og sex ár. 

Aðkoman til Vopnafjarðar var fremur nöturleg og kalt var í veðri. Árni var umsvifalaust sóttur í sjúkravitjun upp í sveit en sveitungi hans kom Aagot og börnunum til aðstoðar. Hann fylgdi þeim að læknishúsinu en þar var þá allt harðlæst og lokað. Lykillinn fannst að lokum eftir langa leit. Aagot var ófrísk og illa á sig komin. Læknishúsið var ískalt og ekkert vatn var þar að finna fyrr en seint og um síðir í stoppkrana niðri í kjallara.

Í þessu húsi, sem nefnt var Vigdísarstaðir, hófst mikið og langt ævistarf þeirra hjóna og var það heimili þeirra öll árin sem þau bjuggu á Vopnafirði. Læknisbústaðurinn varð ekki einungis heimili fjölskyldunnar heldur einnig sjúkrahúsið í héraðinu, hótelið og gistiheimilið.

Norðan á húsinu var skúrbygging. Inn í hana var gengið um langan gang upp við húsið og inn í lækningastofuna sem aldrei var kölluð annað en apótekið. Þar var móttaka fyrir alla sjúklinga sem komu og þar voru allar aðgerðir framkvæmdar. Ef um meiri háttar aðgerðir var að ræða þurfti að taka sjúklinginn inn á heimilið og veita honum þar aðhlynningu.

Í apótekinu var fremur frumstæð aðstaða. Þar var t.d. ekkert rennandi vatn en vatnskanna og vaskafat stóð á borði. Skólpfata var fyrir notaða vatnið, tennur, blóð og önnur óhreinindi. Árni stóð við allar aðgerðir og bókhald því aðeins var einn stóll í apótekinu, ætlaður sjúklingi. Iðulega kallaði hann Aagot til aðstoðar og þá oftast við tanndrátt. Hún sauð einnig öll tæki og þvoði allt lín og umbúðir auk alls annars þvottar heimilisins. Árni átti mikið af tækjum til fæðingarhjálpar og einnig mikið safn tanndráttartanga og hnífa til ígerðaskurða. Annars var fátt um áhöld og tæki. Í gólfi apóteksins var hleri, þar sem gengið var niður í kjallara. Þar var geymdur ýmis matur auk lyfjaflaskna sem ekki komust fyrir í hillum og skúffum apóteksins. Inn af apótekinu hafði Aagot litla búð, útibú frá Baldwin Ryel á Akureyri, og verslaði með metravöru og annað til saumaskapar. Þar inni var legubekkur fyrir sjúklinga. Biðstofan var í bókastofu Árna. Fram til 1940 voru engir ákveðnir viðtalstímar, heldur bankaði fólk upp á þegar læknis var þörf.

Þegar Árni kom til Vopnafjarðar var byggðin dreifð út til ystu nesja og til innstu dala. Öll sín ár þar gegndi hann læknisþjónustu í Möðrudal og fór auk þess margar ferðir upp í Jökulsárhlíð og norður um Sandvíkurheiði til Bakkafjarðar og norður eftir Langanesströnd. Þar að auki gegndi hann um tíma kalli frá Hróarstunguhéraði á móti lækninum á Fljótsdalshéraði (sbr. Þ.M.: L.F.L.: 20). Auk þess þurfti hann að sinna þeim sjúklingum sem komu á strandferðaskipum og fiskiskipum að landi, þar á meðal erlendum sjómönnum. 

Fjallanáttúran var torfær og erfið yfirferðar en ferðirnar upp á fjöllin gáfu Árna tækifæri til að njóta töfra öræfanna, kyrrð þeirra og tign, sem hann dáði svo mjög. En það var ekki síður fólkið sem þarna bjó, háfjallabúarnir, sem löðuðu hann til sín. Konungar í ríki fjallanna á sólbjörtum sumardögum er börðust hatrammri baráttu við jökulauðn, einangrun og veðraham á vetrum. 

Sjálfur sagði Árni: „Hér, á mesta lægðasvæði jarðar, er veðrið sígilt umtalsefni, enda nægilega duttlungafullt og óútreiknanlegt til þess að geta verið það. Sennilega eiga líka fáar þjóðir afkomu sína jafn mikið undir sól og regni og við Íslendingar, og má því heita eðlilegt, að okkur verður svo tíðrætt um veðrið.“ (5). Árni dáði ætíð þessa hálendismanngerð, frumstæðan kjarna íslenskrar bændastéttar. Til þessa fólks voru allir velkomnir og þá ekki síst Árni læknir og fjölskylda hans. 

„Ekki var læknisþjónustan erilsöm á Fjöllum eða í Jökuldalnum. Fólkið var hraust og hert í lífsbaráttunni. Samgöngur voru strjálar og því lítil hætta á farsóttum a.m.k. að vetrinum.“ (6). En læknis var þörf á fjöllunum sem og annars staðar til að taka á móti nýjum heimsborgurum. Einhverju sinni er Árni hafði heilsað einum slíkum, laugað hann og reifað, sendi móðirin honum þakklátt bros er hann rétti henni barnið. „Hún seildist með hendinni undir koddann sinn, dró þaðan vænan hrútskylli fullan af neftóbaki og sagði: „Má ekki bjóða lækninum í nefið, hann hefur gott af því“. Að kunna að haga sér í fátæktinni, er list fyrir sig.“ (7)

Flestar frægðarsögur sem farið hafa af Árna eru án efa af snilli hans við fæðingarhjálp, enda fannst honum hann sterkastur á því sviði er verulegan vanda bar að höndum. Engu máli skipti hvernig viðraði, hve leiðin var löng eða hvernig heilsu hans sjálfs var háttað, alltaf var hann reiðubúinn til hjálpar á hvaða tíma sólarhrings sem var, enda voru mannslíf í veði. Fyrir það hlaut hann líka verðskuldað þakklæti foreldra og síðar meir þeirra barna sem hann hjálpaði í heiminn.

Oft á tíðum þurfti að taka barn með töngum, gefa mæðrunum deyfingu eða lyf til að koma sóttinni af stað, eða framkvæma uppskurð ef um fósturlát var að ræða. Einna frægastur er Árni fyrir þá aðferð sem hann notaði, og gafst vel, við að snúa börnum í móðurkviði ef sitjanda bar að. Til þess notaði hann band sem hann þræddi í gegnum giftingarhringinn sinn. Hringinn notaði hann til stýringar við að smeygja bandinu gegnum lærkrika barnsins og draga það síðan fram. 

Dálæti sængurkvenna á Árna lækni var takmarkalaust, enda átti hann einstakri velgengni að fagna í fæðingarhjálp. Mátti með sanni um hann segja: „Úr barns og móður bætti hann þraut, blessun upp því skar hann.“ (8). Það var ekki fyrr en 1945 að kona lést af barnsförum í umdæmi Árna, sú fyrsta og eina þau tuttugu og tvö ár sem hann hafði verið héraðslæknir á Vopnafirði. Má það teljast stórkostlegt, þegar þess er gætt hversu frumstæð áhöld og aðstaða var fyrir hendi á þessum árum.

Sjálf eignuðust Aagot og Árni ellefu börn og komu þeim öllum til manns.

Fleiri sögur væri hægt að segja af Árna en í sambandi við fæðingarhjálp, enda var hann læknir á öllum sviðum. T.d. gerði hann höfuðskurð á unglingi við erfiðar aðstæður og lánaðist vel. Í hans hendur komu öll meiðsli svo sem eftir voðaskot úr veiðibyssum eða árásir frá mannýgum kúm. Brunasár frá vandmeðförnum kolaeldavélum, beinbrot og öll önnur slys sem urðu í daglegu lífsstarfi og leik fólksins. En í vissum tilfellum gat sjúklingurinn viðhorf hans og andlegt ástand verið erfiðara við að fást en sú sjúkdómsmeðferð sem við kom hinu líkamlega meini einu saman.

Árni  „gat haft það til, þó að sjaldan komi það fyrir, að vera dálítið hrjúfur á manninn, sérstaklega ef honum fannst að til sín væri leitað af litlu tilefni, en það stóð ekki lengi, og áður en varði kom hlýjan fram sem honum var svo eiginleg, sérstaklega þegar alvara var á ferðum. „Það dugar ekki alltaf að segja elsku amma“, sagði hann stundum.“ (9)

Læknisstarfið krafðist mikilla ferðalaga, allt upp í hundrað ferða á ári, út fyrir kauptúnið. Árni ferðaðist ýmist á hestum eða fótgangandi. Flestar ferðirnar fór hann vegna farsótta og bólusetninga. Samfélagið var einangrað og smitun af ferðafólki eða skipverjum var því yfirleitt orsökin ef faraldur varð. 

Lekandi þekktist ekki nema hjá erlendum sjómönnum sem höfðu sýkst í löndunum við Miðjarðarhaf.

Taugaveiki lét lítið sem ekkert á sér bera, aftur á móti gekk kíghósti almennt yfir þar til skipulagðar bólusetningar hófust. Auk bólusetninga heima í apótekinu fóru þær fram á fjórum bæjum í sveitinni þar sem hentugt þótti að safna börnunum saman. Stakar aukaferðir varð þó alltaf að fara vegna þeirra sem ekki mættu eða heltust úr lestinni af einhverjum orsökum. 

Skarlatssóttarfaraldur gekk í kauptúninu 1934 og olli því að bólusetningar féllu niður það ár. 

Á fjórða áratugnum var farið að gera berklapróf á börnum og allt benti til þess að berklaveikin væri á undanhaldi. Virtist hún aðallega vera bundin við svokölluð berklahreiður þar sem foreldrar eða systkini höfðu verið berklaveik. Berklayfirlæknir kom á nokkurra ára fresti og skoðaði fólk á sóttarbæjunum og 1946 voru hafnar gegnumlýsingar á berklasjúklingum. Berklaveikt fólk var sent á Kristneshæli eða á Akureyrarspítala til uppskurðar.

Mænusótt gekk 1945 og virtust Árna hin almennu lamandi áhrif á miðtaugakerfið meiri en gert var ráð fyrir í kennslubókum. Bólusetning gegn mænuveiki hófst 1956, með mjög góðri þátttöku. 

Aðrar farsóttir, svo sem iðrakvef, blóðkreppusótt, mislingar og inflúensa voru alltaf að stinga sér niður öðru hvoru. Hvað iðrakvefið snerti var fólk ragt við að leita læknis fyrr en í óefni var komið. 

Árið 1932 barst kláði í héraðið eftir nokkurt hlé. Í þetta skiptið reyndist erfitt að uppræta hann. Mátti þar bæði kenna um óþrifnaði en einnig því að fólk viðurkenndi ekki þá skoðun læknisins að aðaluppsprettuna væri að finna á tilteknu heimili sem þyrfti að taka til sótthreinsunar. 

Þegar þrifnaður færðist í aukana varð hann á vissan hátt til þess að viðhalda kláðanum. Fyrstu einkenni hans höfðu ætíð fundist í handargreipum en aukinn handþvottur seinkaði því að kláðinn bærist í greipina, þótt hann væri til staðar annars staðar á líkamanum. Kláðinn komst því oft á hátt stig áður en fólk varð hans vart og leitaði læknis. Árið 1943 var kláði orðinn plága. Árni rakst á grein um kláða, í erlendi tímariti, sem talinn var eiga upptök sín í Englandi eða Noregi. Þótti Árna líklegast að þetta væri sama plágan og hér á landi. 

Læknir sem réðist til starfa á stað eins og Vopnafjarðarhérað, á fyrstu áratugum þessarar aldar, þurfti að vita og kunna fleira en það sem við kom læknisstörfum. Hann þurfti helst að vera „þúsund þjala smiður“ og við því búinn að til hans væri leitað sem fræði- og forgangsmanns í sameiginlegum hagsmunamálum byggðarlagsins. Það þýddi ekki að skorast undan, þá á tímum var ekki sérfræðingum til að dreifa hvar sem var. Árni læknir skoraðist heldur ekki undan, hann tók þátt í hinum ýmsu opinberu störfum og var framfara og forvígismaður um marga hluti.

Árni var í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps í þrjátíu ár, 1925 – 1955, þar af oddviti í átta ár, 1925 – 1928 og 1934 – 1938, og í skattanefnd í tuttugu ár. „Hann naut alltaf mikils trausts hjá hreppsbúum. Allir virtu glöggskyggni hans og heiðarleika, þótt stundum gæti náttúrlega greint á um leiðir að markinu, eins og gengur.“ (10)

Árið 1926 voru í héraðinu, auk læknis, tvær ljósmæður, einn sótthreinsunarmaður og einn skottulæknir. Þar var enginn lyfsali, dýralæknir, tannlæknir né aðrir  sérfræðingar (sbr. Heilbrigðisskýrslur 1926 bls. 35, samdar eftir skýrslum héraðslækna að tilhlutun heilbrigðisstjórnarinnar).  Þessum störfum gegndi Árni. Lyf seldi hann úr apótekinu heima hjá sér. Tannlækningar eða öllu heldur tanndrátt og allsherjar munnhreinsun framkvæmdi hann, svo og öll önnur læknisstörf er nú krefjast sérfræðikunnáttu. Það var ekki fyrr en eftir 1933 að tannlæknar og tannsmiðir fóru að koma til Vopnafjarðar, stuttan tíma í senn. Koma þeirra var vel undirbúin, oftast með alhreinsun munna. Í skýrslu 1934 segir Árni:  „Má svo segja að hér hafi farið fram, þetta ár, stórhreingerning á þessu sviði og var að vísu full þörf á því.“ (11)

Árið 1952 tókust síðan samningar um að tannlæknir kæmi á hverju sumri til Vopnafjarðar. Sama ástand ríkti árum saman í öðrum sérgreinum læknisfræðinnar en smátt og smátt fóru háls-, nef- og eyrnalæknar ásamt augnlæknum að fylgja fordæmi tannlækna og láta sjá sig öðru hvoru.

Dýralæknir varð Árni að vera því krankfellt getur orðið meðal hinna ferfættu skepna, engu síður en þeirra er uppréttar ganga. Hann stjórnaði hundahreinsunum og sá til þess að menn fengjust í þann starfa. Hann ýmist sendi lyf eða fór í vitjanir til hinna ferfættu sjúklinga, en á þessum árum voru það helst garnaveiki, netjasullur og aðrar fjár- og hundapestir sem mest herjuðu á og ollu skaða, auk ýmissa meiðsla.

Árni kenndi alltaf heilsufræði við barnaskólann í þorpinu og einnig ensku og reikning þegar ekki fengust aðrir kennarar. Hann studdist að einhverju leyti við heilsufræði Ásgeirs Blöndal en annars fræddi hann um ýmis heilbrigðismál í fyrirlestrarformi.

Skólahúsið var í fremur lélegu ástandi og reyndi Árni mikið til að fá það bætt, sérstaklega það er varðaði hreinlæti og heilbrigði barnanna. Skólpleiðsla skólans var í mest ólagi og olli óþrifnaði kringum skólann. Baðklefi í kjallara var ónýtur sem og svo margt annað er viðhald þurfti. 

Sem læknir sá Árni um skólaskoðun og voru börnin furðanlega hraust miðað við þrifnaðarástand. Ekki þurfti einungis að berjast fyrir viðhaldi á húsakynnum skólans heldur einnig almennum skólaskoðunartækjum. Sem dæmi má nefna að engin löggilt vog virtist vera til á staðnum, ekki einu sinni í verslunum. Fallegt ástand það, en mikið þurfti til mikils að vinna. Endurbæturnar komu smátt og smátt er árin liðu.

Í bókastofunni heima hjá sér kenndi Árni einkakennslu. Ungir og efnilegir menn, sem ekki komust burtu í skóla sökum lélegra efna, komu til hans og fengu undirbúningsmenntun fyrir gagnfræða- og menntaskólanám á Akureyri.

Þegar eldri læknisbörnin komust á þennan aldur var fenginn heimiliskennari í læknishúsið. Hann kenndi öllum læknisbörnunum og þau yngri þurftu þá ekki að fara í barnaskólann. Þau sluppu því við lús og önnur óþrif sem erfitt var að uppræta í skólum og þar sem margir söfnuðust saman. Þetta var til léttis fyrir Aagot því mikið verk var að kemba svo stóran barnahóp.

Þann tíma sem Árni var héraðslæknir á Vopnafirði voru laun hans ekki meiri en svo að ekki hefði verið unnt að láta þau duga til framfæris svo margmennum hópi sem læknisfjölskyldan var. Árni hafði því ætíð nokkurn búskap. Tvær til þrjár kýr, þrjátíu til fimmtíu kindur og nokkur hænsni, auk þess að ala þurfti hesta til ferðalaga.

Þessi umsvif gerðu honum auðveldara, miðað við þeirra tíma hætti, að gegna köllun sinni sem dreifbýlislæknir. Hann lifði við meira atvinnuöryggi og þurfti því ekki að skoða læknisþjónustuna sem tillitslaust atvinnuspursmál. Árni gat því leyft sér að tefja lengur en ella er hann fór í vitjanir út um sveitina án þess að meta þær stundir til aura (sbr. Þ.M.: L.F.L.: 27).

Sjálfur sagði hann „Þá gat ég rætt við fólkið um fleira en það sem viðkom vanheilsu. Hin daglega starfsönn, sem hugur þess var bundinn í blíðu og stríðu, snerti mig ekki síður og ég gat rætt þau mál af talsverðri þekkingu og jafnvel stundum gefið á því sviði leiðbeiningar sem að gagni komu og einnnig sjálfur notið góðs af því sem mér var sagt.“ (12)

Þegar Árni var í langferðum vegna sjúkdómstilfella varð Aagot að hafa með höndum forsjá búskapar og heimilis. Er börnin uxu úr grasi, urðu þau einnig til hjálpar. Dæturnar hjálpuðu til við heimilisstörfin en synirnir fóru til fiskjar. Vinnumaður var á heimilinu er sá um búskapinn. Hann kom á læknisheimilið 1927 og fór ekki þaðan fyrr en í gröfina. 

Meðan börnin voru lítil var barnfóstra á heimilinu og oftast ein eða tvær stúlkur, Aagot til aðstoðar. Oft á tíðum voru þessar stúlkur og aðrir þeir sem komu og bjuggu í læknishúsinu um lengri eða skemmri tíma, fólk sem á einhvern hátt hafði orðið utangarðs í lífinu og átti ekki í mörg hús að venda. Ófá stúlkan kom og ól þar barn sitt og fleiri komu þangað í kaupavinnu. Þetta fólk gerðist tryggðatröll í garð læknishjónanna og vináttan entist ævilangt. Það þótti góður skóli og gott veganesti í lífinu að vera vinnukona hjá frú Aagot og í sumum fjölskyldum í þorpinu tíðkaðist það að allar dæturnar réðu sig um tíma í kaupavinnu í læknishúsið.

Á kreppuárunum kringum 1930 var afkoma manna slæm til sjávar og sveita. Fólk barðist við að halda sjálfstæði sínu og klóraði í bakkann en lítið gekk. Árni segir „Meðferð á sveitarómögum og vesalingum er hjer eftir atvikum mjög góð. Það verður að teljast fullvíst að þetta fólk hafi betur í sig og á en margir hinir sem eru að reyna að baslast við að heita sjálfstæðir.“ (13)

Hin sívaxandi kreppa og erfiðleikar atvinnuveganna varð til þess að unga fólkið og þá sérstaklega kvenfólkið, flúði úr sveit í kaupstað, þótt þar væri lítið að hafa annað en skrínukost. Enginn vildi leggja út í jafnáhættusamt fyrirtæki og búskapurinn var orðinn. Gamla fólkið varð eftir á bæjunum, skuldirnar hlóðust upp og fjöldi manns fór á sveitina eða flæmdist burt frá eignum og settist að á mölinni. Margar góðar jarðir fóru í eyði þar sem enginn hafði tök á að kaupa þær. 

Af þessu leiddi að engin mjólkursala var úr sveit í þorp. Nóg mjólk var þó í þorpinu, því margir höfðu þar lítilsháttar búskap og seldu nágrönnum sínum mjólk þótt aldrei væri um eiginlega mjólkurverslun að ræða. Þessi smábúskapur var það sem hélt lífinu í mönnum, því enga vinnu var að fá og ekki hægt að stunda sjó nema tvo til fimm mánuði á ári. Læknissynirnir fengu t.d. enga vinnu, því eingöngu heimilisfeður fengu uppbótavinnu, kannski eina viku í mánuði þegar strandferðaskip komu að landi.

Árni varð fyrstur Vopnfirðinga til að nota útlendan áburð og slá jafnvel tvisvar á sumri. Þetta tóku menn upp eftir honum og 1927 segir hann: „Menn virðast nú loksins farnir að skilja það að eina ráðið til viðreisnar smáþorpunum sje aukin ræktun.“ (14). Í kjölfar þessa hófst ræktun ýmissa garðávaxta og heppnaðist það dável. Alltof margir hristu þó í byrjun höfuðið og vildu ekki „éta gras“ eins og skepnurnar. Tóvinna jókst á heimilum sökum peningaleysis og fólk fór að búa aftur að sínu í fæði og klæðum.

Aðsókn að lækni varð með minna móti vegna fjárhagsörðugleika fólksins, því ekki var starfrækt sjúkrasamlag á Vopnafirði fyrr en 1948.

Héraðið var afskekkt og á eftir tímanum í mörgu tilliti. Getuleysi og fátækt gerði það að sumu leyti að verkum að fólk byggði ekki almennilega yfir sig en að öðru leyti þekkingarskortur á byggingarmálum, fastheldni o.fl. Fólk bjó í gömlum torfbæjum þar til þeir voru að hruni komnir. Hin fyrstu nýju timbur- og steinhús voru illa einangruð og gátu oft á tíðum varla talist gripahús, hvað þá mannabústaðir.

Böð þekktust ekki, menn þvoðu sér um kroppinn tvisvar í mánuði þegar vel lét, kvenfólkseklan átti sinn þátt í því að þrifnaður hélst í lágmarki á heimilum. Árni vildi taka á þessum þrifnaðarmálum og talaði fleirum sinnum opinberlega og brýndi fyrir fólki almennan þrifnað á skrokki og klæðum. Afturhaldssemi var eitur í hans beinum á hvaða sviði sem var. Menn skyldu drífa sig upp af eigin rammleik en ekki bíða þess að hlutirnir gerðust af sjálfu sér. Hann kom með tillögu að lýðskylduvinnu þar sem allir karlmenn á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára yrðu skyldaðir til að vinna í þágu ríkisins, nokkra mánuði á ári. Hann sagði „Mjer finnst það liggja beint við, að við bjóðum út okkar ungu mönnum, ekki til að úthella blóði sínu fyrir föðurlandið, heldur til að hjálpa til við að útrýma hinum óhollu og ljelegu húsakynnum, byggja vegi og gera landið vistlegra og byggilegra. Það myndi aftur bæta heilsufarið, útrýma berklaveikinni og efla kjark og þrótt þjóðarinnar. Það virðist ekki nema sjálfsagt og eðlilegt, að ríkið krefjist þess af hverjum einstaklingi; að hann leggi eittthvað af mörkum, eða leggi eitthvað á sig til að bæta hag allrar þjóðarinnar. Flestar þjóðir verða að krefjast þess af þegnunum, að þeir verji landið. Við getum því einsvel krafist þess að þeir byggi upp landið.“ (15)

Um 1940 horfði til batnaðar í húsnæðismálum. Steinhús voru byggð hvert á fætur öðru og nú fyrir lán úr Byggingar og landnámssjóði og eftir þeirra teikningum. Umtalsverðar lagfæringar voru gerðar á sjúkraskýlinu sem verið hafði lítt nothæft skrifli vegna viðhaldsleysis. Farið var að leggja miðstöðvar og vatnsleiðslur, setja upp salerni og steypuböð, og rafmagnið fylgdi á eftir. Upp frá þessu fór þrifnaður allur batnandi, þó í byrjun jykist hann ekki í réttu hlutfalli við framkvæmdirnar og fínheitin. Lús og önnur óþrif virtust vera á undanhaldi en ótrúlega lengi lifði þó í gömlum glæðum.

Afkoma manna fór batnandi, nóga atvinnu var að fá við ýmsar framkvæmdir, á vertíðum og í Bretavinnunni. Fólk hafði nóg að bíta og brenna þótt ekki fengist alltaf mikið út á skömmtunarseðla stríðsáranna. Sláturgerð varð allt í einu gamaldags og hvarf í skugga sætabrauðs og sykurs. Meltingarkvillar og tannskemmdir fóru vaxandi. 1956 segir Árni: „Fáir vilja nú fylgja fordæmi Sókratesar: „Að éta til þess að lifa“. Vilja væntanlega segja eins og Þjóðverjinn „Wozu bin ich ein reicher Mann, wenn ich leben soll wie ein Hund.““ (16)

Velmeguninni fylgdi alls konar andleg og líkamleg menningarkröm sem kölluð var vítamínsskortur. Um hann hafði Árni það eitt að segja „að þar er eitthvert gat í reikninginn. Annað hvort er allt þetta skraf um vítamínskort helber ímyndun og vitleysa eða þá að vítamínlyfin frá verksmiðjunum, sem fólk étur nú eins og mat, eru algjörlega ónýt og gagnslaus. Ég hef séð góðan árangur af B1 vítamíngjöf við taugagigt og afleiðingum hennar, en annars get ég ekki sagt að ég hafi nokkru sinni séð augljósan og óyggjandi árangur af öllu þessu pilluáti og sprautustandi. Það er tískufyrirbrigði, sem einn étur eftir öðrum gagnrýnislaust.“ (17)

Árna fannst hin sjúka samtíð alvarlegt íhugunarefni fyrir læknastéttina og vitnar í vísu Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. „Hvað er líf manna? – Háski, böl, höfuðverkur og iðrakvöl, tannpína, tóbaksleysi. Galskrekkur, teppa, timburmenn, takstingur, vífni og fleira enn. Fátt trúi ég rönd við reisi.“ (18)

Vítamínátið dugði þó ekki til að friða órólegar sálir og sætta þær við heiminn og lífskjörin. Menn létu sér í augum vaxa það sem áður voru taldir smámunir. Lýsingarorð þóttu Árna notuð úr hófi fram og gera sér erfitt fyrir að átta sig á því hvað amaði að sjúklingum er notuðu hástig þar sem nægt hefði frumstig. „Skeytingarleysi um íslenska tungu og hvers konar hundavaðsháttur var eitur í hans beinum.“ (19) Hann lagði mikla áherslu á að orðtök væru rétt með farin og rakti mörg forn örnefni til uppruna síns. „Árni var mjög vel að sér í Íslendingasögum og öðrum fornum fræðum íslenzkum. Langa kafla í Njálssögu kunni hann utanbókar.“ (20)

Kringum 1950 gekk hálfgerð hengingartíska í Vopnafjarðarhéraði. Þetta var þunglyndi eða hugsýki sem hrjáði ólíklegasta fólk í góðum efnum en átti ekkert skylt við kreppu eða stríð. Í öllum tilvikum voru þetta karlmenn sem gáfust upp á lífinu af litlu eða engu tilefni er séð varð. Menn þessir völdu yfirleitt hlöður sem hengingarstað og settu gjarnan miða á hurðina utanverða sem á stóð „Hér á læknir fyrstur að koma.“ Það varð því hlutskipti Árna að taka hangana niður, enda fýsti víst engan að hafa þann starfa. Einhverju sinni harmaði Árni að ekki hafði farið fram mannskaðarannsókn og skrifar: „Hefði ég auðveldlega getað hlutazt til um að hún færi fram, ef mér hefði komið hún til hugar. Hinsvegar hefði neitun mín á dánarvottorði ekki leitt til mannskaðarannsóknar af þeirri ástæðu að prófastur okkar getur sjaldan munað að hann eigi að krefjast dánarvottorðs áður en hann jarðar lík. Fæ ég ekki rönd við reist þeirri gleymsku hans þó að ég hafi oft minnt hann á að svona eigi það nú að vera samkv. lögum landsins. Ég held að óhætt sé að treysta því að hinir dauðu séu dauðir, enda koma flest líkin fyrir læknissjónir. Mér verður hugsað til Máranna í Casablanca, sem fannst það óþarfa slettirekuskapur af hvíta manninum að vilja forvitnast um hvort ekki leyndist líf með líkinu, sem þeir voru að færa til greftrunar og voru búnir að greiða fyrir tilskilin gjöld. Læknirinn úrskurðaði hann dauðan, sögðu þeir og þá var hann auðvitað dauður og átti að jarðsetjast.“ (21)

Þessi dánarvottorðságreiningur varð ekki til að spilla vinskap Árna og prestsins. Þeir voru miklir vinir öll árin sem þeir störfuðu saman á Vopnafirði. Árni var mikill söngmaður og mætti við hverja messu og söng með kirkjukórnum. Hversu trúaður hann var veit ég ekki.

Illt var til ráða ef Árni veiktist eða meiddist sjálfur. Til einskis var þá að leita nema Aagotar því ætíð var hörgull á hjúkrunarkonum og enginn annar læknir nálægur. Einhverju sinni fékk Árni ígerð í lófa og risti Aagot í hann því ekki lét Árni sér detta í hug að hrekja lækni úr næsta héraði svo langa og erfiða leið. 

Um þriggja ára skeið var Árni illa haldinn af ristilkveisu sem einkum gerði vart við sig eftir ferðalög á höstum hestum. Við þetta bættust svo einkenni frá maga og loks áköf gallkveisa. Við rannsókn í Reykjavík kom í ljós að rúmlega hnefastór, kalkaður, lifrarsullur var samvaxinn við gallblöðru, ristil og skeifugörn. Árni lagðist inn á Landspítalann og var skorinn upp í júlí 1939. (sbr. Á.V.: Ársskýrsla Vopn. 1939: 3). Árni hafði lengi veigrað sér við því að leita læknis, heldur hélt sér gangandi á ströngum matarkúr. Þótti heimilisfólkinu erfitt að horfa upp á lækninn lifa á slíkri sultarfæðu er aðrir sátu að fínum mat. En sérhlífni var nokkuð sem Árni þekkti ekki og ekki lágu aðstoðarlæknar á lausu. 

Það hafði lengi verið Árna áhyggjuefni að komast ekki að heiman til að lyfta sér upp, skrafa við starfsbræður og kynnast nýjungum á sviði læknisfræðinnar. Heimilisástæður, erfiðleikar á því að fá aðstoðarlækni, fjárskortur o.fl. ollu því að honum var óhægur heimangangur. En upp úr þessum langvarandi veikindum lét hann til skarar skríða og kom sér í gistivist á Landspítalann um skeið og fylgdist með störfum hand- og lyflækningadeildar, kynntist starfsbræðrum og vinnubrögðum þeirra. Veikindi gerðu honum þó erfitt fyrir og rúmfastur var hann í rúman mánuð. (sbr. Á.V.: Ársskýrslu Vopn. 1934: 11)

Í lok ársins 1959 sagði Árni starfi sínu lausu sem héraðslæknir á Vopnafirði. Þau hjónin fluttust þá til Reykjavíkur og settust að í Barmahlíð 21. Árni starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins í Reykjavík, við endurskoðun og skýrslugerð, auk þess sem hann leysti lækna af úti á landsbyggðinni. 

Barmahlíðin varð heimili afa og ömmu, yngstu meðlimir fjölskyldunnar voru ekki síst tíðir gestir, og eru enn, auk allra þeirra skyldmenna og vina sem koma í heimsókn. Árni hafði ætíð mikið uppáhald á börnum og hafði unun af að fylgjast með þroska þeirra. Börnin héldu engu minna upp á afa og drógust að honum eins og segull. Í Barmahlíðina er gott að koma og þar er aldrei gestalaust frekar en í læknishúsinu á Vopnafirði. Árni var og Aagot er ekki síður jákvæð persóna sem viðurkennir breytingar kynslóðanna og tekur þátt í áhugamálum og breyttum skoðunum ungu kynslóðarinnar sem tekur við. 

Sín síðustu ár átti Árni við veikindi að stríða sem enduðu með sjúkrahúsvist á Landspítalanum. Ánægður og saddur lífdaga og að eigin ósk gekk hann á vit feðra sinna 9. apríl 1977. Bálför hans fór fram frá Háteigskirkju 15. sama mánaðar. 

EFTIRMÁLI

Svona ritgerð hlýtur að verða hrós um þann sem skrifað er. Ekki síst vegna þess að Árni Vilhjálmsson var afi minn og mínir helstu heimildarmenn voru honum nátengdir. En þrátt fyrir það held ég að hann eigi þetta hrós skilið og vandfundinn sá maður sem gæti hallmælt honum.

Læknisfjölskyldan var betur stæð en margar aðrar á árunum á Vopnafirði. En Árni og Aagot miðluðu af sínu og voru þakklát fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta rétt fram hjálparhönd.

Í hinu fjölbreytta starfi sínu hlaut Árni að kynnast fólkinu í kringum sig nokkuð náið. Allir þekktu Árna lækni en fáir þó inn að beini. Árni var dulur að eðlisfari og ekki gefinn fyrir að opna hug sinn fyrir hverjum sem var. Þetta hefur gert mér erfiðara fyrir að afla mér góðrar lýsingar á Árna. Allir virðast hafa dáð hann og virt en þó úr nokkurri fjarlægð.

Ég finn þessa sömu tilfinningu þegar ég hugsa til hinna stuttu kynna okkar afa. Í byrjun voru það endalausar Búkollusögur og ævintýri, „köttur út í mýri setti upp á sér stýri“ og vísan, „buxur, vesti, brók, og skó“ sem heilluðu mig á afa hnjám, og það að afi skyldi kunna að prjóna eins og amma. Síðar vaknaði forvitni mín á manninum sjálfum eftir að hafa heyrt Vopnafjarðarsögurnar hjá ömmu og pabba en ég varð of sein og fékk aldrei að heyra þær af afa vörum. Er ég stækkaði fór ég að bera mikla virðingu fyrir gamla manninum með prjónana, en mest langaði mig þó að setjast í fang hans og heyra söguna af Búkollu einu sinni enn.

Eftir að hafa lesið skýrslur afa, finnst mér ég þekkja hann betur en áður. Stundum er eins og hann gleymi sér. Skoðanir hans á umhverfinu og lífinu í kring detta á pappírinn eins og hann sé að rabba við sjálfan sig fremur en að skrifa skýrslu til landlæknis. Þess vegna valdi ég þá aðferð að vitna nokkrum sinnum í hans eigin orð, ef þau mættu lýsa honum best. 

TILVITNANASKRÁ

 1. Þorsteinn Matthíasson: Leifturmyndir frá læknadögum: 13
 2. Sama heimild: 14
 3. Sama heimild: 15
 4. Sama heimild: 16
 5. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1953: 1
 6. Þorsteinn Matthíasson: Leifturmyndir frá læknadögum: 29
 7. Sama heimild: 22
 8. Sveinn Benediktsson: Morgunblaðið 19. apríl 1977: 38
 9. Friðrik Sigurjónsson: Morgunblaðið 19. Apríl 1977: 31
 10. Sama heimild: 31
 11. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1934: 4
 12. Þorsteinn Matthíasson: Leifturmyndir frá læknadögum: 27
 13. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1927: 7
 14. Sama heimild: 9
 15. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1928: 8
 16. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1956: 3
 17. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1949: 3 og 4
 18. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1948: 3
 19. Sveinn Benediktsson: Morgunblaðið 19. apríl 1977: 38
 20. Sveinn Benediktsson: Morgunblaðið 19. apríl 1977: 38
 21. Árni Vilhjálmsson: Ársskýrsla 1954: 2

SKAMMSTAFANIR

Þ.M.    Þorsteinn Matthíasson

L.F.L.    Leifturmyndir frá læknadögum

L.B.    Lárus Blöndal

V.J.    Vilmundur Jónsson

L.Á.Í.    Læknar á Íslandi

Á.V.    Árni Vilhjálmsson