Tante Olga skrifar Aagot 1921

1921 – Tante Olga

Stavanger 2.febrúar ´21

Kjære Aagot!

Nei nu har jeg saa længe ventet at Du skulde  trine ind og hilse paa os, uden at Du viser Dig, at nu maa jeg da tage til at skrive lidt til Dig.  Ikke har vi takket for de nydelige blonder til jul og ikke har jeg takket for hilsenen til min födsels, bara fordi jeg trodde hver dag at Du skulde komme!  Hvor blir Du af?  Tænker Du helt at slaa Dig til i Haugesund kanske?  Du maa nu have saa mange tak for baade julegave og födselsdagshilsen, jeg har rettelig modtaget begge dele i sin tid. 

Hvad tænker Du nu egentlig paa?  Jeg synes det var saa gjildt da jeg i höst traf onkel Hans, som fortalte at de glædet sig alle til að Du skulde komme til dem over nytaar.  Det synes jeg ogsaa var saa gjilt, for de er jo unge folk og kommer sammen med unge, saa der faar Du det jo ganske anderledes livlig end hos os to gamle tanter.  Vi er gamle og stilfærdige og for en ungdom vil her nok bli kjedelig i længden.  Og tante Elisa er jo saa skröbelig, taaler ingen ting over det daglige, saa det er vist bedst, at vi gamle holder os for os selv, men det skal bli svært gjilt at have Dig gaaende her og kigge indom til os og ligeledes at Du slaar Dig til so her, naar Du har en anledning .  

Vi ser ikke meget til de 2 andre niecer.  De er saa optaget hver paa sin kant hele dagen og saa hender det nok desværre at en af dem kommer en aften, hvor vi netop ikke er hjemme, og det gaar ikke ofte paa.  Tænker Du noget paa at reise hjem til Island?  Hvordan er det?  Har mama ikke piger nu?  

Jeg havde et brev fra Valborg her over nytaar, hun havde det godt og var fornöiet med sin post, önsket bare at gagen var lidt bedre, og det er jo rimelig.  Det er jo kjedelig at hun maa have hjælp hjemmefra.  Hun synes, som rimelig er, at naar pappa har kostet paa hende saa meget, saa vilde hun nu gjerne klare sig selv, og forhaabentlig maa det snart bli bedre for hende, hvis firmaet er fornöiet med hende, saa maa de vel gi hende saa meget at hun kan leve deraf.

Ja ja, dette skulde nu bare være et livstegn idag, saa Du ser at jeg har modtaget Din gave og hilsen og saa haaber jeg at vi nu snart ser Dig her. 

Hörer Du nogt hjemmefra eller ved Du om nogen leilighed vi kan skrive med?  Lev vel da og vær kjærlig hilset fra tante Elisa og velkommen snart – til Din hengivne tante Olga.

Ættin á Jelsa

Um frændfólkið í Stavanger

Jelsa-ættin:

Sama ættin hefur búið á Jelsa frá því um 1700. Björn 1. Larsson Jelsa, og síðan alltaf Lars og Björn til skiptis.  Við byrjum á þeim 3.:

Björn 3. Larsson Jelsa 1822-1915 – kona hans Mette Dorthie Kristine Meidell 1825-1890

Meðal barna þeirra voru:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa 1851-1938 og

Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 1854-1914 (langamma mín).  Hún giftist Orm Hansson Överland 1850-1899 og átti með honum fjögur börn:

  1. Martha Ormsdtr Överland 1875 – 4.  Karin Elisa Ormsdtr. Överland 1880 –
  1. Kristine Ormsdtr Överland 1876-1930, sem giftist Rolf Johansen 1874-1950 (amma mín og afi)
  1. Hans Ormsson Överland 1878-1962, kona hans Christiane Sigfredia Hagen 1888 (kölluð Sigfrid)  

Börn þeirra voru Erna, Ruth (g. Per Thomsen), Hjelm, Kjell (ekkja hans er Sigrun), Arne 1922, sá eini sem er enn á lífi, og kona hans Marit f. 1931.

Tengslin við Gausel-fjölskylduna eru þá svona:

Hjónin: Orm Överland – (Dorthea) Kathrine Björnsd.Jelsa

Kristine (Kitty) Överland Johansen  ( systkin)    Hans Överland

Aagot Johansen (Vilhjálmsson)            Arne Överland

Aagot Árnadóttir                     Kari Thomsen og Hanne 

                            Thomsen (dætur Ruth)

Anna Guðný Guðmundsdóttir             Sigrun Tara Överland (sonardóttir 

                            Kjell og Sigrun)

Tengslin við Jelsa-fjölskylduna:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa  1851-1938(systk.)Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 

                            1854-1914

Björn 4. Larsson Jelsa 1888-1971            Kristine Ormsdtr. Överland 

                            Johansen

Laurensa, Lars 4., Berit og Kari             Aagot Vilhjálmsson

Björg, Sissel, Mari og öll sú kynslóð         Aagot Árnadóttir

Inger-Johanne Bergslien og Kjeld Ånestad eru systkin, ég er ekki viss um skyldleikann, en móðir þeirra var áreiðanlega Överland.  Það er samt eitthvað lengra aftur.

Svo eru hér praktískar upplýsingar:

Inger-Johanne Bergslien,

Henrik Steffensgt. 20, 4008 Stavanger

Tel. 47-515-32774 – mobil: 47-481-9300

ingerjob@online.no   

Kjell Ånested og Kari

Anne Grimdalensveg 4A

4300 Sandnes

Kari Thomsen og Einar Myklebust

Gauselvågen 74

4032 Stavanger

Tel. 47-515-76162, mobil: 47- 906-00297

kathoms@online.no   

Hanne Thomsen og Odd Skontorp

Gauselv. 80

4032 Stavanger

Arne Överland og Marit Risbö

Gauselkneiken 43

4032 Stavanger

Sigrun Överland

Alvasteinv. 20

4040 Madla (gamalt heimilisfang)

Jelsa-fjölskyldan:

Lars Jelsa og Torunn búa á Jelsa, 4190

Laurentse Jelsa Wigestrand – Tulla –

Furuneset på Jelsa

4190

Berit Jelsa Skjefrås

beskjefr@frisurf.no   

Risbakken 4

4380 Hauge I Dalane

Mari Skjefrås, elsta dóttir hennar, er leikskólastjóri í Tananger, Sola-hverfinu í Stavanger.

mari_skjefraas@msn.com   

Björg Vigestrand (dóttir Tullu)

wigebjor@online.no   

Södrefjeldvegen 5A

4310 Hummersåk

Ávarp Aagotar Árnadóttur, flutt í sjötugsafmæli hennar 2005

Minningarorð um móður mína.

Góðir gestir!

Mig langar til að minnast móður minnar, ættmóður svo margra sem hér eru staddir

í kvöld, en hún hefði orðið 105 ára í gær.  Hún fæddi mig sem sagt á 35 ára afmælisdegi sínum, áttunda barnið sitt – og takið eftir, hún eignaðist þrjú til viðbótar!

Þegar hún lést, 95 ára gömul, voru afkomendur hennar um 110; nú eru þeir líklega nálægt 140.

Aagot Johansen fæddist 7. apríl árið 1900 og var elst af níu börnum foreldra sinna.

Kitty og Rolf Johansen voru bæði norsk að uppruna, en fluttust til Íslands á unga aldri og kynntust hér.  Bjuggu þau lengst af á Reyðarfirði, þar sem Rolf var umsvifamikill athafnamaður, og þar ólst móðir mín upp.  Þau hjónin létu sig varða flest það sem til framfara horfði í sveitarfélaginu og voru vel metin; má þar vísa til Sögu Reyðarfjarðar 1883-2003 eftir Guðmund Magnússon, sem kom út árið 2003.

Móðir mín gekk í unglingaskóla á Seyðisfirði og síðan Gagnfræðaskóla Akureyrar.  Hún kynntist þar mörgum ungmennum, sem síðar áttu eftir að láta til sín taka á ýmsum vettvangi.  Hún minntist skólagöngunnar og félaganna með mikilli ánægju og rækti vináttu við sum þeirra alla tíð.  

Hún giftist Árna Vilhjálmssyni 3. júní 1920, en hann hafði þá nýlokið kandídatsprófi í Reykjavík, og síðan héldu þau til Bergen í Noregi, þar sem hann hóf framhaldsnám. 

Hún kom heim sumarið 1921 og fæddi fyrsta barn þeirra, Snorra, á Reyðarfirði hjá foreldrum sínum, en Árni hélt áfram námi, m.a. hjá þekktum fæðingarlækni í Oslo.  Þegar hann kom heim vorið 1922 var ekki kostur á fastri stöðu fyrir lækninn unga; hann var því í afleysingum á ýmsum stöðum, oftast stuttan tíma á hverjum stað, svo þau settust ekki að fyrr en sumarið 1924, að héraðslæknisstaða á Vopnafirði losnaði.  Eftir það var ekki hugsað til flutnings, fyrr en faðir minn hætti störfum um áramótin 1959-60; það var sem sagt á Vopnafirði sem þau unnu sitt ævistarf.

Ég ætla ekki að fjölyrða um læknisstörf föður míns eða annað sem hann hafði afskipti af, svo sem sveitarstjórnarmál og fleira; heldur ekki um húsmóðurstörfin í læknishúsinu, þar sem jafnan var margt í heimili og mikill gestagangur, auk þess sem mamma var iðulega “aðstoðarlæknir” föður míns, þegar með þurfti.  

Ég ætla að bregða upp mynd af félagsmálastarfi hennar, og þá fyrst og fremst kvenfélaginu.  Það vill svo skemmtilega til, að vinkona mín, Ásta Ólafsdóttir, sem lengi hefur starfað í Kvenfélagi Vopnafjarðar, stóð fyrir því að láta ljósrita fundargerðir kvenfélagsins og senda móður minni á níræðisafmæli hennar – með kveðju frá félaginu.  Þar er rakin starfsemi félagsins frá 1924-1960 eða þann tíma sem foreldrar mínir bjuggu á Vopnafirði.  Þessi gögn segja mikla sögu um dugnað og framfarahug – og ekki síður um kringumstæður fólks á þessum árum.

Byrjum á aðalfundi félagsins 30. október 1924: “17 konur mættu; 1 kona gekk í félagið, Aagot Vilhjálmsson”.  Síðan er kosin stjórn og annað sem tilheyrir á aðalfundi, en að því loknu er aðalmálið að halda samkomu 1. des., og er kosið í skemmtinefnd. 

Á næstu fundum er rætt um jólatrésskemmtun fyrir börn, auk þess sem ágóðanum af síðustu samkomu er varið til að gleðja fátæka fyrir jólin; yfirleitt snýst umræðan allan tímann um að afla fjár og að veita úr þeim litla sjóði sem félagið hefur til ráðstöfunar hverju sinni.

Á hverjum fundi kemur fram tillaga um að styrkja einhvern – vegna veikinda, fátæktar, brunatjóns, einhver þarf að leita læknis í Reykjavík, annar er sendur norður í Kristnes, – og svo mætti áfram telja, og alltaf er reynt að bregðast við.  Hér vitna ég beint í fundargerð frá 3. áratugnum: “Tillaga kom um að gleðja E.J. , samþykkt af öllum að gefa henni 40 krónur; einnig talað um að gleðja fátæka fyrir jólin eins og vant er.  Stjórninni falið að skipta 100 krónum milli einhverra af þeim, en erfiðar kringumstæður hefðu fleiri.” 

Og önnur tilvitnun, 15 árum síðar: “Formaður kom með þá uppástungu hvort félagið sæi sér ekki fært að gefa V.K. eitthvað af fatnaði, og var það samþykkt.  A.M. kom með þá tillögu að félagið gæfi B.S. einhverjar krónur, og var samþykkt að gefa henni 100 kr.  Einnig V.J. 100 kr.  Þessar þrjár konur hafa allar verið veikar að undanförnu og ástæður þeirra að ýmsu leyti erfiðar.”

————

  1. febr. 1925 er rætt um hugsanlega fjáröflun, ein stingur upp á grímuballi, en Aagot ber fram tillögu um að sýna leikrit, og nefnir Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur.  Þetta var nýtt verk, kom út 1923; ef til vill hefur hún frétt af því eða jafnvel séð það annarsstaðar. Því var vel tekið og leikritið keypt og lesið upp og þótti gott.  Á fundi í marsbyrjun voru 18 konur – ég vitna beint í fundargerðina:  “eigi annað til umræðu en taka ákvarðanir með leikinn, og þar eð konur sem mættu voru samhuga um það og einnig að það væri gjört af eigin kröftum, þar eð leikendur fengust allir með góðu, var ákveðið að byrja æfingar”.  Þar kemur reyndar fram að leiktjöldin séu illa farin og þarfnist lagfæringar, einnig þurfi að panta kol frá Seyðisfirði, en skip væntanlegt í næstu viku.  Þá tóku nokkrar konur að sér að baka vegna kaffisölu og ræsta Miklagarð, fenginn dyravörður og harmonikkuleikari. Ákveðinn var inngangseyrir: ein króna og tíu aurar fyrir fullorðna, 50 aurar fyrir börn. Og þarna var ekki slórað  –  því leikritið var frumsýnt 15. mars og önnur sýning 
  2. mars.  

Á næsta fundi leggur Aagot til að hafa eina sýningu enn og er það samþykkt, einnig að verja ágóðanum til styrktar tveim tilteknum heimilum í héraðinu. Þess má geta að tekjur af þessari samkomu voru 72 krónur og 64 aurar. 

Árið 1926 vekur Aagot aftur máls á því að setja upp leikrit og er kosin nefnd í málið.

Á aðalfundi er hún kosin gjaldkeri félagsins og gegndi hún því starfi næstum óslitið allan þann tíma sem hún var á Vopnafirði.   Um þessar mundir, eða 12. febrúar 1926 er félagið 20 ára, og er haldin samkoma af því tilefni; þar eru leiknir stuttir leikþættir, fyrirlestur, upplestur, dans – og seldar veitingar.  Þá er samþykkt að veita 100 kr. til Miklagarðs, en félagið hafði haft afnot af húsinu án endurgjalds allan tímann, og skyldi peningunum varið til að mála Miklagarð.

Þá er einnig samþykkt að styrkja fyrirhugað kvennaheimili í Reykjavík um 100 kr. 

Þess má geta að félagsgjaldið var 1 króna á ári, og var óbreytt í mörg ár.

Næsta vetur er enn ráðgert að leika einhverja stutta leikþætti ásamt öðrum  skemmti-atriðum, en vegna kolaleysis reyndist ekki hægt að setja upp leikrit.  Það var dýrt að kynda gamla Miklagarð.  Samkoman var þó haldin, með fyrirlestri, tombólu og fleiru.

Veturinn 1927-28 eru mörg mál á dagskrá á sameiginlegum fundi allra deildanna, en þá störfuðu Hofsdeild og Fjalladeild, auk Vopnafjarðardeildar.

Félagið hafði eignast og rekið spunavél sem konur höfðu aðgang að og hefur vafalaust komið sér vel.  “Alls voru spunnar 418 hespur.  Skuldlaus eign Spunavjelarsjóðs var 116.69 kr. … Kosin nefnd til að annast allt sem vjelinni við kæmi á næsta ári. “

Spunavélin kemur mikið við sögu í fundargerðunum, en hún var notuð í mörg ár. 

Þá kom fram tillaga um að kvenfélagið beitti sér fyrir því að útvega hjúkrunarkonu til starfa í héraðinu, og tæki þátt í kostnaði af því á móti hreppnum.  Sýndu konurnar þessu máli mikinn áhuga og var unnið að því áfram; sérstök samkoma var haldin til að styrkja þetta verkefni og lofaði kvenfélagið að greiða laun hjúkrunarkonu að hálfu á móti hreppnum.  Hjúkrunarkonan kom til starfa haustið 1928 og var til hausts 1929, en ekki er mér kunnugt hvort áframhald var á þessu. 

Svona mætti áfram telja – þessum konum var ekkert óviðkomandi, og til þeirra var leitað með hvers konar framfaramál.  Má þar nefna bókasafnið, byggingu samkomuhúss að Hofi, að prýða kirkjuna og umhverfi hennar og miklu fleira.

Það var því stöðug þörf fyrir tekjur – og til gamans má tíunda úr reikningum ársins 1928, að tekjur voru 554 krónur og tekjuafgangur 115.73.  Þá voru í sjóði um áramót 1517 krónur og 77 aurar, vextir á árinu 69.21.

En þær voru rausnarlegar, kvenfélagskonurnar, því árið 1931 hafa þær spurnir af því að Vopnafjarðarhreppur muni þurfa að taka lán, enda voru erfiðir tímar; þær ákváðu því að lána hreppnum 500 krónur!

Á næstu árum var frekar dauft yfir félaginu, litlar tekjur enda áttu allir erfitt; árið 1934 er fundur í desember og þar kemur fram að ekki séu tök á að verða við beiðnum um jólaglaðning.  Eins er óljóst hvort hægt verði að halda jólatrésskemmtun, þar sem skarlatssótt geisaði í héraðinu. Aftur haldinn fundur 4. jan.  – þá er rætt um barnaskemmtun og ákveðið að fresta henni þangað til Lagarfoss væri búinn að koma, vegna vöruleysis!

Skemmtunin var loks haldin og tókst vel –110 börn mættu, og aðeins 5 sem ekki gátu komið!

En það var sama á hverju gekk, alltaf vildi Aagot láta leika, og alltaf  – eða hérumbil alltaf var hún formaður skemmtinefndar, og næstum á hverju ári var einhver leiksýning, stundum leiknir stuttir þættir með öðrum atriðum.  Að loknum fundarstörfum sátu þær við handavinnu, en ein las upphátt, – og oft las Aagot leikrit –

til að kanna undirtektir!  Stundum gat hún útvegað leikrit frá Seyðisfirði, og einhvern veginn tókst þeim oftast að koma þessu í framkvæmd.  Þegar Bandalag íslenskra leikfélaga kom til sögunnar, gerðist kvenfélagið félagi þar og fékk þar með aðgang að leikritaskrá og gat pantað handrit þaðan.

Svo fór að rætast úr – og í desember árið 1940 var leikritið Sigríður Eyjafjarðarsól sýnt í Miklagarði. Það held ég hafi verið fyrsta leikritið sem ég sá – mér fannst það mjög spennandi og ég man enn eftir Veru Maack, hvað hún var glæsileg!

Það kemur svo sem hvergi fram, að frú Aagot hafi leikið sjálf, en einhvern veginn held ég hún hljóti að hafa gert það oft og iðulega, eins og hún hafði brennandi  áhuga á leiklistinni, – og ég vildi óska að ég ætti minningu um hana á sviði.

Á næstu árum tóku þær upp á ýmsum nýjungum, til dæmis var þá farið að halda saumanámskeið og matreiðslunámskeið; keypt var prjónavél til afnota fyrir félagskonur – og fleira má nefna:

Félagið gerðist aðili að Sambandi austfirskra kvenna, og síðar Kvenfélaga-sambandinu; fór móðir mín fyrstu árin sem fulltrúi félagsins á fundi hjá þessum samtökum.  Sagði hún þá ferðasöguna og greindi frá fundunum á næsta fundi kvenfélagsins.  Loks var hún svo heppin að árið 1950 var henni boðið að fara til Noregs sem einn af fulltrúum Íslands á norrænt kvennaþing; það var mikið ævintýri og skrifaði hún langt og skemmtilegt erindi um þessa ferð og þingið. 

Þessi samantekt er hvorki ítarleg né samfelld, en mig langaði til að gefa ykkur mynd 

af móður minni frá þessum tíma, sem enginn þekkir lengur nema elstu systur mínar – mynd af konu sem var alltaf tilbúin að leggja samfélaginu lið, – og hafði lag á því að skemmta sér við það líka!  Ég vil minnast hennar sem hinnar góðviljuðu og elskulegu konu, sem gerði gott úr öllu og gerði alltaf glatt í kringum sig!

Við skulum skála fyrir henni og syngja síðan Hríslan og lækurinn eftir Inga T. Lárusson; hann var kennari við unglingaskólann á Seyðisfirði, þegar hún var þar nemandi, og henni þótti afar vænt um lögin hans.

Ávarp Sigrúnar Árnadóttur í sjötugsafmæli Aagotar Árnadóttur 2005

Sigrún Árnadóttir:

Kæru afmælisbörn, góðir hátíðargestir.

Ævintýrin eru ofarlega á baugi þessa dagana og núna langar mig til að segja ykkur svolítið ævintýri.

  1. apríl árið 1935 var undarlegur dagur í Læknishúsinu á Vopnafirði.

Áður en hann rann upp var búið að þrífa húsið í hólf og gólf, það var búið að bóna gólfin og fægja silfrið, það var búið að taka vel til í pabbastofu, kabínettinu og borðstofunni og það var búið að baka smákökur, formkökur og tertubotna, að ógleymdum kramarhúsum sem voru sérgrein mömmu, og það var búið að nurla saman drjúgum slump af rjóma til að þeyta.

Þetta var nefnilega 35 ára afmælisdagurinn hennar mömmu og slíkri selskapsmanneskju sem hún var datt ekki annað í hug en að gera sér og sínum dagamun og bjóða líka til sín gestum, enda þótt hún væri orðin talsvert digur og dálítið þungstíg.

Þegar búið var að borða hádegismatinn (sem í þá daga var heita máltiðin) og ganga frá eftir hann var farið að leggja á kaffiborðið.  Það var dreginn upp fallegur, stór dúkur með fínasta útsaumi húsfreyjunnar, tekið fram sparistellið með bleika rósamunstrinu, en því tilheyrði bæði súkkulaðikanna með breiðum og stuttum stút og kaffikanna með löngum og mjóum stút.  Það voru sóttar misstóru silfurskálarnar þrjár með glerskálum innan í sem mamma fékk í brúðargjöf og stóra, kristalskorna, rauða tertufatið.  Að ekki sé minnst á alblómstraða, bláa kökufatið frá Sigrúnu Lyttik.  Og ekki sómdu þær sér nú illa á undirskálabörmunum grönnu fínu silfurskeiðarnar með þremur munsturbekkjum þvert yfir skaftið.

Þegar búið var að leggja á borð var byrjað að þeyta rjómann.  Og þá var nú gott að tveir gátu skipst á því þetta var ekkert áhlaupaverk, enda þótt nú væri kominn ágætur hjólaþeytari (auðvitað ekki rafknúinn) í staðinn fyrir gamla pískarann.  Svo voru kökuskálar fylltar, rjómatertan sett saman og sprautað í kramarhúsin.  Að því loknu var farið að líða að kaffitíma og mál til komið að huga að súkkulaðhitun og að setja upp kaffivatn.

Og nú birtust vinkonurnar ein af annarri, allar sallafínar í upphlut eða peysufötum.  Það var hún Dúdda í Dúdduhúsi (sem hét nú strangt tekið Kirkjuból), og hún var svo mild og fumlaus í fasi, og svo var það Anna í Skólanum, þétt á velli og frekar alvörugefin á svip (enda engin furða því hún átti átta stráka), og það var hún Elínborg í Baldursheimi, mjóslegin og örlítið þóttafull um nefbroddinn, og hún Þórdís, fallega, brúneyga frúin sem bjó í Glæsibæ og kunni bæði að yrkja vísur og spila á orgel, og það var hún Ásrún í Kaupfélaginu, svo feit og sælleg og síkát og hafsjór af sögum og svo hún Villa á Sólbakka, sem alltaf var teinrétt og tilhaldssöm þó hún byggi bara í einu herbergi með henni Ídu fósturdóttur sinni og hefði lífsviðurværi af tilfallandi saumaskap, og síðast kom hún Margrét í Gunnlaugshúsi (sem hét reyndar Vegamót), sem var mamma hennar Diddu Gunnlaugs.

Svo var sest að borðum og það var drukkið súkkulaði með fluðurskúmi og kjamsað á ótal kökusortum, og það var margt skrafað og mikið hlegið, og svo var hellt aftur í bollana og sagðar fáeinar sögur í viðbót og á endanum var röðin komin að kaffinu – en það var náttúrlega ekki fyrr en búið var að skipta um bolla.

En þar kom samt að lokum að afmælisveislan endaði og frúrnar fóru að tygja sig til heimferðar.  Ég var eitthvað að sniglast frammi í forstofu þegar þær voru að setja á sig sjölin, Ásrún og Þórdís.  Og ég heyrði að Ásrún sagði:  „Ég skil nú ekkert í henni Aagot að vera að leggja það á sig að bjóða okkur eins og ástatt er fyrir henni.“  Og Þórdís svaraði um hæl:  „Æ, það er nú bara alltaf svo gaman!“  Síðan fóru þær.

Nú var liðið að matartíma og farið að sækja mat ofan í kjallara og undirbúa kvöldverðinn.  Um sama leyti sá ég mömmu ganga upp stigann sem lá upp á loft og ég heyrði að hún stundi þungt í hverri tröppu.  Og nú gerðust skyndilega margir hlutir samtímis.  Það var settur upp stærðar vatnspottur á stóru svörtu eldavélina og bætt duglega í eldinn.  Jón Grímsson var beðinn að sækja spýtur, kol og olíu svo hægt væri að kveikja í snatri upp í háa bronslita ofninum í litla austurherberginu fyrir framan hjónaherbergið en sá ofn var aldrei kyntur nema fyrir barnsfæðingar og jólabaðið.  Pabbi var frammi í apóteki að taka til áhöld sem hann lagði í suðubakka og setti fram á eldavél og einn krakkinn var sendur eftir Dúddu sem kom von bráðar og var nú búin að klæða sig úr upphlutnum og komin í hvítan slopp.

Svo löbbuðu Dúdda og pabbi saman upp á loft með alls konar dót í höndunum en okkur krökkunum var skipað að vera ekki með nein ólæti og ef við vildum fara upp á loft mættum við hvergi vera nema í framherberginu þar sem strákarnir sváfu eða þá inni í rúllukompu.

Þetta fór að verða býsna spennandi og ekki minnkaði eftirvæntingin þegar ýmsar kunnuglegar lyktir, svo sem af spritti, joði og lýsóli, fóru að berast um allt hús.  Við eigruðum óróleg um stofurnar og stukkum fram í stiga annað slagið til að  hlera eftir annarlegum hljóðum ofan af lofti.  Þau ágerðust jafnt og þétt eftir því sem á kvöldið leið þar til loks að eitt yfirgnæfði öll hin sem á undan voru komin.  Svo datt skyndilega allt í dúnalogn en rétt á eftir mátti greina daufan og ósköp veimiltítulegan grát.  Mömmu hafði tekist, áður en afmælisdagurinn var á enda, að skenkja sjálf dýrmætustu afmælisgjöfina, áttunda krógann í krakkaskarann í Læknishúsinu.

Nú reyndi á þolinmæðina að halda sér í skefjum þangað til við fengjum að fara og skoða.  Okkur fannst óratími líða en vissum af reynslunni að margt þurfti að gera áður en sængurkonan væri komin þvegin og greidd í tandurhrein rúmföt og nýfædda barnið laugað og reifað í vögguna.

En loks kom að því.  Við tipluðum stillt og varlega að vöggunni og gægðumst niður í hana.  Og þarna lá hún, litla nýfædda stelpan, því lítil var hún, tæpar fjórtán merkur, í samanburði við 20 marka hlunkinn hann Vilhjálm sem fæddist næst á undan henni.  Og hún var svo falleg og fín og nett og húðin á henni var svo þunn og gegnsæ að manni fannst næstum að hún þyrfti að sofa í svanadúni.

Nýfædda hnátan var látin heita Aagot af því hún var nú afmælisgjöfin hennar mömmu og hún fékk í vöggugjöf marga af ágætum eiginleikum hennar, meðal annars hirðusemi um ætt og afkomendur sem skilar sér í óbrigðulli skráningu á stórfjölskyldunni, sem ýmsir njóta góðs af.

Og litla fíngerða stelpan óx úr grasi innan um uppivöðslusama stráka og ráðríkar stelpur og varð með tímanum stór og stælt, sótti sér menntun til munns og handa og hafði brátt í fullu tré við lífið og tilveruna.

Og hún giftist honum Guðmundi og þau áttu börn og buru og búa saman enn.

Og nú er hún orðin sjötug og við segjum gaman, gaman, og bjóðum hana innilega velkomna í öldungadeildina.

Köttur úti í mýri

setti upp á sér stýri,

úti er ævintýri.