Ingvar Johansen skrifar Aagot 1917

1917 – Yngvar Johansen

Reyðarf. 18/1 -17

Kæra Aagot – þakka fyrir jólakortið.

Mín kæra systir Maggi er dáin, mér er símað að hún hafi dáið þ.7.þ.m. snemma morguns.

Hún var lengi búin að þrá þetta, því henni leiddist þetta þunga og erfiða stríð, sem hún mátti berjast við með hreysti og dugnaði í nærri 4 ár.  Hún varð að þola svo margt sem margur annar þarf ekki að þola.

Eftir langa legu í Noregi var hún skorin upp og annað nýrað tekið, síðan mátti hún lifa alt fram ti þess 7. með stórskemt nýra, og sjálf fann hún með hverjum degi sem leið, hve holdið tærðist upp og lífskraftar minkuðu.  Hún tók þessu vel og beið róleg þar til guð kom og tók hana til sín; nú hefur hún hvíld og frið á himnum hjá föðurnum.  Hún var perla og lifandi skóli fyrir oss, sem erum eftir.

Hún biður að heilsa þér; hún er á meðal oss, þótt húnsé ekki sýnileg.

Vertu margblessuð Gotta mín, með ósk um góða framtíð,

Það óskar þér þinn frændi  – Yngvar