Tante Olga skrifar Aagot 1921

1921 – Tante Olga

Stavanger 2.febrúar ´21

Kjære Aagot!

Nei nu har jeg saa længe ventet at Du skulde  trine ind og hilse paa os, uden at Du viser Dig, at nu maa jeg da tage til at skrive lidt til Dig.  Ikke har vi takket for de nydelige blonder til jul og ikke har jeg takket for hilsenen til min födsels, bara fordi jeg trodde hver dag at Du skulde komme!  Hvor blir Du af?  Tænker Du helt at slaa Dig til i Haugesund kanske?  Du maa nu have saa mange tak for baade julegave og födselsdagshilsen, jeg har rettelig modtaget begge dele i sin tid. 

Hvad tænker Du nu egentlig paa?  Jeg synes det var saa gjildt da jeg i höst traf onkel Hans, som fortalte at de glædet sig alle til að Du skulde komme til dem over nytaar.  Det synes jeg ogsaa var saa gjilt, for de er jo unge folk og kommer sammen med unge, saa der faar Du det jo ganske anderledes livlig end hos os to gamle tanter.  Vi er gamle og stilfærdige og for en ungdom vil her nok bli kjedelig i længden.  Og tante Elisa er jo saa skröbelig, taaler ingen ting over det daglige, saa det er vist bedst, at vi gamle holder os for os selv, men det skal bli svært gjilt at have Dig gaaende her og kigge indom til os og ligeledes at Du slaar Dig til so her, naar Du har en anledning .  

Vi ser ikke meget til de 2 andre niecer.  De er saa optaget hver paa sin kant hele dagen og saa hender det nok desværre at en af dem kommer en aften, hvor vi netop ikke er hjemme, og det gaar ikke ofte paa.  Tænker Du noget paa at reise hjem til Island?  Hvordan er det?  Har mama ikke piger nu?  

Jeg havde et brev fra Valborg her over nytaar, hun havde det godt og var fornöiet med sin post, önsket bare at gagen var lidt bedre, og det er jo rimelig.  Det er jo kjedelig at hun maa have hjælp hjemmefra.  Hun synes, som rimelig er, at naar pappa har kostet paa hende saa meget, saa vilde hun nu gjerne klare sig selv, og forhaabentlig maa det snart bli bedre for hende, hvis firmaet er fornöiet med hende, saa maa de vel gi hende saa meget at hun kan leve deraf.

Ja ja, dette skulde nu bare være et livstegn idag, saa Du ser at jeg har modtaget Din gave og hilsen og saa haaber jeg at vi nu snart ser Dig her. 

Hörer Du nogt hjemmefra eller ved Du om nogen leilighed vi kan skrive med?  Lev vel da og vær kjærlig hilset fra tante Elisa og velkommen snart – til Din hengivne tante Olga.

Ættin á Jelsa

Um frændfólkið í Stavanger

Jelsa-ættin:

Sama ættin hefur búið á Jelsa frá því um 1700. Björn 1. Larsson Jelsa, og síðan alltaf Lars og Björn til skiptis.  Við byrjum á þeim 3.:

Björn 3. Larsson Jelsa 1822-1915 – kona hans Mette Dorthie Kristine Meidell 1825-1890

Meðal barna þeirra voru:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa 1851-1938 og

Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 1854-1914 (langamma mín).  Hún giftist Orm Hansson Överland 1850-1899 og átti með honum fjögur börn:

  1. Martha Ormsdtr Överland 1875 – 4.  Karin Elisa Ormsdtr. Överland 1880 –
  1. Kristine Ormsdtr Överland 1876-1930, sem giftist Rolf Johansen 1874-1950 (amma mín og afi)
  1. Hans Ormsson Överland 1878-1962, kona hans Christiane Sigfredia Hagen 1888 (kölluð Sigfrid)  

Börn þeirra voru Erna, Ruth (g. Per Thomsen), Hjelm, Kjell (ekkja hans er Sigrun), Arne 1922, sá eini sem er enn á lífi, og kona hans Marit f. 1931.

Tengslin við Gausel-fjölskylduna eru þá svona:

Hjónin: Orm Överland – (Dorthea) Kathrine Björnsd.Jelsa

Kristine (Kitty) Överland Johansen  ( systkin)    Hans Överland

Aagot Johansen (Vilhjálmsson)            Arne Överland

Aagot Árnadóttir                     Kari Thomsen og Hanne 

                            Thomsen (dætur Ruth)

Anna Guðný Guðmundsdóttir             Sigrun Tara Överland (sonardóttir 

                            Kjell og Sigrun)

Tengslin við Jelsa-fjölskylduna:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa  1851-1938(systk.)Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 

                            1854-1914

Björn 4. Larsson Jelsa 1888-1971            Kristine Ormsdtr. Överland 

                            Johansen

Laurensa, Lars 4., Berit og Kari             Aagot Vilhjálmsson

Björg, Sissel, Mari og öll sú kynslóð         Aagot Árnadóttir

Inger-Johanne Bergslien og Kjeld Ånestad eru systkin, ég er ekki viss um skyldleikann, en móðir þeirra var áreiðanlega Överland.  Það er samt eitthvað lengra aftur.

Svo eru hér praktískar upplýsingar:

Inger-Johanne Bergslien,

Henrik Steffensgt. 20, 4008 Stavanger

Tel. 47-515-32774 – mobil: 47-481-9300

ingerjob@online.no   

Kjell Ånested og Kari

Anne Grimdalensveg 4A

4300 Sandnes

Kari Thomsen og Einar Myklebust

Gauselvågen 74

4032 Stavanger

Tel. 47-515-76162, mobil: 47- 906-00297

kathoms@online.no   

Hanne Thomsen og Odd Skontorp

Gauselv. 80

4032 Stavanger

Arne Överland og Marit Risbö

Gauselkneiken 43

4032 Stavanger

Sigrun Överland

Alvasteinv. 20

4040 Madla (gamalt heimilisfang)

Jelsa-fjölskyldan:

Lars Jelsa og Torunn búa á Jelsa, 4190

Laurentse Jelsa Wigestrand – Tulla –

Furuneset på Jelsa

4190

Berit Jelsa Skjefrås

beskjefr@frisurf.no   

Risbakken 4

4380 Hauge I Dalane

Mari Skjefrås, elsta dóttir hennar, er leikskólastjóri í Tananger, Sola-hverfinu í Stavanger.

mari_skjefraas@msn.com   

Björg Vigestrand (dóttir Tullu)

wigebjor@online.no   

Södrefjeldvegen 5A

4310 Hummersåk

Bónaparti

Árni Vilhjálmsson:

Bónaparti Napoleonsson

Í smásögusafni eftir Halldór Laxness skáld er meðal annarra sagna smásagan Bónaparti Napoleonsson, sem margir munu hafa lesið og kannast við.  Fyrirmynd skáldsins að sögupersónunni er mjög sérkennilegur maður, Finnbogi Finnsson, sem fæddur var að Hraunkoti í Sauðaneshreppi, og átti lengst af æfinnar heima í fæðingarsveit sinni, þegar frá eru talin nokkur ár, sem hann var á flakki innan lands og utan.  Af sveitungum sínum var hann jafnan nefndur Bóni prins, eða Bónaparti Napoleonsson.  Bónaparti Napóleonsson sá er varð til í heila Laxness er allt önnur og veigameiri persóna en fyrirmyndin, Finnbogi Finnsson frá Hraunkoti.

Finnboga Finnsson sá ég ekki fyr en einhverntíma eftir 1924, en þá var hann fyrir löngu kominn heim úr flakki sínu, og lifði rólegu og kyrrlátu lífi á gistihúsinu á Þórshöfn hjá Kristínu Jósefsdóttur frá Strandhöfn.

Þegar nú er farið eftir þjóðveginum norður Langanesstrandir til Þórshafnar liggur vegurinn ekki eins og áður var frá Finnafjarðará beint á hábungu Brekknaheiðar, heldur meðfram sjónum til Gunnólfsvíkur og síðan norður svo kallaðan Vatnadal, sem er lægð milli Gunnólfsvíkurfjalls og útenda Brekknaheiðar.  Þegar kemur norður undir miðja Brekknaheiðina eða tæplega það, má sjá enn, til vinstri handar skammt frá veginum, í dálitlum melhól, rústir eyðibýlis.  Þarna var Hraunkot, eitt af þessum örsmáu og fátæklegu heiðarbýlum.  Portbyggð baðstofa á að gizka 6×4 álnir og einhverjir smátorfkofar áfastir við hana.  Tún var ekkert, en engjar allgóðar niður undan kotinu í Vatnadalnum.

Á bernskuárum mínum bjó þar miðaldra kona, Kristín að nafni, ásamt uppkomnum syni, Finnboga Finnssyni.  Daufleg hlýtur vistin að hafa verið þarna í kotinu, enda undi Finnbogi illa hag sínum þar.  Sótti snemma á hann þunglyndi og hugsýki.  Þróuðust með honum ýmsar sjúklegar hugmyndir, sem síðan fylgdu honum allt til æfiloka.  Aðalinntak þeirra var það að hann væri tiginborinn maður, en ekki kotungssonur.  Sagðist honum sjálfum svo frá að hann væri franskur prins.  Hefðu frönsku keisarahjónin eitt sinn verið á skemtisiglingu á lystisnekkju sinni ásamt syni sínum, prinsinum Bonaparta.  Hefðu þau á þessari ferð sinni komið við á Skálum og gengið þar á land til að skoða sig um.  Var prinsinn að sjálfsögðu í för með þeim.  En nú skeði óhappið.  Út úr þokunni kom ein ferleg norn sem greip hinn unga prins og hvarf með hann inn í niðdimma þokuna, áður en keisarahjónin og fylgdarlið þeirra fengi nokkuð að gert.  Og nornin sem rændi prinsinum var engin önnur en Kristín í Hraunkoti.

Hugsýki Finnboga og sjúklegar hugmyndir hans um eðalborinn uppruna sinn, urðu til þess að hann lagði fæð, og jafnvel hatur, á kerlingu móður sína.  Fékk kerling ekkert við hann ráðið, og yfirgaf hann hana og Hraunkot að fullu og öllu.  Fyrst mun hann hafa dvalið á prestssetrinu Sauðanesi, en síðan komst hann á flakk og fór víða um.  Til Kaupmannahafnar komst hann, en hve lengi hann hefur dvalið þar er mér ekki kunnugt.  Hann var mjög hreykinn af þessari Kaupmannahafnarferð sinni, og sagði svo frá að hann hefði borðað hjá Danakóngi.  Þegar hann var spurður að því hvað hann hefði fengið að borða hjá kóngi, svaraði hann því til, að hann hefði fengið slátur og ýmislegt fleira.  Auk þess að borða með Danakonungi hlotnaðist honum sá heiður að fá að borða með Helga Englandskonungi á Raufarhöfn, en ekki heyrði ég þess getið hvaða matur hefði verið á borðum þar. 

Eftir margra ára útivist kom Finnbogi aftur til fæðingarsveitar sinnar.  Sennilegast virðist mér að hann hafi verið sendur heim, af því að hann hafi átt þar sveitfesti.  Sveitarstjórnin kom honum í fyrstu fyrir hjá bændum í sveitinni, en hann eirði illa í vistinni og var ófús til verka.  Einna lengst mun hann hafa dvalið á Eiði hjá Gunnlaugi Jónassyni bónda þar.  Að lokum var honum fengin vist á gistihúsinu á Þórshöfn, svo sem áður er frá sagt, og undi hann sér þar vel.

Bóni prins kom mér fyrir sjónir sem andlega bilaður vesalingur, fáskiptinn, óáleitinn og meinlaus.  Hann var alltaf hreinn og þokkalega til fara.  Prinstigninni gleymdi hann aldrei, eða virðuleik sínum, og viðhorf hans til manna fór mjög eftir því hvernig menn ávörpuðu hann.  Þannig dáði hann mjög síra Pál Jónsson á Svalbarði, sem sent hafði honum bréf með utanáskriftinni:  Herra prins Bónaparti Napóleonsson Þórshöfn.  Reikninga frá Örum og Wulfs verzlun vildi hann ekki kannast við af því að utanáskriftin var:  Finnbogi Finnsson Þórshöfn. 

Endalok Bóna prins urðu þau að hann týndist að vetrarlagi í hríðarveðri.  Fannst hann eigi hvernig sem leitað var.  Vorið eftir fannst lík hans inni á Brekknaheiði við smá stöðuvatn sem nefnt var Selvatn, og er rétt fyrir ofan fjallsbrúnina beint upp af Ytri-Brekkum, þar sem ég er fæddur og uppalinn.

Halldór Laxness lætur Bónaparta Napóleonsson verða úti á heimleið til Kristínar móður sinnar í Hraunkoti.  Sú hugdetta skáldsins er mjög snjöll, og jafnvel býsna sennileg.  Ef til vill hefur, er feigðin kallaði, álagahamur geðveilunnar fallið af honum.  Árin sem liðið höfðu frá því hann yfirgaf Hraunkot voru týnd og tröllum gefin, og nú var hann á heimleið til mömmu gömlu í Hraunkoti.  Að vísu er staðurinn, sem hann varð úti á ekki í línunni Þórshöfn-Hraunkot, en hafi verið hvöss norðaustanátt, sem líklegt er, gat hann hafa hrakist undan veðrinu og borið af réttri leið.

Eftir brottför Finnboga frá Hraunkoti bjó Kristín þar í nokkur ár alein.  Bústofninn var ein kýr og fáeinar kindur.  Heyjaði hún ein handa fénaði sínum, en hefur sjálfsagt fengið einhverja aðstoð hjá nágrönnunum.  Sveitarstjórnin mun einnig hafa litið til með henni og látið flytja til hennar hey og aðrar nauðsynjar.

Ég minnist þess t.d. að ég fékk eitt sinn að fara með Guðmundi bróður mínum, sem sendur var með hest og sleða út í Sauðanes til þess að færa kerlingu töðu handa kúnni.  Á Sauðanesi voru töðubaggar látnir á sleðann og fórum við síðan með ækið upp í Hraunkot og færðum kerlingu.  Hún tók okkur vel og vildi auðsjáanlega vel til okkar gera.  Man ég að hún bar fyrir okkur einhverskonar graut í allstórri skál og spæni með.  Mér virtist þetta samhræringur af baunum og skyrhræru og leitzt grautur sá heldur óhrjálegur, og vildi ekki éta hann.  En Guðmundur bróðir minn gerði honum nokkur skil fyrir kurteisis sakir.  Heldur fannst mér kerling fornfáleg og óvistlegt allt í kringum hana í baðstofukytrunni.

Það mun hafa verið sameiginlegt álit sveitarstjórnar og almennings að óviðkunnlegt og óviðurkvæmilegt væri að láta kerlingu hírast eina í kotinu langt frá öðrum bæjum.  Vildi sveitarstjórnin flytja hana til Þórshafnar, en kerling aftók og sat kyrr.

Að lokum kom þó að því að sveitarstjórnin ákvað að taka hana upp, og ákváðu yfirvöldin stefnudag til þess.  Faðir minn var beðinn að lána vinnumann með hest og sleða til fararinar, og fékk ég að fara með honum.  Þetta mun hafa verið á útmánuðum, og ágætt hestfæri var og sleðafæri.  Við héldum sem leið liggur að Hraunkoti.  Þangað kom einnig Oddur bóndi Bjarnason á Felli á Langanesströnd með hest og sleða, og svo komu lausríðandi Snæbjörn Arnljótsson verzlunarstjóri, oddviti hreppsins, og Jóhann Gunnlaugsson hreppsstjóri.  Þeir Snæbjörn og Jóhann fóru upp á baðstofuloftið til þess að semja við kerlingu, en við hinir héldum okkur undir palli á meðan.  Þar hafði kerling kúna og einhverjar kindur, sennilega hrút og gemlinga.  Ekki mun þeim höfðingjunum hafa þótt þefurinn þarna góður, því ég minnist þess að þeir reyktu ákaft báðir tveir.  Snæbjörn mun hafa setið á kassa eða kofforti, en Jóhann sat á mjög hrörlegum kjaftastól.  Var stólsetan ekki annað en nokkrir lélegir snærisspottar.  Allt í einu heyrðum við, sem niðri vorum, dynk mikinn.  Höfðu böndin í stólnum slitnað og Jóhann hreppsstjóri fallið endilangur í gólfið.  Hrósuðum við happi yfir því að hann skyldi þó ekki hafa komið ofan í gegnum sjálfan baðstofupallinn, sem var furðu hrörlegur. 

Að lokum, eftir nokkurt þóf, tókst samkomulag við kerlingu um brottflutninginn.  Flýttu þeir sér þá ofan, Snæbjörn og Jóhann, tóku hesta sína og riðu heim.  Við hinir fórum nú upp á loft til Kristínar.  Karlana langaði í kaffi, og tók vinnumaður föður míns að sér að búa það til, því hann hafði verið skútukokkur.  Kaffið var fljótlega tilbúið.  Kerling tók part af sykurtoppi undan kodda sínum.  Sá var allvelktur og ekki með sínum rétta lit, en karlarnir hirtu ekki um það, en hjuggu úr honum stykki til að hafa með kaffinu.  Svo var sjóðheitt kaffið drukkið, en ekki man ég hvort nokkurt brauð var með. 

Síðan var tekið til óspilltra málanna að búa á sleðana.  Kýrin var bundin niður á annan sleðann og búið vandlega um hana með heypokum og ábreiðum, en kerling og búslóð hennar var látin á hinn sleðann.  Kindurnar mun Oddur á Felli hafa tekið til sín í bakaleiðinni.  Ferðin til Þórshafnar gekk ágætlega.  Kristínu frá Hraunkoti var til bráðabigða komið fyrir í timburskúr, sem Örum & Wulfs verzlun átti.  Seinna var gerð handa henni torfbaðstofa og bjó hún í henni til dauðadags. 

(Vélritað eftir handriti Árna Vilhjálmssonar – Aagot Árnad.)

Þetta erindi er til hjá Ríkisútvarpinu í flutningi ÁV