Tante Olga skrifar Aagot 1921

1921 – Tante Olga

Stavanger 2.febrúar ´21

Kjære Aagot!

Nei nu har jeg saa længe ventet at Du skulde  trine ind og hilse paa os, uden at Du viser Dig, at nu maa jeg da tage til at skrive lidt til Dig.  Ikke har vi takket for de nydelige blonder til jul og ikke har jeg takket for hilsenen til min födsels, bara fordi jeg trodde hver dag at Du skulde komme!  Hvor blir Du af?  Tænker Du helt at slaa Dig til i Haugesund kanske?  Du maa nu have saa mange tak for baade julegave og födselsdagshilsen, jeg har rettelig modtaget begge dele i sin tid. 

Hvad tænker Du nu egentlig paa?  Jeg synes det var saa gjildt da jeg i höst traf onkel Hans, som fortalte at de glædet sig alle til að Du skulde komme til dem over nytaar.  Det synes jeg ogsaa var saa gjilt, for de er jo unge folk og kommer sammen med unge, saa der faar Du det jo ganske anderledes livlig end hos os to gamle tanter.  Vi er gamle og stilfærdige og for en ungdom vil her nok bli kjedelig i længden.  Og tante Elisa er jo saa skröbelig, taaler ingen ting over det daglige, saa det er vist bedst, at vi gamle holder os for os selv, men det skal bli svært gjilt at have Dig gaaende her og kigge indom til os og ligeledes at Du slaar Dig til so her, naar Du har en anledning .  

Vi ser ikke meget til de 2 andre niecer.  De er saa optaget hver paa sin kant hele dagen og saa hender det nok desværre at en af dem kommer en aften, hvor vi netop ikke er hjemme, og det gaar ikke ofte paa.  Tænker Du noget paa at reise hjem til Island?  Hvordan er det?  Har mama ikke piger nu?  

Jeg havde et brev fra Valborg her over nytaar, hun havde det godt og var fornöiet med sin post, önsket bare at gagen var lidt bedre, og det er jo rimelig.  Det er jo kjedelig at hun maa have hjælp hjemmefra.  Hun synes, som rimelig er, at naar pappa har kostet paa hende saa meget, saa vilde hun nu gjerne klare sig selv, og forhaabentlig maa det snart bli bedre for hende, hvis firmaet er fornöiet med hende, saa maa de vel gi hende saa meget at hun kan leve deraf.

Ja ja, dette skulde nu bare være et livstegn idag, saa Du ser at jeg har modtaget Din gave og hilsen og saa haaber jeg at vi nu snart ser Dig her. 

Hörer Du nogt hjemmefra eller ved Du om nogen leilighed vi kan skrive med?  Lev vel da og vær kjærlig hilset fra tante Elisa og velkommen snart – til Din hengivne tante Olga.

Ættin á Jelsa

Um frændfólkið í Stavanger

Jelsa-ættin:

Sama ættin hefur búið á Jelsa frá því um 1700. Björn 1. Larsson Jelsa, og síðan alltaf Lars og Björn til skiptis.  Við byrjum á þeim 3.:

Björn 3. Larsson Jelsa 1822-1915 – kona hans Mette Dorthie Kristine Meidell 1825-1890

Meðal barna þeirra voru:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa 1851-1938 og

Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 1854-1914 (langamma mín).  Hún giftist Orm Hansson Överland 1850-1899 og átti með honum fjögur börn:

  1. Martha Ormsdtr Överland 1875 – 4.  Karin Elisa Ormsdtr. Överland 1880 –
  1. Kristine Ormsdtr Överland 1876-1930, sem giftist Rolf Johansen 1874-1950 (amma mín og afi)
  1. Hans Ormsson Överland 1878-1962, kona hans Christiane Sigfredia Hagen 1888 (kölluð Sigfrid)  

Börn þeirra voru Erna, Ruth (g. Per Thomsen), Hjelm, Kjell (ekkja hans er Sigrun), Arne 1922, sá eini sem er enn á lífi, og kona hans Marit f. 1931.

Tengslin við Gausel-fjölskylduna eru þá svona:

Hjónin: Orm Överland – (Dorthea) Kathrine Björnsd.Jelsa

Kristine (Kitty) Överland Johansen  ( systkin)    Hans Överland

Aagot Johansen (Vilhjálmsson)            Arne Överland

Aagot Árnadóttir                     Kari Thomsen og Hanne 

                            Thomsen (dætur Ruth)

Anna Guðný Guðmundsdóttir             Sigrun Tara Överland (sonardóttir 

                            Kjell og Sigrun)

Tengslin við Jelsa-fjölskylduna:

Lars Konrad 3. Björnsson Jelsa  1851-1938(systk.)Dorthea Kathrine Björnsd. Jelsa 

                            1854-1914

Björn 4. Larsson Jelsa 1888-1971            Kristine Ormsdtr. Överland 

                            Johansen

Laurensa, Lars 4., Berit og Kari             Aagot Vilhjálmsson

Björg, Sissel, Mari og öll sú kynslóð         Aagot Árnadóttir

Inger-Johanne Bergslien og Kjeld Ånestad eru systkin, ég er ekki viss um skyldleikann, en móðir þeirra var áreiðanlega Överland.  Það er samt eitthvað lengra aftur.

Svo eru hér praktískar upplýsingar:

Inger-Johanne Bergslien,

Henrik Steffensgt. 20, 4008 Stavanger

Tel. 47-515-32774 – mobil: 47-481-9300

ingerjob@online.no   

Kjell Ånested og Kari

Anne Grimdalensveg 4A

4300 Sandnes

Kari Thomsen og Einar Myklebust

Gauselvågen 74

4032 Stavanger

Tel. 47-515-76162, mobil: 47- 906-00297

kathoms@online.no   

Hanne Thomsen og Odd Skontorp

Gauselv. 80

4032 Stavanger

Arne Överland og Marit Risbö

Gauselkneiken 43

4032 Stavanger

Sigrun Överland

Alvasteinv. 20

4040 Madla (gamalt heimilisfang)

Jelsa-fjölskyldan:

Lars Jelsa og Torunn búa á Jelsa, 4190

Laurentse Jelsa Wigestrand – Tulla –

Furuneset på Jelsa

4190

Berit Jelsa Skjefrås

beskjefr@frisurf.no   

Risbakken 4

4380 Hauge I Dalane

Mari Skjefrås, elsta dóttir hennar, er leikskólastjóri í Tananger, Sola-hverfinu í Stavanger.

mari_skjefraas@msn.com   

Björg Vigestrand (dóttir Tullu)

wigebjor@online.no   

Södrefjeldvegen 5A

4310 Hummersåk

Bónaparti

Árni Vilhjálmsson:

Bónaparti Napoleonsson

Í smásögusafni eftir Halldór Laxness skáld er meðal annarra sagna smásagan Bónaparti Napoleonsson, sem margir munu hafa lesið og kannast við.  Fyrirmynd skáldsins að sögupersónunni er mjög sérkennilegur maður, Finnbogi Finnsson, sem fæddur var að Hraunkoti í Sauðaneshreppi, og átti lengst af æfinnar heima í fæðingarsveit sinni, þegar frá eru talin nokkur ár, sem hann var á flakki innan lands og utan.  Af sveitungum sínum var hann jafnan nefndur Bóni prins, eða Bónaparti Napoleonsson.  Bónaparti Napóleonsson sá er varð til í heila Laxness er allt önnur og veigameiri persóna en fyrirmyndin, Finnbogi Finnsson frá Hraunkoti.

Finnboga Finnsson sá ég ekki fyr en einhverntíma eftir 1924, en þá var hann fyrir löngu kominn heim úr flakki sínu, og lifði rólegu og kyrrlátu lífi á gistihúsinu á Þórshöfn hjá Kristínu Jósefsdóttur frá Strandhöfn.

Þegar nú er farið eftir þjóðveginum norður Langanesstrandir til Þórshafnar liggur vegurinn ekki eins og áður var frá Finnafjarðará beint á hábungu Brekknaheiðar, heldur meðfram sjónum til Gunnólfsvíkur og síðan norður svo kallaðan Vatnadal, sem er lægð milli Gunnólfsvíkurfjalls og útenda Brekknaheiðar.  Þegar kemur norður undir miðja Brekknaheiðina eða tæplega það, má sjá enn, til vinstri handar skammt frá veginum, í dálitlum melhól, rústir eyðibýlis.  Þarna var Hraunkot, eitt af þessum örsmáu og fátæklegu heiðarbýlum.  Portbyggð baðstofa á að gizka 6×4 álnir og einhverjir smátorfkofar áfastir við hana.  Tún var ekkert, en engjar allgóðar niður undan kotinu í Vatnadalnum.

Á bernskuárum mínum bjó þar miðaldra kona, Kristín að nafni, ásamt uppkomnum syni, Finnboga Finnssyni.  Daufleg hlýtur vistin að hafa verið þarna í kotinu, enda undi Finnbogi illa hag sínum þar.  Sótti snemma á hann þunglyndi og hugsýki.  Þróuðust með honum ýmsar sjúklegar hugmyndir, sem síðan fylgdu honum allt til æfiloka.  Aðalinntak þeirra var það að hann væri tiginborinn maður, en ekki kotungssonur.  Sagðist honum sjálfum svo frá að hann væri franskur prins.  Hefðu frönsku keisarahjónin eitt sinn verið á skemtisiglingu á lystisnekkju sinni ásamt syni sínum, prinsinum Bonaparta.  Hefðu þau á þessari ferð sinni komið við á Skálum og gengið þar á land til að skoða sig um.  Var prinsinn að sjálfsögðu í för með þeim.  En nú skeði óhappið.  Út úr þokunni kom ein ferleg norn sem greip hinn unga prins og hvarf með hann inn í niðdimma þokuna, áður en keisarahjónin og fylgdarlið þeirra fengi nokkuð að gert.  Og nornin sem rændi prinsinum var engin önnur en Kristín í Hraunkoti.

Hugsýki Finnboga og sjúklegar hugmyndir hans um eðalborinn uppruna sinn, urðu til þess að hann lagði fæð, og jafnvel hatur, á kerlingu móður sína.  Fékk kerling ekkert við hann ráðið, og yfirgaf hann hana og Hraunkot að fullu og öllu.  Fyrst mun hann hafa dvalið á prestssetrinu Sauðanesi, en síðan komst hann á flakk og fór víða um.  Til Kaupmannahafnar komst hann, en hve lengi hann hefur dvalið þar er mér ekki kunnugt.  Hann var mjög hreykinn af þessari Kaupmannahafnarferð sinni, og sagði svo frá að hann hefði borðað hjá Danakóngi.  Þegar hann var spurður að því hvað hann hefði fengið að borða hjá kóngi, svaraði hann því til, að hann hefði fengið slátur og ýmislegt fleira.  Auk þess að borða með Danakonungi hlotnaðist honum sá heiður að fá að borða með Helga Englandskonungi á Raufarhöfn, en ekki heyrði ég þess getið hvaða matur hefði verið á borðum þar. 

Eftir margra ára útivist kom Finnbogi aftur til fæðingarsveitar sinnar.  Sennilegast virðist mér að hann hafi verið sendur heim, af því að hann hafi átt þar sveitfesti.  Sveitarstjórnin kom honum í fyrstu fyrir hjá bændum í sveitinni, en hann eirði illa í vistinni og var ófús til verka.  Einna lengst mun hann hafa dvalið á Eiði hjá Gunnlaugi Jónassyni bónda þar.  Að lokum var honum fengin vist á gistihúsinu á Þórshöfn, svo sem áður er frá sagt, og undi hann sér þar vel.

Bóni prins kom mér fyrir sjónir sem andlega bilaður vesalingur, fáskiptinn, óáleitinn og meinlaus.  Hann var alltaf hreinn og þokkalega til fara.  Prinstigninni gleymdi hann aldrei, eða virðuleik sínum, og viðhorf hans til manna fór mjög eftir því hvernig menn ávörpuðu hann.  Þannig dáði hann mjög síra Pál Jónsson á Svalbarði, sem sent hafði honum bréf með utanáskriftinni:  Herra prins Bónaparti Napóleonsson Þórshöfn.  Reikninga frá Örum og Wulfs verzlun vildi hann ekki kannast við af því að utanáskriftin var:  Finnbogi Finnsson Þórshöfn. 

Endalok Bóna prins urðu þau að hann týndist að vetrarlagi í hríðarveðri.  Fannst hann eigi hvernig sem leitað var.  Vorið eftir fannst lík hans inni á Brekknaheiði við smá stöðuvatn sem nefnt var Selvatn, og er rétt fyrir ofan fjallsbrúnina beint upp af Ytri-Brekkum, þar sem ég er fæddur og uppalinn.

Halldór Laxness lætur Bónaparta Napóleonsson verða úti á heimleið til Kristínar móður sinnar í Hraunkoti.  Sú hugdetta skáldsins er mjög snjöll, og jafnvel býsna sennileg.  Ef til vill hefur, er feigðin kallaði, álagahamur geðveilunnar fallið af honum.  Árin sem liðið höfðu frá því hann yfirgaf Hraunkot voru týnd og tröllum gefin, og nú var hann á heimleið til mömmu gömlu í Hraunkoti.  Að vísu er staðurinn, sem hann varð úti á ekki í línunni Þórshöfn-Hraunkot, en hafi verið hvöss norðaustanátt, sem líklegt er, gat hann hafa hrakist undan veðrinu og borið af réttri leið.

Eftir brottför Finnboga frá Hraunkoti bjó Kristín þar í nokkur ár alein.  Bústofninn var ein kýr og fáeinar kindur.  Heyjaði hún ein handa fénaði sínum, en hefur sjálfsagt fengið einhverja aðstoð hjá nágrönnunum.  Sveitarstjórnin mun einnig hafa litið til með henni og látið flytja til hennar hey og aðrar nauðsynjar.

Ég minnist þess t.d. að ég fékk eitt sinn að fara með Guðmundi bróður mínum, sem sendur var með hest og sleða út í Sauðanes til þess að færa kerlingu töðu handa kúnni.  Á Sauðanesi voru töðubaggar látnir á sleðann og fórum við síðan með ækið upp í Hraunkot og færðum kerlingu.  Hún tók okkur vel og vildi auðsjáanlega vel til okkar gera.  Man ég að hún bar fyrir okkur einhverskonar graut í allstórri skál og spæni með.  Mér virtist þetta samhræringur af baunum og skyrhræru og leitzt grautur sá heldur óhrjálegur, og vildi ekki éta hann.  En Guðmundur bróðir minn gerði honum nokkur skil fyrir kurteisis sakir.  Heldur fannst mér kerling fornfáleg og óvistlegt allt í kringum hana í baðstofukytrunni.

Það mun hafa verið sameiginlegt álit sveitarstjórnar og almennings að óviðkunnlegt og óviðurkvæmilegt væri að láta kerlingu hírast eina í kotinu langt frá öðrum bæjum.  Vildi sveitarstjórnin flytja hana til Þórshafnar, en kerling aftók og sat kyrr.

Að lokum kom þó að því að sveitarstjórnin ákvað að taka hana upp, og ákváðu yfirvöldin stefnudag til þess.  Faðir minn var beðinn að lána vinnumann með hest og sleða til fararinar, og fékk ég að fara með honum.  Þetta mun hafa verið á útmánuðum, og ágætt hestfæri var og sleðafæri.  Við héldum sem leið liggur að Hraunkoti.  Þangað kom einnig Oddur bóndi Bjarnason á Felli á Langanesströnd með hest og sleða, og svo komu lausríðandi Snæbjörn Arnljótsson verzlunarstjóri, oddviti hreppsins, og Jóhann Gunnlaugsson hreppsstjóri.  Þeir Snæbjörn og Jóhann fóru upp á baðstofuloftið til þess að semja við kerlingu, en við hinir héldum okkur undir palli á meðan.  Þar hafði kerling kúna og einhverjar kindur, sennilega hrút og gemlinga.  Ekki mun þeim höfðingjunum hafa þótt þefurinn þarna góður, því ég minnist þess að þeir reyktu ákaft báðir tveir.  Snæbjörn mun hafa setið á kassa eða kofforti, en Jóhann sat á mjög hrörlegum kjaftastól.  Var stólsetan ekki annað en nokkrir lélegir snærisspottar.  Allt í einu heyrðum við, sem niðri vorum, dynk mikinn.  Höfðu böndin í stólnum slitnað og Jóhann hreppsstjóri fallið endilangur í gólfið.  Hrósuðum við happi yfir því að hann skyldi þó ekki hafa komið ofan í gegnum sjálfan baðstofupallinn, sem var furðu hrörlegur. 

Að lokum, eftir nokkurt þóf, tókst samkomulag við kerlingu um brottflutninginn.  Flýttu þeir sér þá ofan, Snæbjörn og Jóhann, tóku hesta sína og riðu heim.  Við hinir fórum nú upp á loft til Kristínar.  Karlana langaði í kaffi, og tók vinnumaður föður míns að sér að búa það til, því hann hafði verið skútukokkur.  Kaffið var fljótlega tilbúið.  Kerling tók part af sykurtoppi undan kodda sínum.  Sá var allvelktur og ekki með sínum rétta lit, en karlarnir hirtu ekki um það, en hjuggu úr honum stykki til að hafa með kaffinu.  Svo var sjóðheitt kaffið drukkið, en ekki man ég hvort nokkurt brauð var með. 

Síðan var tekið til óspilltra málanna að búa á sleðana.  Kýrin var bundin niður á annan sleðann og búið vandlega um hana með heypokum og ábreiðum, en kerling og búslóð hennar var látin á hinn sleðann.  Kindurnar mun Oddur á Felli hafa tekið til sín í bakaleiðinni.  Ferðin til Þórshafnar gekk ágætlega.  Kristínu frá Hraunkoti var til bráðabigða komið fyrir í timburskúr, sem Örum & Wulfs verzlun átti.  Seinna var gerð handa henni torfbaðstofa og bjó hún í henni til dauðadags. 

(Vélritað eftir handriti Árna Vilhjálmssonar – Aagot Árnad.)

Þetta erindi er til hjá Ríkisútvarpinu í flutningi ÁV

Rignir blóði

Rignir blóði.

Í Lesbók Morgunblaðsins 29. okt. s.l. er athyglisverð og mjög fróðleg grein, með yfirskrift:  Rignir blóði“.  Meðal annara frásagna um blóðregn, sem þar er frá sagt, er tekin upp frásögn Eyrbyggju um blóðregnið á Fróðá fyrir Fróðárundur.  Hefur mér alltaf þótt mikið til koma þeirrar frásagnar, vegna þess hve nákvæm og trúleg lýsingin er.  Er engu líkara en að þar segi sjónarvottur frá.  Sagan er þó örugglega skráð löngu eftir að atburðurinn gerðist, og virðist höfundur sögunnar því hafa séð hann fyrir innri sjónum, líkt og Jónas sá rauðu blossamóðuna með blágráum reyk yfir, er hann orkti kvæðið Skjaldbreiður.  Í lok greinarinnar er réttilega tekið fram, að ekki geti rignt blóði, en að stundum komi rauð rigning:  „Telja menn að það stafi af því, að mikið sé í loftinu af rauðu sanddufti, sem borist hefur með vindum utan af eyðimörkum.  Þegar þetta duft blandast rigningunni, verður regnvatnið rautt á litinn“, segir í greininni.  Ekki finnst mér þessi skýring um rauða sandduftið sannfærandi, og að minnsta kosti ófullnægjandi, og ósennileg skýring á blóðregninu á Fróðá.  Þar er heldur ekki um venjulega rigningu að ræða, heldur rignir þar sjó, sem mengaður er einhverju því, sem gerir hann rauðan á litinn. 

Lítum nú svolítið nánar á frásögn eyrbyggju af atburði þessum, er varð undanfari mikilla tíðinda þar á bænum;  „Sumar var heldur óþerrisamt, enn of haustið kómu þerrar góðir.  Var þá svá komit heyverkum at Fróðá, at taða öll var slegin, enn fullþurr nær helmingrinn.  Kom þá góður þerridagr, og veður kyrrt, ok þurt, svá at hvergi sá ský á himni.  Þóroddr bóndi stóð upp snemma um morgininn ok skipaði til verks.  Tóku sumir til ekju, enn sumir hlóðu heyinu, enn bóndi skipaði konum til at þurka heyit, ok var skift verkum með þeim, ok var Þórgunnu ætlat nautafóður til atverknaðar.  Gekk mikit verk fram um daginn.  Enn er mjök leið at nóni kom skýflóki svartur á himinn norður yfir Skor, ok dró skjótt yfir himin, ok þangað beint á bæinn“  o.s.frv.

Hvers eðlis var þá þessi svarti skýflóki, sem kom upp á himin norður yfir Skor á sólbjörtum haustdegi.  Því er fljótsvarað.  Þetta hlýtur að hafa verið skýstrokkur – cyclon – sem sogið hefur upp í sig sjó hátt í loft upp, svo að hann ber yfir Skor.  Hann kemur að norðurströnd Snæfellsness rétt undan bænum á Fróðá og yfir túnið, og fellir úr sér sjóinn í flekk Þórgunnu, dettur niður er hann kemur yfir land.  Þvermál skýstrokksins má nokkkuð marka af því, að regnið kemur nálega allt, eða meginhluti þess, í flekk Þórgunnu,  „en henni var fengið eitt nautsfóður til atverknaðar“ um daginn,  segir sagan.  Ekki er gott að vita hvað þeir hafa ætlað kú til vetrarfóðurs í þá daga, en varla hefur það verið sérlega stór flekkur, sem hinni öldruðu írsku konu var ætlaður einni til atverknaðar.  Þórgunna hafði ekki hlýtt skipun húsbóndans um að raka heyið saman og setja í sátur, er skýflókinn nálgaðist.  Hennar taða lá því flöt og gegnblotnaði af regninu.  Þegar skýstrokkurinn hafði fellt úr sér sjóinn, birti fljótt aftur og þornaði til.  Allt heyið er flatt lá þornaði fljótt, nema flekkur Þórgunnu, sem ekki þornaði þá um kvöldið, að minnsta kosti.  „Ok aldrei þornaði hrífan er Þórgunna hafði haldið á“.  Skýringin á því, að hey það sem gegndrepa varð þornar seint, er fyrst og fremst sú, að hér er ekki um venjulegt rigningarvatn að ræða, heldur saltan sjó, sem þornar langt um seinna en venjulegt rigningarvatn, og það eins fyrir því þó að það væri blandað sanddufti frá eyðimörkum.  En það er ekki nægileg skýring.  Hrífa Þórgunnu þornaði aldrei, segir sagan.  Vafalaust er þetta orðum aukið.  En hún hefur þornað miklu seinna en eðlilegt þótti, annars hefði þessa ekki verið getið sérstaklega.  Til þess að skýra þetta verður maður að mynda sér einhverja skoðun um rauða litinn á sjónum, sem gerði það að verkum, að menn töldu hann vera blóð.  Sennilegasta skýringin virðist mér vera sú, að það hafi verið rauðir þörungar, sem gerðu rauða litinn. En miklar og þéttar torfur geta stundum verið í sjónum af slíkum örsmáum rauðum þörungum.  Virðist skýstrokkurinn einmitt hafa náð að soga upp í sig eina slíka stórtorfu af rauðum þörungum.  Þar með er þá líka fengin fullgild skýring á frásögn sögunnar, og að hér er ekki um hugaróra að ræða, heldur raunveruleika.  Sjór þornar seinna en vatn.  Sjór mengaður þara þornar afarseint.  Hrífan er hráblaut og slímug svo dögum skiftir.  Hún þornar aldrei.

Mig minnir að Friðþjófur Nansen segi í bók sinni På ski over Grönland frá því, að hann hafi á ferð sinni yfir Grænlandsjökul rekist á rauða flekki í snjónum, sem hann telur vera það sem í gegnum aldir hefur verið nefnt blóðregn, og mikill ótti hefur stafað af, og gefi þar þá skýringu á rauða litnum, að skýstrokkar beri inn á jökulinn sjó mengaðan rauðum þörungum.  Bók Nansens hef ég ekki við hendina, en gaman væri ef Lesbókin vildi láta huga að þessu.

                            Árni Vilhjálmsson læknir.

Útfararræða Árna Vilhjálmssonar

Útfararræða um ÁV Útfararræða um Árna Vilhjálmsson fyrrv. héraðslækni á Vopnafirði.

Náð sé með yður og friður frá Guði, föður og syni og heilögum Anda.  Amen.

Í upphafi 10. kafla Mattheusarguðspjalls segir svo:  Jesús kallaði til sín þá tólf lærisveina sína og gaf þeim vald …….. til þess að lækna hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleika.

Þegar Jesús sendi lærisveina sína í nokkra daga predikunarferð um Galileu, þá fengu þeir það verkefni ásamt öðru að lækna sjúka.  Þeir áttu að fara að eins og hann:  Þeir áttu ekki eingöngu að boða fagnaðarerindið, þ.e.a.s. veita fólkinu næringu fyrir andlegt líf þess, þeir áttu einnig að huga að líkamlegri velferð þess.

Sú óbeit á líkamanum og efniskendum þáttum raunveruleikans, sem var allútbreidd með fornþjóðum, var mjög fjarri Jesú og raunar gyðinglegum hugsunarhætti yfirleitt.  Jesús leit á líkama mannsins og sál sem einingu skapaða af Guði og þessi eining var í alla staði verð umhyggju og umönnunar.  Það kemur líka í ljós í Nýjatestamentinu, að starfi Jesú er lýst í stuttu og samandregnu máli á þessa leið, að hann predikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers konar sjúkdóm og hvers konar krankleika meðal lýðsins.  Þetta var einnig hlutverk lærisveina hans, og hann gaf þeim vald til þess að framkvæma slíka hluti.  Þetta vald var augljóslega af andlegum og sálrænum toga, sem fólst í getu til þess að endurnýja og endurnæra innri lífskraft, en augu manna hafa einmitt nú á tímum opnast fyrir því, að sálræn streita, hugarvíl og andlegt álag, getur valdið líkamlegum sjúkdómum.  Maðurinn er ein heild: líkami, sál og andi, og maðurinn er ekki heill, nema þetta sé allt í jafnvægi og heilbrigt.

En læknislistin hefur einnig aðra hlið, hina vísindalegu, sem á rætur í Grikklandi hinu forna.  Það er engin tilviljun, að þessi list hefur náð miklum vexti og snöggum í þeim heimshluta, sem rekur menningarerfð sína til landanna við austanvert Miðjarðarhaf, Palestínu og Grikklands, þar sem vöggur kristninnar annars vegar og vísindanna hins vegar standa.  Frá vísindunum hefur læknislistin fengið tæknina en frá kristninni umhyggjuna fyrir lífinu, ábyrgðartilfinninguna og manngildishugmyndir, sem hafa verið ákvarðandi og hvetjandi þættir meðal lækna.  Er það ekki samruni þessara tveggja strauma, sem við getum nefnt mannúð og vísindi, sem hefur gert læknislistina að því, sem hún er í dag.

Allt er þetta frá Guði, sem er uppspretta sannleikans og kærleikans – frá honum, sem skapar bæði líkama og sál og anda og heldur við innbyrðis samspili þessara þátta mannsins, samkvæmt þeim lögmálum, sem við eigum að rannsaka og fella okkur síðan að eftir því, sem við getum.

Við kveðjum hér í dag Árna Vilhjálmsson, fyrrverandi héraðslækni á Vopnafirði, sem einmitt helgaði líf sitt þessari sambúð mannúðar og vísinda.  Með honum bærðist djúp virðing og lotning fyrir lífinu og skapara þess.  Í huga hans opinberaðist tign almættisins í hverju nýju lífi, sem hann sá kvikna.  Það hlýtur því að hafa verið honum mikil gleði að finna sig aldrei sterkari, en einmitt þegar hann var að stunda fæðingarhjálp.  En virðing hans fyrir lífinu var ekki bara bundin við manninn.  Hann vildi hlú að öllu því, sem lífsanda dregur.  Hann lagði mikið að sér við að græða upp landið í kringum læknisbústaðinn á Tanganum í Vopnafirði og meira að segja klaufirnar í hamraveggnum fyrir ofan heimilið voru ruddar og græddar.  Hann fann til samstöðu með drengnum í kvæði Jónasar Hallgrímssonar um grátitlinginn, sem drengurinn bjargaði, og las börnum sínum:

Kalinn drengur í kælu – á kalt svell, og ljúft fellur,

lagðist niður og lagði – lítinn munn á væng þunnan.

Þíddi allvel og eyddi – illum dróma með stilli,

sem að frostnóttin fyrsta – festi með væng á gesti.

Lítill fugl skaust úr lautu – lofaði guð mér ofar,

sjálfur sat ég í lautu – sárglaður og með tárum.

Þessi umhyggja Árna fyrir öllu lífi, sem hann sýndi svo oft og í mörgu, minnir mann óneitanlega á tvö stórmenni kirkjunnar:  Frans frá Assisi og Albert Sweitzer, hvergi kynnist maður meiri lotningu fyrir allri sköpun Guðs en hjá þeim.

Krafa lífsins hafði forgang, þegar kallið barst var lagt af stað, heimilið og fjölskyldan varð að eiga sinn tíma síðar og karlmennið fann til með því smáa og bága og lét sér annt um það – þar lagði hann sig e.t.v. mest fram.  Allt var þetta honum uppspretta til hugleiðingar um lífið og tilveruna og vandamál þess, – heilög vé, þar sem hann bar þjónustu sína fram.

Árni Vilhjálmsson var fæddur að Ytri-Brekkum á Langanesi í Norður-Þingeyjarsýslu, 23. júní 1894, og var sonur hjónanna Vilhjálms Guðmundssonar og Sigríðar Davíðsdóttur, sem bæði voru ættuð þarna af Langanesinu og var Árni yngstur allmargra systkina.  Ein systir hans lifir, Þuríður, sem dvelur nú á elliheimilinu Skjaldarvík við Eyjafjörð.  Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1914 og varð kandidat í læknisfræði 1919.

Frumraun sína við læknisstörf hlaut hann er spánska veikin svokallaða gekk í Reykjavík, en stúdentar á síðasta ári í læknisfræði voru kallaðir til þjónustu er þessi mannskæða sótt herjaði hér.  Einnig hafði Árni verið staðgengill héraðslæknisins á Eskifirði um tíma á námsárum sínum, en eftir kandidatsprófið gegndi hann um nokkurt skeið Norðfjarðarhéraði.  Þá sigldi hann til Noregs og var um hálfs annars árs skeið við nám á sjúkrahúsi í Bergen og kannaði þar sérstaklega starfsemi farsóttardeildar.  Í Osló starfaði hann svo í tvo mánuði undir handleiðslu mikilhæfs fæðingarlæknis Kristjáns Brand.  Taldi Árni það eitthvert lærdómsríkasta tímabil ævi sinnar, enda þakkaði hann velgengni sína í fæðingarhjálp, fræðslu og þjálfun þessa manns.

Eftir heimkomuna gegndi Árni læknisstörfum á nokkrum stöðum, lengst í Vestmannaeyjum eða um eins árs bil.  Svo var það 2. júní 1924 að Árna er veitt Vopnafjarðarhérað og hefst þá hið mikla ævistarf hans.  Þrjátíu og fimm ár og sjö mánuði betur var hann læknir þeirra Vopnfirðinga.  Hann þekkir hvert heimili og er gagnkunnugur sjúkrasögu hvers og eins og veit um alla staðhætti og hagi manna.  Slík vitneskja hlýtur að vera ómetanleg, er leggja þarf á ráðin um meðferð.  Hann gerir sér grein fyrir viðbrögðum hvers og eins við hinar ýmsu aðstæður.  Slík heildarsýn fyrir sjúkling, ytri aðbúnað og innri gerð, er mikill styrkur í starfi héraðslæknisins, gerir sjúkdómsgreiningu og meðferð mjög örugga og er sjálfsagt liður í farsæld og árangri í starfi.  Þetta er þáttur, sem vegur allmjög upp á móti fullkomnari og betri aðstöðu, sem læknar í þéttbýli búa við.

Hann var oft erilsamur starfsdagurinn og langur, héraðið víðfeðmt og byggðin dreifð.  En því er ekki að leyna, að á langferðum inn til dala, upp á fjöllin og út á yztu nes, gafst tækifæri í góðviðrum að teyga að sér og njóta fegurðar og kyrrðar og sækja sér þannig endurnæringu, andlega og líkamlega, þótt hitt væri eins algengt, að þessar ferðir væru lýjandi og átakamiklar mannraunir.  Hálendismanngerðin, sem í reisn sinni, sjálfstæði og þrautseigju byggði Fjöllin, Jökuldalinn og heiðina þar fyrir framan, heillaði Árna, enda hefur hann áreiðanlega fundið til samstöðu með þessu fólki, þar sem hann er upprunninn úr svipuðu umhverfi, þar sem fólkið harðnaði í lífsbaráttunni  Þar þýddi ekki að biðja um grið, baráttan ein bauð upp á sigur, en gestrisni og greiðasem við gesti og gangandi með eindæmum stórkostleg.

Árnið 1920 kvæntist Árni eftirlifandi konu sinni Aagot Fougner, dóttur Rolf Johansen, kaupmanns á Reyðarfirði.  Þeim varð ellefu barna auðið, sem öll eru á lífi nema Snorri, elzti sonurinn, sem látinn er fyrir nokkrum árum.  Sambúð þeirra hefur bæði verið löng og farsæl, barnalán mikið, við höfum svo margt að þakka, segir Aagot, lífslánið hefur leikið við okkur, hamingja okkar er fólgin í samheldni og gæfuríku lífi barnanna, tengdabarnanna og afkomendanna allra.  Aagot var manni sínum mikil stoð, bæði voru þau samtaka í að hlúa að því lífi, sem mátti sín lítils, á heimili þeirra var mikil gestanauð, og mörgum lítilmagnanum rétt hjáparhönd, mér finnst dálítið erfitt að nota orðið nauð í þessu sambandi, því að allt var gert með ljúfu geði og sjálfsagðri fórnfýsi, og svo var það glaðlyndi konunnar og lyndiseinkunn öll, sem laðaði til sín allt fólk.  Hún var mikil húsmóðir á stóru heimili, ómetanleg hjálparhella í amstri áranna.  Árni hafði líka mikla hugsun á því sem við kom heimilinu.  Þau ráku ávalt nokkurn búskap, sem á tíðum féll í hlut Aagotar að sjá um, en síðar komu dæturnar einnig til hjálpar, en synirnir stunduðu meira sjóinn og var því oft gott um fiskmeti á heimilinu.

Í lok ársins 1959 sagði Árni starfi sínu sem héraðslæknir í Vopnafirði lausu og fluttust þau hjónin þá til Reykjavíkur í Barmahlíð 21 og hafa átt þar heima síðan.  Árni naut mjög elliáranna hér.  Til þeirra hjónanna komu börnin þeirra, afkomendur aðrir, skyldfólk og venzlamenn og vinir.  Nú gafst tækifæri til þess að fylgjast með fólkinu sínu og taka þátt í lífi þeirra, gleðjast saman og hryggjast, yngstu meðlimir fjölskyldunnar voru tíðir gestir, en börn hafa ætíð verið sérstakt yndi Árna, og átti hann alltaf einhver uppáhaldsbörn á Vopnafirði, önnur en sín eigin og sýndi hann það í mörgu, t.d. bjó hann unglinga undir próf inn í annan bekk við Gagnfræðaskóla Akureyrar, þegar enginn var unglingaskólinn þar eystra.  Börnin í götunni áttu og hauk í horni þar sem Árni var.  Eftir að hann hætti að geta komið út, þá voru börnin að spyrja um hann og eftir að hann fór á spítalann þá komu þau með blóm heim til hans og spurðu, hvort Árni færi ekki að koma aftur.  Þetta er búinn að vera góður tími hér í Barmahlíðinni og mikil blessun, sem þau hjónin eru ákaflega þakklát fyrir.  Árna varð það að ósk sinni, að hann þyrfti ekki að dvelja lengi á spítölum eða stofnunum í ellinni, það var eini kvíði hans, en í hálfan mánuð dvaldi hann á Landspítalanum, á föstudaginn langa var mjög farið að þyngjast fyrir honum og hafði hann þá við orð, að hann óskaði þess að þetta færi að taka enda og lézt hann þá um nóttina eftir.  Hann var mikill unnandi Hallgríms Péturssonar og las hann passíusálmana mikið og grandskoðaði þá.  Var það því nokkuð táknrænt, að síðustu stundir Árna voru á píslardegi Drottins vors og frelsara.

Kæru aðstandendur Árna Vilhjálmssonar, þið minnist nú hans, sem ann ykkur framar öllu öðru, í hugann koma myndir og hugsanir, sem þið eigið ein og eru ykkur kærar, og skapa með ykkur þá mynd, sem þið eigið um hann.  Sorg og söknuður eru eðlileg viðbrögð okkar, er við missum kæran ástvin, og við skulum fela Guði þessar tilfinningar og biðja hann um að helga þær og blessa, svo að þær verði okkur til þroska og heilla.  Verið ætíð Guði falin, í Jesú nafni, amen.

Tómas Sveinsson